Myanmar efnahagur,
Flag of Burma


MYANMAR - BÚRMA
EFNAHAGSLÍFIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Atvinnulíf og viðskipti landsins hafa breytzt talsvert við sósíalíseringuna.  Helztu fyrir-tæki landsins, s.s. bankar, verzlun, iðnaður og samgöngur, voru þjóðnýtt.  Grundvallarbreytingar eru enn þá á döfinni og mæta helzt mótstöðu meðal fjallabænda.

Landbúnaður og skógarbúskapur eru grundvöllur þriðjungs heildarþjóðarframleiðslu.  Aðallega er ræktaður rís, maís, sykurreyr, hýðisávextir, jarðhnetur, hampur, baðmull, tóbak og gúmmítré.  Tekkviður er mikilvægur liður í útflutningi.  Kvikfjárrækt (alifuglar, svín) er til eigin þarfa.  Nautgripir eru næstum eingöngu notaðir sem dráttardýr.  Fjölskyldur annast að mestu jarðrækt og samyrkjubúskapur er skammt á veg kominn.  Fiskveiðar eru ekki mikilvægar og eru að mestu einkareknar.

Námuvinnsla
er tiltölulega skammt á veg komin (blý, zink, silfur o.fl.).  Olíuiðnaðurinn, sem var lagður í rústir í síðari heimsstyrjöldinni, er kominn á skrið og framleiðslan orðin meiri en fyrir stríð.  Landið fór að flytja út umframframleiðslu (1979), þar til aukin eftirspurn innanlands tók fyrir útflutninginn.  Vonir voru bundnar við aukna framleiðslu, þegar gas- og olíulindir fundust úti fyrir ströndum landsins.  Eðalsteinsnámurnar í Shanhéraði eru víðkunnar (rúbínar, safírar, jaðe o.fl.).

Iðnaður beinist helzt að framleiðslu matvæla og neyzluvöru, vefnaðarvöru (silki), leðurvöru, timburs og olíuvara.  Mikilvægar útflutningsvörur eru tekkviður, hrágúmmí, hampur, eðalsteinar og hálfeðalsteinar og aðalviðskiptalandið er Japan.

Ferðaheimur - Hverafold 48 - 112 Reykjavik - 567-6242 - info@nat.is - Heimildir