Myanmar íbúarnir,
Flag of Burma


MYANMAR - BÚRMA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Íbúafjöldi Myanma er u.þ.b. 36.milljónir.  75% íbúanna eru Búrmanar, sem eru af mongólskum stofni og tala tíbezk-búrmönsku (einsatkvæðisorð).  Stærsta minnihlutahóp íbúanna (9%), Shan, er að finna á hásléttunum í austurhluta landsins.  Þetta fólk er af tælenzkum stofni og stendur Búrmönum að baki, hvað menningu snertir, þótt það eigi sínar eigin bókmenntir.  Karenfólkið (7%) býr í suðurhlutanum milli Irawadi og Saluën.  Það er af tíbezk-búrmönskum stofni og er andatrúar.  Kachinfólkið (1%) er það líka.  Allir þessir ættbálkar eiga sér sjálfstæð ríki innan búrmanska ríkjasambandsins.

Padaung-fólkið er af Karenstofni.  Konur þessa ættbálks lengja hálsa sína með hringjaskrauti úr messing.  Hálsar þeirra verða svo langir, að stundum eru þær nefndar gíraffakonurnar.  Mon-fólkið var eitt sinn voldugt og bjó við blómstrandi menningu, sem sést í fegurstu minnismerkjum landsins.  Nú er það einungis 2% landsmanna.  Chin-fólkið telur líka 2% en Indverjar og Kínverjar eru færri.  Allt fram á okkar daga hefur samkomulag milli þessara mismunandi ættbálka verið eldfimt og við og við blossa upp blóðug átök út af stjórnmálum.

U.þ.b. 85% íbúanna eru búddatrúar (Therawada).  Þessi trúarbrögð eru mjög mikilvæg fyrir félagslegt og stjórnmálalegt  „jafnvægi” í landinu.  Fjöldi pagóda, oft gullskreyttra, er gífurlegur í landinu.  Þetta eru mjóar spírur, sem eru heiðursskríni (Hti), oftast heil í gegn án herbergja.  Frægustu pagódurnar laða til sín pílagríma úr öllum heimshornum.  Fjöldi klaustra er gífurlegur og þar býr aragrúi munka, sem hafa annazt menntun þjóðarinnar fram á okkar tíma.  Trú landsmanna krefst þess að hver einstaklingur eyði einu ári ævinnar í klaustri en margir koma sér hjá þessari skyldu og dvelja aðeins nokkra daga þar í táknrænu skyni.  Kristin trú og íslam eru fámenn trúarbrögð í landinu.  Hinir ýmsu ættbálkar fjallafólks eru einkum andatrúar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM