Höfuðborgin
er Oklahoma City og aðrar borgir m.a. Tulsa, Lawton, Norman og Midwest
City.
Landbúnaður: Hveiti,
sorghum, maís, baðmull og jarðhnetur.
Mikil nautgriparækt.
Iðnaðurinn
fer vaxandi: Olíuhreinsun,
matvæli, timbur, vélasmíði, samgöngutæki og málmvinnsla.
Jarðefni: Olía,
jarðgas, helíum, kol, sínk, blý, kopar og silfur.
Mikil ferðaþjónusta, stór stöðuvötn (vatnaíþróttir,
fiskveiði og orlofsbyggðir).
Platt
þjóðgarðurinn.
Andarko
er indíánabær. Þar er indíánasafnið
Southern Plains. Útisafnið
Indian City-USA er 5 km sunnan bæjarins.
Þar er að finna þorp mismunandi ættkvísla indíána.
Lawton
er landbúnaðarmiðstöð í suðvesturfylkinu.
Fort Sill hersvæðið er 6½ km norðan bæjarins. Þar eru eldflaugar og skotpallar, Old Post National Historic
Landmark (hersafn). Gröf indíánahöfðingjans
Geronimo er í indíánagrafreitnum.
Muskogee
er meðalstór iðnaðarborg og setur opinbers umboðsmanns
indíánaættkvíslanna Cherokee, Chickasaw, Choctaw, Creek og Seminole og
indíánasafns.
Okmulgee
(indíánaheiti = kraumandi vatn) er lítill bær, sem var höfuðborg
creek-indíána á árunum 1868-1907.
Indíánasafn.
Stillwater
er meðalstór borg, sem er setur Oklahomaháskóla (u.þ.b. 22.000 stúdentar).
Tahlequah
er smábær, þar sem stjórnarskrá cherokeeþjóðarinnar var
undirrituð árið 1839. Fyrrum
þinghús hennar (1867) en hýsir nú héraðsdómstólinn.
Fyrrum hæstiréttur cherokeeþjóðarinnar (1844) er nú stjórnsýslubygging.
Þjóðarfangelsi cherokee (1874) er enn þá fangelsi.
Skóli indíána er 8 km sunnan bæjarins.
Í útisafninu Tsa-La-Gi er endurbyggt indíánaþorp frá 17. öld.
Tulsa er
iðnaðar- og verzlunarborg á miðju olíusvæði.
Þar er fjöldi menntastofnana og skemmtigarður. |