Oklahoma íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
OKLAHOMA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 var íbúafjöldinn 3.245.585 og hafði fjölgað um 0,4% næstiliðinn áratug.  Meðalfjöldi íbúa á hvern ferkílómetra var 17 og mesta þéttbýlið í austurhlutanum.  Hvítir 82,1%, negrar 7,4% auk 252.089 indíána (fjölmennasta fylkið; 8%), 7.320 Víetnama, 5.193 kínverja, 4.717 Kóreumanna, 4.546 asísk/indverskra og 3.024 Filipseyinga.

Menntun og menning.  Trúboðar stofnuðu fyrsta skólann á þriðja tugi 19. aldar.  Árið 1906 fékk frumvarp um stofnun ríkisskóla fylgi og staðfestingu í stjórnarskrárkosningum 1907.  Í kringum 1990 voru grunnskólar 1.859 með 578.500 nemendur auk 29.400 í einkaskólum.  Þá voru æðri menntastofnanir 47 með 175.900 stúdenta.  Þeirra á meðal voru Oklahomaháskóli í Norman, Ríkisháskóli Oklahoma (1890) í Stillwater, Tulsaháskóli (1894) og Oral Roberts-háskólinn (1965) í Tulsa og Borgarháskólinn í Oklahoma City (1904).

Mörg söfn fylkisins sýna sögulegar minjar indíána og landnema.  Þeirra á meðal eru Thomas Gilcrease sögu- og listasafnið og Philbrook listasafnið í Tulsa, Sögufélagssafnið og Oklahoma listamiðstöðin í Oklahoma City,  Cherokee sögufélagssafnið í Tahlequah, Listasafn Oklahomaháskóla í Norman, Stonewall vísinda- og sögusafnið, Tom Mix-safnið í Dewey og Frægðarsafn kúreka og Vesturminjamiðstöðin í Oklahoma City.

Áhugaverðir staðir.  Chickasaw-útivistarsvæðið er vinsælt.  Sögustaðir:  Indian City USA í grennd við Anadarko, Fort Sill Military Reservation & National Historic Landmark (1869) í grennd við Lawton, Pawnee Bill Ranch nærri Wawnee, Creek-ráðhússafnið í Okmulgee, Will Rogers minnismerkið nærri Claremore og Heimili Sequoyah, þar sem minnst er frumkvöðuls stafrófs cherokee-tungumálsins í grennd við Sallisaw.

Íþróttir og afþreying.  Stöðuvötn, tjarnir og ár gefa endalaus tækifæri til útivistar, stangveiði og siglinga.  Aðstæður til gönguferða, útilegu og náttúruskoðunar eru víða, s.s. á Chickasaw útivistarsvæðinu, við Texoma-vatn, uppi í Wichita-fjöllum og á Salt-sléttu dýraverndarsvæðinu.  Dýraveiðar og útreiðar eru vinsæl afþreying.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM