Oklahoma land og náttúra Bandaríkin,


LAND og NÁTTÚRA
OKLAHOMA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Heildarflatarmál fylkisins er  181.049 ferkílómetrar (20. í stærðarröð BNA).  Sambandsstjórnin á 2% landsins.  Það er nokkurn vegir ferhyrnt í laginu með mjóa ræmu til norðvesturs, 370 km frá norðri til suðurs og 750 km frá austri til vesturs.  Hæð yfir sjó er á bilinu 88 m meðfram Litluá í suðausturhlutanum til 1.516 m á Black Mesa í norðvesturhorninu.  Meðalhæð yfir sjó er 396 m.

Landslag fylkisins er fjölbreytilegt og því er skipt í sex landfræðilegar einingar:  Slétturnar miklu, Osage-slétturnar, Ozark-hásléttuna, Arkansas-dalinn, Ouachita-fjöll og Vesturstrandarsléttuna.  Slétturnar miklu ná að mestu aðeins yfir mjóu norðvestur landræmuna.  Þar er landið að mestu flatlent en nær allt að 914 m hæð yfir sjó frá austri til vesturs.  Osage-slétturnar ná yfir tvo þriðjunga fylkisins í miðhlutanum.  Þær eru öldóttar og þar rísa Wichita- og Arbuckle-fjöll hæst í suðvesturhlutanum og Gypsum-hæðir í vesturhlutanum.  Berggrunnurinn er víðast sand- og flögusteinn, sem hefur myndað rauðleitan og sæmilega frjósaman jarðveg.  Ozark-hásléttan er í norðausturhorni fylkisins.  Hún er hæðóttari en aðrar sléttur.  Árnar hafa grafið djúpa dali í kalksteininn og víða þverhnípi á mörkunum við slétturnar neðar.  Sunnan Ozark er Arkansas-dalurinn og nærliggjandi sléttur.  Þarna er jarðvegur frjósamur og mest um landbúnað.  Ouzchita-fjöllin í suðausturhlutanum eru skorin mjóum dölum.  Í suðausturhorni fylkisins, meðfram Rauðá er tiltölulega flatlend Vesturstrandarsléttan með frjósömum og sendnum jarðvegi.

Helztu árnar eru:  Arkansas og þverár (Cimarron, Neosho, North Canadian og Canadian) og Rauðá og aðalþveráin Washita.  Náttúruleg stöðuvötn eru smá en handan fjölda stíflumannvirkja hafa myndazt rúmlega 200 lón, sum þeirra mjög stór (Eufaula-lón, Texoma-lón, Cherokee-lón, OOlogah-lón, Keystone-lón og Gibson-lónin).

Loftslagið er margbreytilegt, allt frá röku jaðartrópísku í suðausturhlutanum til hálfþurrs meginlandsloftslags í vesturhlutanum.  Dægur- og árstíðasveiflur hita eru miklar og einkennandi.  Sumrin eru alls staðar heit.  Vetur eru oft mildir en stundum eru vetrarhörkur miklar og óvæntar.  Meðalárshiti er á bilinu 13,9°C í vesturhlutanum til 18,9°C í suðausturhlutanum.  Lægsta skráð hitastig er -32,9¨c (1930) og hið hæsta 48,9°C (1943).  Fárviðri eru fremur tíð.  Hvirfilvindar eru hvergi tíðari annars staðar í BNA.

Flóra og fána.  Skóglendi þekur u.þ.b. 16% landsins (fura, valhneta, pecan, hikkorí, álmur, askur, nokkrar eikartegundir og einir).

Villtar dýrategundir skiptast nokkuð milli landsvæða.  Í skóglendi eru m.a. dádýr, otrar, þvottabirnir, minkur og íkornar og á graslendi eru kanínur, sléttuhundar, sléttuúlfar og jarðíkornar.  Fuglalífið er fjölbreytilegt (engilævirki, hermikráka, rauðbrystingur, bláskjór, kardináli, kráka og spörfuglar.  Mikill fjöldi andategunda heldur sig á Stóru saltsléttunum í norðurhlutanum.

Auðlindir, framleiðsla, iðnaður.  Sjö present þjóðarframleiðslunnar byggjast á námugreftri og fylkið er í fararbroddi í málmframleiðslu.  Olía og gas vega u.þ.b. 95% af verðmæti auðlinda í jörðu.  Talsvert er unnið af gipsi.  Oklahoma er eina fylkið, sem framleiðir joð.  Önnur verðmæt jarðefni eru kol, hágæðagranít, kalksteinn, leir og trípólí.

Landbúnaður stendur undir 4% af vergri þjóðarframleiðslu.  Mest áherzla er lögð á ræktun nautgripa (kjötframleiðsla).  Mest er ræktað af hveiti, heyi, baðmull, jarðhnetum, sorghum, sojabaunum, pekanhnetum, maís og grænmeti.

Nýting skóga er fremur lítil og gefur lítið í aðra hönd.  Helzt er lögð áherzla á nýtingu og endurplöntun furu, gúmmítrjáa, eikartegunda, baðmullartrjáa, pekantrjáa og valhnetu.

Iðnframleiðslan stendur undir 14% þjóðarframleiðslunnar.  Helztu framleiðsluvörur eru vélbúnaður til iðnaðar, samgöngutæki, málmvörur, rafeindatæki, olíuvörur og matvæli.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM