Jóhannesarborg Suđur Afríka,
Flag of South Africa

SAGAN 1 SAGAN 2 SAGAN 3 Meira

JÓHANNESARBORG
SUĐUR AFRÍKA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Jóhannesarborg er í Gauteng-hérađi.  Hún er helzta iđnađar- og fjármálamiđstöđ landsins.  Hún er ein hinna yngstu meginborga heimsins, ţví hún var ekki stofnuđ fyrr en áriđ 1886, samtímis gullfundum í landinu.  Upprunalega tilheyrđi hún Transvaal, sjálfstćđu lýđveldi Bóa, sem síđar varđ eitt hinna fjögurra hérađa landsins.  Nú er borgin í Gauteng (úr sotho-máli = gullsvćđi), einu níu hérađa landsins.  Útlit borgarinnar ber glöggt vitni nćstum aldarlangs ađskilnađar kynţátta sem náđi hámarki á árunum t1948-94.  Mismunurnn sést bezt á glansandi glerhöllum og örgustu fáćkrahverfum.

Borgin er uppi á Witwatersrand, klettadrögum og vatnaskilum milli Atlantshafs og Indlandshafa á grösugri Highveld-hásléttunni, sem nćr yfir miđbik landsins.  Hćđ hennar yfir sjó er á bilinu 1740-1810 m.  Almennt er skortur á vatni í borginni, ţrátt fyrir nokkra lćki og manngerđ vötn.  Lega borgarinnar réđst af gullfundunum á ţessu svćđi og óx á jađri stćrsta klettadragsins í Witwatersrand, ţar sem gullćđar fundust í kísil-kvartslögum neđanjarđar á mörg hundruđ kílómetra löngum boga undir Highveld.  Flestum gullnámunum var lokađ á áttunda áratugi 20. aldar.  Ţćr stóđu undir rúmlega 40% af gullframleiđslu heimsins.  Leifar og minjar ţessarar gullaldar eru víđa ađ sjá, s.s. alls konar tćki og tól, risastórir haugar af grjóti og jarđvegi úr námunum og lundir ástralskra blágúmmítrjáa, sem voru flutt inn til styrkingar námuganganna.

SUĐUR-AFRÍKA

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM