Miðbaugsgínea
er ríki á vesturströnd Afríku, 28.051 km² að flatarmáli.
Það nær yfir Río Muni (Mbini) á meginlandinu og fimm eyjar:
Bioko (Fernando Po), Corisco, Stóru-Elobey (Elobey Grande),
Litlu-Elobey (Elobey Chico) og Annobón.
Höfuðborgin er Malabo á Bioko-eyju og Bata er stjórnsýslumiðstöðin
á meginlandinu.
Meginlandshlutinn
er u.þ.b. ferhyrningslagaður og 26.017 km² flatarmáli.
Norðan hans er Kamerún og Gabon fyrir austan og sunnan.
Annabón er eldfjallaeyja, tæplega 18 km², sunnan miðbaugs og suðvestur
af Bioko. Margt hrjáir íbúa
þess lands, s.s. hrepparígur, landfræðileg einangrun, viðkvæmt
efnahagslíf og skortur á faglærðu fólki, sem er sumpart arfleifð frá
nýlendutímanum. Landið var
fyrrum nýlenda Spánar og hét þá Spænska-Gínea.
Það fékk sjálfstæði 12. október 1968. |