Biokoeyja er á
Biafraflóa (Gíneuflóa), u.þ.b. 100 km frá strönd Suður-Nígeríu og 160 km
norðvestan Miðbaugsgíniu. Eyjan fékk nafn sitt frá fyrsta forseta
landsins 1973 en Bioko festist í munni eyjaskeggja sjálfra eftir að
forsetinn var hrakinn frá völdum 1979. Eyjan er eldvirk og ílöng frá
norðri til suðurs, sæbrött og 2017 km² að flatarmáli. Hæsti staður
hennar er Tindur heilagrar Ísabellu (3008m). Höfuðborg
Miðbaugsgíneu og aðalhafnarborg landsins er í grennd við
eldgíg, sem sjórinn hefur eytt að hluta.
Portúgalski landkönnuðurinn Fernão do Pó kom líklega fyrstur auga á
eyjuna árið 1472. Upprunalegt nafn hennar er Formosa (Fagurey).
Spánverjar gerðu tilkall til hennar eftir 1778, þótt fyrstu tilraunir
þeirra til yfirtöku yrðu ekki fyrr en árið 1858. Um skamman tíma
(1827-34) notuðu Bretar eyjuna sem miðstöð baráttunnar gegn
þrælasölum. Upprunalegir íbúar eyjarinnar eru afkomendur
bantumælandi fólks frá meginlandinu. Hinir svokölluðu
Fernandinos komu síðar til sögunnar, afkomendur frelsaðra þræla og
sumpart blandaðir landnemum frá Brezku-Vestur-Afríku. Báðir
þessir hópar hafa orðið að láta undan síga fyrir flóðbylgju
fangfólksins frá meginlandinu, sem hefur sölsað undir sig hvert
embættið á fætur öðru á eyjunni.
Fyrrum bjó fjöldi nígerískra farandverkamanna, sem unnu á
plantekrunum, á eyjunni. Þeir snéru flestir heim, þegar
ríkisstjórn Miðbaugsgíneu samþykkti kúgunarlög gegn
þeim um miðjan áttunda áratug 20. aldar. Bioko var meðal
fyrstu svæða á Afríku, þar sem kakó var ræktað. Timbur og kaffi
eru aðrar mikilvægar útflutningsvörur. Áætlaður íbúafjöldi 1983
var rúmlega 57 þúsund. |