Malabo Miðbaugsgínea,
Flag of Equatorial Guinea


MALABO
MIÐBAUGSGÍNEA

.

.

Utanríkisrnt.

Malabo, höfuðborg Miðbaugsgíneu, á norðurenda Biokoeyju (fyrrum Fernando Po), hét Santa Isabel til 1973.  Hún stendur á brún sokkins eldgígs.  Meðalárshiti þar er 25°C og ársúrkoma 1900 mm og loftslagið er óvíða þungbærara á þessum slóðum.  Malabo er aðalmiðstöð viðskipta og fjármála í landinu.  Höfnin er nægilega stór til að anna nokkrum skipum í einu.  Aðalútflutningurinn er kakó- og kaffibaunir og timbur.  Um millilandaflugvöllin er flogið til Bata á meginlandinu og landa Vestur-Afríku.  Margir íbúar borgarinnar af evrópskum uppruna fluttust brott eftir óeirðirnar árið 1969 og síðar, eftir að nígeríska farandverkafólkið snéri aftur heim um miðjan áttunda áratuginn.  Áætlaður íbúafjöldi 1982 var tæplega 32 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM