Máritanía
er ríki í Norðvestur-Afríku, 1.030.700 km² að flatarmáli.
Það er nokkurn vegin ferhyrningslagað, u.þ.b. 1500 km frá norðri
til suðurs og 1120 km frá austri til vesturs.
Vestur-Sahara er í norðvestri, Alsír í norðaustri, Mali í
austri og suðaustri og Senegal í suðvestri.
Atlantshafsströndin milli ósa Senegalárinnar og Hvíthöfðaskagans
í norðri er u.þ.b. 720 km löng. Höfuðborg
landsins er Nouakchott. Máritanía
myndar landfræðileg tengsl milli Maghrib-svæðisins (Marokkó, Alsír
og Túnis) og Senegal í Vestur-Afríku.
Menningarlega
myndar landið landamæri milli araba/berba í Norður-Afríku og
svæðanna sunnan hádegisbaugs, sem arabar kalla „bilad as-sudan” (land hinna svörtu).
Stór hluti Máritaníu nær yfir vesturhluta Sahara eyðimerkurinnar
og stór hluti íbúanna eru hirðingjar.
Auðæfi í jörðu felast aðallega í járngrýti, kopar og gipsi. Fyrrum stjórnuðu Frakkar landinu, sem fékk sjálfstæði
28. nóvember 1960. Samkvæmt
stjórnarskránni er islam ríkistrú en að öðru leyti á að ríkja trúfrelsi.
Arabíska er þjóðtungan og franska annað tungumál. |