Líbýa
er ríki í Norður-Afríku, 1.757.000 km² að flatarmáli og mestur
hluti þess er í Sahara eyðimörkinni.
Norðan þess er Miðjarðarhafið, Egyptaland í austri, Súdan í
suðaustri, Níger og Chad í suðri og Túnis og Alsír í vestri.
Íbúarnir búa með ströndum fram, þar sem hin opinbera höfuðborg
Trípólí er ásamt Banghazi, sem er stjórnsýslumiðstöð landsins.
Áður
en olía fannst á sjötta áratugi 20. aldar var landið fátækt
og framtíðarhorfur ekki góðar, einkum vegna loftslagsáhrifa frá eyðimörkinni.
Íbúarnir byggðu afkomu sína næstum alveg á erlendri aðstoð
og innflutningi nauðsynja. Olían
breytti þessu ástandi og landið var fljótlega meðal ríkustu þjóða
í Mið-Austurlöndum og
Afríku.
Ríkið
stjórnar efnahagsmálunum og hefur lagt fé í þróun landbúnaðar og iðnaðar.
Félagsleg þjónusta er m.a. fólgin í menntun og heilsugæzlu. |