Banghazi Líbýa,
Flag of Libya


BANGHAZI
LÍBÝA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

LYCYR022BWBanghazi er stór hafnarborg við Sidraflóa í Norðaustur-Líbýu.  Þarna stofnuðu Grikkir frá Cyrenaica borgina Euesperides.  Egypzki faraóinn Ptolemíus III kallaði hana Berenice til heiðurs konu sinni.  Eftir 3. öld tók hún við af Kýrenu og Barce sem aðalmiðstöð trúarinnar en svo minnkaði vegur hennar þar til Ítalar lögðu landið undir sig 1912 og réðu því til 1940.  Í síðair heimsstyrjöldinni varð Banghazi illa úti og eftir að hún hafði verið undir yfirráðum fimm herraþjóða lögðu Bretar hana undir sig í nóvember 1942.

Banghazi er næststærsta borg landsins og miðstöð stjórnsýslu, viðskipta og menntunar.  Þar eru nokkrar stjórnsýslubyggingar og Gar Younis-háskólans (1955).  Þarna er stunduð saltvinnsla, olíuhreinsun, litun, bruggun, fiskveiðar og vinnsla og framleiðsla matvæla og sements.  Einhver stærsta sjóeimingarstöð heims sér borgarbúum fyrir neyzluvatni.  Benina-millilandaflugvöllurinn er 32 km austan borgarinnar.  Borgin er í vegasambandi við aðrar innlendar borgir og bæi við Miðjarðarhafið.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1988 var rúmlega 446 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM