Moskva VI Rússland,
Flag of Russia

MOSKVA I
MOSKVA II
MOSKVA IIIl
MOSKVA IV
MOSKVA V Mynd: Grafhýsi Leníns

MOSKVA VI
RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samgöngur
Járnbrautir
.  Rússar eru mjög háðir járnbrautunum og aðalmiðstöð þeirra er í Moskvu.  Aðallleiðirnar geisla út frá borginni í allar áttir.  Fyrsta brautin var lögð milli Moskvu og Pétursbörgar árið 1851.  Aðrar brautir liggja til Savyolovo, Yaroslav, Vladivostok, Nichny-Novgorod, Kirov, Kazan, Ryazan, Pavelets, Kákasus, Kursk, Kiev, Smolensk, Minsk, Varsjár, Berlínar, Riga.  Hringbrautin umhverfis Moskvu er í 40-60 km frá borginni.

Vatnaleiðir.  Hafnir borgarinnar er allstórar en skurðirnir leyfa aðeins umferð smærri skipa.  Moskvuskurðurinn, sem var grafinn á árunum 1932-37, er nógu stór fyrir hafskip.  Hann liggur frá Moskvu í norðurátt, upp með ánni, til Khimki og Ucha-lónanna og áfram gegnum Klin-Dmitroy-hrygginn og til Volgu við Ivankovo.  Hinir mörgu skurðir Volgu opna leiðina frá öllu hafsvæðinu í Evrópuhlutanum til Moskvu.   Hafnirnar eru þrjár, aðallega fyrir frakt en farþegaflutningar fara um tvær umferðarmiðstöðvar.

Flug.  Moskva er aðalmiðstöð flugsamgangna og farþegafjöldi er vaxandi.  Fjórir flugvellir eru starfræktir á Moskvusvæðinu.  Sheremetyevo-2, norðan borgarinnar, er helzti flugvöllurinn fyrir millilandaflug og þaðan er flogið til flestra aðalborga Evrópu og til Havana, New York, Montreal, Tókíó o.fl.  Sheremetyevo-1 er að mestu innanlandsvöllur eins og Vnukovo, 25 km suðvestan borgarinnar og Domodedovo, 46 km sunnan borgar.

Samgöngur innan borgar.  Í Moskvu eru tiltölulega fáir einkabílar, ef miðað er við stórborgir heimsins.  Fjöldi þeirra hefur vaxið mikið eftir hrun kommúnismans og vex enn.  Ríkið á stóran bílaflota af öllum stærðum og gerðum.  Íbúarnir og margir gestir borgarinnar reiða sig á almenningssamgöngur, sem eru að flestu leyti góðar.

Neðanjarðarlestir eru hvað mikilvægastar.  Lagning þeirra hófst árið 1935 og biðstöðvar þeirra eru heimskunnar vegna byggingarstíls og íburðar.  Þær eru skreyttar Marmara, steindu gleri, höggmyndum og ljósakrónum.  Lestirnar renna oftast inn á stöðvarnar með þriggja mínútna millibili en þéttar á mesta annatíma.  Kerfið er byggt upp á svipaðan hátt og gatnakerfið og tengist með einni hringbindingu.  Netið teygist út í öll hverfi borgarinnar en langt er á milli biðstöðva, þannig að nauðsynlegt getur verið að nota strætisvagna og sporvatna jafnframt til að komast sem næst áfangastað. Sporvagnaleiðum fækkar vegna aukinnar umferðar og óhagræðis við fastar leiðir og strætisvagnar taka við.  Samgöngunet borgarinnar er allþétt en tafir hafa orðið á tengingum nýrra hverfa.  Fargjöld með öllum samgöngutækunum í borginni eru mjög lág, hvort sem ferðast er stuttan spöl eða lengri vegalendir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM