Moskva IV Rússland,
Flag of Russia

Mynd: Rauða torgið.

MOSKVA I MOSKVA II MOSKVA lll MOSKVA V

MOSKVA IV
RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Menningarlífið og íbúarnir.  Meðal fjölda leikhúsa borgarinnar er Bolshoileikhúsið við Leikhústorg.  Það var stofnað árið 1825 en húsið, sem það er í (fyrrum Sverdlov) var byggt árið 1856.  Litla leikhúsið (Maly) er líka við torgið.  Helzta dramaleikhúsið, Listaleikhús Moskvu, var stofnað 1898 (Konstantin Stanislavsky, leikari, leikstjóri, framleiðandi og Vladimir Nemirovich-Danchenko höfundur, framleiðandi).  Á fyrstu árum þess var það þekkt fyrir leikrit Anton Chekov.  Meðal annarra þekkra leikhúsa er Brúðuleikhús ríkisins og Ríkisfjölleikahúsið, sem fékk nýtt húsnæði árið 1971 á Leninhæðum.  Leikhópar frá þessum leikhúsum flytja oft ýmis verk erlendis.  Tchaikovsky-tónleikahöllin er meðal nokkurra slíkra í borginni.  Synfóníuhljómsveit ríkisins, ýmsir kórar og flytjendur þjóðlagatónlistar hafa áunnið sér viðurkenningu á alþjóðavettvangi. 

Kvikmyndir
eru vinsæl afþreying í Moskvu og þar starfa margir klúbbar og menningarstofnanir á því sviði.  Október- og Rossiya-kvikmyndahúsin eru hin stærstu í landinu.  Nokkur fyrirtæki í borginni framleiða kvikmyndir.  Sjónvarps- og útvarpsstöðvar, sem ná til alls landsins, eiga sér líka höfuðstöðvar í borginni. 

Söfn.  Mörg safna borgarinnar eru þekkt um allan heim.  Pushkin ríkislistasafnið og Tretyakov galleríið eru einna kunnust.  Hið síðarnefnda byrjaði sem einkasafn Pavel Tretyakov árið 1856 og á frábært safn helgimynda, sumar eftir Andrey Rublyov.  Vopnasafnið í Kreml, Ríkissögusafnið við Rauða torgið og Leninsafnið við Byltingartorgið eru heimsóknar virði.

Helgidómar.  Eftir byltinguna 1917 var mörgum kirkjum og öðrum helgistöðum lokað eða breytt í söfn og sumir voru jafnaðir við jörðu.  Engu að síður héldu margir þeirra uppi óbreyttri starfsemi eins og rétttrúnaðarkirkjur, aðrar kirkjur kristinna, guðshús gyðinga og moskur múslima.  Á upphafsdögum glasnost í lok níunda áratugarins losnaði um trúarbragðahöftin og hafizt var handa við endurnýjun ýmissa helgidóma borgarinnar.  Patríarki rétttrúnaðarkirkjunnar situr í Moskvu.

Íþjóttir.  Aðalíþróttamannvirki borgarinnar í Luzhniki-garðinum voru aðalvettvangur Ólympíuleikanna árið 1980.  Leninleikvangurinn tekur 103.000 manns í sæti.  Við hlið hans er sundlaug og íþróttahöllin.  Þarna er fjöldi annarra leikvanga og sundlauga, þ.á.m. upphituð útilaug, sem er notuð allt árið.  Einnig er að finna fjölda knattspyrnuvalla, íþróttaskóla, veggbolta- og körfuboltavalla.  Flest þessara íþróttamannvirkja eru tengd einstökum vinnustöðum eða íþróttafélögum.

Afþreyingarsvæði.  Utan Garðahringsins eru margir skemmtigarðar og opin svæði.  Gorky menningargarðurinn á hægri bakka Moskvuárinnar er næstur miðborginni og er mjög vinsæll.  Izmavlovsky-garðurinn í austurborginni er u.þ.b. 1200 ha.  Í norðausturhlutanum er Sokolniki-garðurinn, sem tengist stóru skóglendi.  Norðan borgarinnar er Grasagarður Vísindaakademíunnar, einn nokkurra slíkra, og landareign Timiryazev landbúnaðarakademíunnar.  Bittsevsky-garðruinn við Hringveginn sunnan borgarmiðjunnar er allstór.  Dýragarðurinn vestan borgarinnar, sem er í fremstu röð í heiminum, er mjög vinsæll.

Íbúar Moskvu eru langflestir Rússar.  Minnihlutahópar gyðinga, Úkraínumanna, Hvítrússa og tatara eru mest áberandi.  Moskva er heimsborg og vegfarendur eru af ótrúlegum fjölda þjóðerna.  Margir eldri íbúa borgarinnar hafa lifað af hreinsanir Stalíns og hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar (2002).  Moskvubúar hafa engin séreinkenni en sumir þeirra eru á varðbergi í umgengni við ókunnuga.  Í sumarbyrjun losna flestir við þennan ham, þegar þeir leggja vetrarfötin á hilluna og verða frjálslegri í fasi.  Algengt er að sjá börn að leik í húsagörðum, fullorðna í hrókasamræðum eða við tafl á bekkjunum nærri heimilum sínum eða ungt fólk að hlusta á tónlist.

Líf borgarbúa hefur breytzt gífurlega á undanförnum áratugum.  Eftir að mikið átak í húsnæðismálum hófst síðla á sjötta áratugi 20. aldar hefur olnbogarými aukizt og fjölskyldur hafa flutzt fjær borgarmiðjunni.  Þeir, sem eru ekki atvinnulausir, eiga lengra að sækja í vinnu og flestir eyða u.þ.b. 2 klst. í ferðir á dag.  Nýju íbúðablokkirnar hafa líka rofið ævagamalt og náið lífsmunstur gömlu íbúðahverfanna, s.s. Kropotkinskava og Arbat.  Árið 1926 bjó rúmlega þriðjungur íbúanna innan Garðahringsins en árið 1967 var það hlutfall komið niður fyrir 9%.  Þéttbýli íbúa í miðborginni er samt meira en í úthverfunum enn þá.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM