Moskva II Rússland,
Flag of Russia

MOSKVA I MOSKVA lll . Frelsarakirkjan.

MOSKVA II
RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Þróun nútímaborgarinnar.
18. og 19. öld.  Pétur mikli hóf byggingu Pétursborgar við Finnlandsflóa árið 1703 og árið 1712 flutti hann hirð sína og bústað til nýju höfuðborgarinnar með guggana að vestri.  Aðalsmennirnir urðu að flytja til Pétursborgar og fjöldi kaupmanna og handiðnarmanna komu í kjölfarið.  Svolítið dró úr fólksfjölgun og byggingaframkvæmdum í Moskvu um tíma en borgin fór að rétta úr kútnum þegar á dögum Péturs mikla.  Hann efldi efnahag landsins með því að stofna til nýs iðnaðar og sjálfstæðir atvinnurekendur komu í kjölfarið.  Árið 1725 voru risnar 32 nýjar verksmiður með 5500 starfsmenn, a.m.k. 20 þeirra störfuðu í textíliðnaði og ein ríkisrekin verksmiðja framleiddi segldúk.  Á þessum tíma voru u.þ.b. 8500 handiðnaðarmenn starfandi.

Á 18. öld varð Moskva óskoruð menningarhöfuðborg landsins.  Árið 1756 var Mikhail Vasilyevich Lomonosoy ríkisháskólinn stofnaður í Moskvu, hinn fyrsti í Rússlandi.  Læknaskóli var opnaður 1786.  Eldsvoðar ollu miklum skaða árin 1737, 1748 og 1752 og margar fagrar byggingar risu í kjölfarið.  Meðal arkitektanna, sem komu þar við sögu, voru Giacomo Quarenghi, Wasily Barzhenov, Matvey Kaxakov og Vasily Stasov.  Árið 1741 var borgin umkringd rúmlega 41 km löngum varnargarði, Kamer-Kollezhsky-girðingunni, og tollur var innheimtur við 16 hlið.  Nú liggja þar götur, sem eru kallaðar „val” (virkisgarður) og staðir eins og Kaluga Zastava (Tollhliðið).  Iðnaður blómstraði og í lok 18. aldar voru u.þ.b. 300 verksmiðjur í borginni, rúmlega helmingur þeirra í vefnaðargeiranum.  Íbúafjöldinn 1811 var u.þ.b. 275 þúsund.

Árið 1812 réðist Napóleon inn í Rússland.  Eftir harða, 15 stunda orrustu 7. sept. við Borodino, lét M. I. Kutuzov, hershöfðingi rýma borgina, sem Frakkar náðu á sitt vald viku síðar.  Eldur breiddist út og eyddi u.þ.b. 70% borgarinnar.  Matar- og húsnæðisskortur og stöðugar skærur rússneska hersins gerðu herjum Napóleons ómögulegt að hafa vetursetu í borginni og 19. október hófu Frakkar hörmulegt undanhald sitt.

Árið 1813 var skipað byggingarráð fyrir borgina.  Það hófst handa við endurbygginguna og endurskipulagningu miðborgarinnar.  Meðal húsa, sem voru byggð frá grunni eða endurgbyggð, voru stóra höllin og vopnahöllin í Kreml, háskólinn, reiðskólinn (Manezh) og Bolshoi-leikhúsið.  Iðnaðurinn náði sér fljótt á strik og þróaðist alla öldina.  Árið 1837 var kauphöllin stofnuð.  Frelsi leiguliðanna 1861 og upphaf lagningar járnbrautarinnar, sem hóf ferðir til Pétursborgar 1851 gerðu vinnuaflið mun hreyfanlegra.  Fjöldi smábænda og fjölskyldna þeirra fluttist til Moskvu.  Árið 1835 var Íbúafjöldinn orðinn 336 þúsund, árið 1871 602 þúsund og árið 1897 978 þúsund.  Moskva varð að aðalmiðstöð járnbrautanna Evrópumegin í Rússlandi.  Fjöldi brautastöðvar var byggður, einkum í grennd við Kamer-Kollezhsky-girðinguna í útjaðri borgarinnar.  Utan girðingarinnar ristu margar textílverksmiðjur.  Á tíunda áratugnum hófst þungaiðnaður.  Á árunum 1897-1915 tvöfaldaðist Íbúafjöldinn á ný og varð 1.984.000.

Síðari hluti 19. aldar var tími mikillar uppbyggingar, bæði á vegum hins opinbera og einkaframtaks.  Gamla ráðhúsið (fundarstaður Gorodskaya Dúmunnar; nú Leninsafnið), Sögusafnið og Efri verzlunarraðirnar (nú GUM) eru frá þessum tíma.

Velmegun iðnjöfranna og erfið kjör verkamannanna ollu ólgu og verkföllum.  Nokkrir byltingarhópar voru virkir.  Í byltingunni 1905 urðu smáóeirðir í Moskvu og tilraun var gerð til að hertaka Nikolayev-brautarstöðina (nú Pétursborgarstöðin).  Byltingin var miskunnarlaust barin niður.  Borgarráði verkamanna og hermanna var komið á laggirnar og allt var fremur rólegt til 1917, þegar bolsévíkar hrifsuðu til sín völdin í Pétursborg 25 október (7. nóvember) en þá kom til átaka í Moskvu.  Herskólanemendur héldu uppi vörnum í Kreml um tíma en gáfust upp 3. nóvember (16. nóv.) og bolsévíkar tóku völdin.

Sovét-Moskva.  Í marz 1918 fluttist ríkisstjórnin til Moskvu, sem varð aftur höfuðborg landsins.  Staða borgarinnar var staðfest 30. desember 1922, þegar fyrsta ráðstefna bandalagsríkjanna var haldin í Bolshoi-leikhúsinu til að samþykkja lög um stofnun sambands sovézkra sósíallýðvelda.  Í byltingunni leið fólk í Moskvu og öðrum borgum Sovétríkjanna fyrir matarskort, fækkun íbúa og samdrátt í iðnaði.  Á árunum eftir byltinguna var valdajafnvægi náð og friður ríkti, þannig að endurbatinn var skjótur.  Upphaf fimmáraáætlananna hófst árið 1928 og olli framförum í iðnaði.  Vinnuaflið í borginni var undirstaða framfara í iðnaði í öðrum hlutum landsins.  Milli manntalanna árin 1926 og 1939 rúmlega tvöfaldaðist íbúafjöldi borgarinnar úr rúmlega 2 milljónum í 4,2 milljónir (innan marka borgarinnar frá 1959).  Megináherzlan var lögð á uppbyggingu iðnaðarins og skortur var á húsnæði fyrir þennan vaxandi fjölda.  Þessi þróun leiddi til þess, að húsnæðið, sem var fyrir hendi, var mjög þröngt setið.

Í síðari heimsstyrjöldinni komust Þjóðverjar að borgarhliðum Moskvu innan 40 km frá Kreml árið 1941.  Margar verksmiðjur voru rýmdar og ríkisstjórnin flúði af hólmi.  Borgin var lýst í umsátursástandi frá 20. október.  Íbúarnir, sem urðu eftir byggðu og mönnuðu frumstæð varnarvirki á meðan sprengjum rigndi yfir borgina úr lofti.  Örvæntingarfull gagnárás borgarbúa hinn 6. desember hrakti þýzka herinn fjær borginni og bjargaði henni.  Endurreisnin gekk fljótt og vel eftir stríðið og efnahagur borgarinnar náði sér á strik.  Árið 1947 héldu borgarbúar upp á 800 ára afmæli Moskvu og árið 1980 voru sumarólympíuleikarnir haldnir þar.

Stöðugur flótti úr dreifbýlinu til Moskvu eftir stríðið olli gífurlegum húsnæðisvandræðum síðla á sjötta áratugnum.  Fólksfjöldinn varð allt að 51.000 á hvern ferkílómetra innan Garðahringsins árið 1959.  Khrushchev hrinti af stað mikilli uppbyggingaráætlun.  Flest gömlu íbúðarhúsin, sum einnar hæðar og úr timbri, voru jöfnuð við jörðu og gífurlega langar og háar íbúðablokkir spruttu upp í kringum gamla miðbæinn.  Talsverðar breytingar urðu á miðbænum og nú ber háhýsi við himin.

Árið 1935 var gert viðamikið heildarskipulag fyrir borgina.  Það var endurskoðað árið 1960 og fjöldi bæja og þorpa var innlimaður og það varð mun metnaðarfyllra en hið fyrra.  Samkvæmt þessu nýja skipulagi átti að halda stækkun borgarinnar innan hringvegar í kringum hana og henni var vandlega skipt í íbúða- og iðnaðarsvæði.  Framkvæmd þessa skipulags var lykillinn að lausn umferðar- og húsnæðisvandans og á níunda áratugnum hófst skipulagning frekari byggðar utan hringvegarins.

Í ágúst 1991 reyndu harðlínumenn hallarbyltingu gegn Mikhail Gorbachev.  Þeim mistókst en nokkrum mánuðum síðar liðuðust Sovétríkin í sundur.  Moskva var áfram miðdepill atburðanna og óánægju íbúanna með tilraunir nýju ríkisstjórnarinnar til að knýja fram efnahagslegar umbætur, sem bitnuðu mjög illa á þeim.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM