Lög um atvinnuréttindi útlendinga
10. maí 2002.
Breytingar á lögum
im atvinnuréttindi útlendinga 1. maí 2006.
Lög ASÍ
Reglugerð ASÍ um allsherjaratkvæðagr.
Leiðsögunám í
Leiðsögusk. Ísl. í MK
Leiðsögunám í Ferðamálaskóla Ísl.
Leiðsögunám EHÍ
Eru skólarnir viðurkenndir? |
FÉLAG LEIÐSÖGUMANNA
FÉLAG Í RÚSTUM! -
ER SÓKN BEZTA VÖRNIN?
TILLAGA UM REGLUGERÐ ALLSHERJARAKVÆÐAGREIÐSLU 2009
Reglugerð um leynilega allsherjaratkvæðagreiðslu í Félagi
leiðsögumanna.
I. Kafli
1. gr. Allsherjaratkvæðagreiðsla skal fara fram ef:
a) einfaldur meirihluti félagsfundar samþykkir ályktun
þar um,
b) fundur félagsstjórnar og trúnaðarráðs samþykkir ályktun
þar um,
c) minnst 5% félagsmanna með aukna aðild krefst þess
skriflega,
d) greiða þarf atkvæði um kjarasamninga.
e) lög Félags leiðsögumanna mæla sérstaklega svo fyrir.
Ákvæði reglugerðar þessarar eiga eftir því sem við á, um
almenna og leynilega afgreiðslu kjarasamninga i
póstatkvæðagreiðslu sbr. og 18. gr.
II. Kafli
2. gr. Heimilt er að framkvæma
allsherjaratkvæðagreiðslu á kjörstað/kjörstöðum, með
póstatkvæðagreiðslu eða rafrænt.
3. gr. Við skyldubundna allsherjaratkvæðagreiðslu skv.
1. gr. skal kjörstjórn skipuð þremur mönnum. Félagsstjórn og
trúnaðarráð tilnefnir einn mann, en félagsfundur tvo.
Jafnmargir skulu tinefndir til vara á sama hátt.
Kjörstjórn velur sér formann.
Kjörstjórn skal bóka allar ákvarðanir sínar og niðurstöður.
Fulltrúum framboða skv. 5. gr. skal tilkynnt með hæfilegum
fyrirvara um fundi kjörstjórnar og skal þeim heimilt að
sitja fundi hennar.
4. gr. Kjörstjórn skal skipa sérstaka trúnaðarmenn,
einn eða fleiri, til þess að annast um og bera ábyrgð á
undirbúningi kosninga og til þess að vera viðstadda alla
framkvæmd kosninganna.
Trúnaðarmaður má ekki vera einn frambjóðenda, ef um
stjórnarkjör er að ræða.
5. gr. Við stjórnarkjör er fulltrúum einstakra
framboða heimilt að hafa umboðsmann sinn viðstaddan alla
framkvæmd kosninga.
6. gr. Tillögum til stjórnarkjörs þurfa að fylgja
listar meðmælenda.
7. gr.
Framboðsfrestur við stjórnarkjör skal minnst vera 7
sólarhringar, og skal listum eða tillögum skilað til
kjörstjórnar áður en sá frestur er liðinn. Kjörstjórn sér
um, að öll kjörgögn séu fyrir hendi þegar atkvæðagreiðsla
á að hefjast. Komi aðeins fram einn listi eða ekki tillaga (uppástunga)
um fleiri en kjósa á, þarf kosning ekki að fara fram.
8. gr.
Þegar framboðsfrestur er útrunninn og tillögum eða
listum hefur verið skilað eða kjarasamningur er tilbúinn til
afgreiðslu, skal kjörstjórn auglýsa
allsherjaratkvæðagreiðsluna með minnst sjö sólarhringa
fyrirvara, með auglýsingu í netblaði Félags leiðsögumanna,
uppfestum auglýsingum, auglýsingu í dagblöðum og/eða í
útvarpi eða á annan þann hátt að tryggt sé að félagsmenn
fái nægilega snemma vitneskju um atkvæðagreiðsluna.
Auglýsing frá kjörstjórn verður að tilgreina stað og stund
og hve lengi kosningin stendur dag hvern, séu atkvæði greidd
á kjörfundi, en ella hvenær kjörgögn verði póstlögð og
hvenær þau þurfi að berast kjörstjórn í síðasta lagi fari
allsherjaratkvæðagreiðsla fram í pósti eða rafrænt.
9. gr. Atkvæðagreiðsla á kjörstað (kjörfundur) skal
standa yfir a.m.k. í 2 daga, minnst 8 klst. hvorn dag og
skal þess gætt, að valinn sé sá tími dagsins er félagsmenn
eiga hægast með að sækja kjörfund.
Kjörfundi skal þó lokið, þegar allir félagsmenn hafa kosið.
10.gr. Póstatkvæðagreiðsla skal framkvæmd þannig að
kjörstjórn sendir þeim er kosningarétt eiga kjörgögn. Þau
eru:
Kjörseðill.
Umslag sem skal ómerkt eða merkt „Atkvæðaseðill” (umslag 1).
Umslag til eiginhandarundirritunar kjósanda (umslag 2).
Kjósandi sendir
umslag, þ.e. umslag með utanáskrift kjörstjórnar (umslag 3).
Auk kjörgagna skulu fylgja leiðbeiningar um framkvæmd
póstkosningar þar sem m.a. komi fram hvernig kjósandi tjáir
vilja sinn, hvernig gengið skal frá kjörseðli og hvernig
kjörgögnum skuli komið til skila. Taka skal skýrt fram fyrir
hvaða tíma kjörseðill skuli berast kjörstjórn, en miða
skal við að kjósanda berist kjörgögn í hendur svo tímanlega,
að öruggt sé, að hann geti komið kjörgögnum til
kjörstjórnar innan tímamarka. Kjörgögn skulu þó póstlögð
þannig, þegar um skyldubundna atkvæðagreiðslu skv. 1.gr. er
að ræða, að a.m.k. 14 dagar líði frá því kjörgögn eru
póstlögð og þar til þeim á að hafa verið komið í hendur
kjörstjórnar í síðasta lagi. Þá skal skýrt taka fram hvaða
atvik geti valdið ógildi kjörseðils sbr. m.a. nánari
fyrirmæli í 12. gr.
Kosning fer þannig fram, að kjósandi tjáir vilja
sinn eins og greinir í 12. gr. Að því loknu setur hann
kjörseðilinn í umslag 1, lokar því og setur í umslag 2 sem
hann áritar með eigin nafni. Hann setur umslag 2 þessu næst
í umslag 3, sendir umslagið og sér um að koma því til skila
til kjörstjórnar innan tilskilins tímafrests.
Kjörstjórn er heimilt að forprenta á bakhlið “umslags 2” sbr.
c. lið 1.mgr., nafn kjósanda, kennitölu hans og heimilisfang.
Einnig er heimilt að nota límmiða í þessu skyni. Skýrt skal
koma fram á umslaginu, að eiginhandarundirritun kjósanda
skuli vera á bakhlið þess.
Kjörgögn sem kjósendur póstleggja til kjörstjórnar teljast
afhent kjörstjórn ef þau eru tilbúin til afhendingar á
póststöð (kjörstjórnar) í síðasta lagi við lokun póststöðvar
sama dag og kosningu líkur skv. 3. mgr. Kjósendum eða
umboðsmönnum þeirra er heimilt að koma kjörgögnum sjálfir í
hendur kjörstjórnar eða trúnaðarmanns kjörstjórnar með
afhendingu þeirra á kjörstað.
11. gr. Rafræn atkvæðagreiðsla skal framkvæmd þannig
að kjörstjórn sendir þeim er kosningarétt eiga kjörgögn, en
þau eru aðgangslykill að rafrænum kjörseðli.
Auk kjörgagna skulu fylgja leiðbeiningar um framkvæmd
rafrænnar kosningar þar sem m.a. komi fram hvernig kjósandi
tjáir vilja sinn og hvernig atkvæði hans komist til skila.
Taka skal skýrt fram fyrir hvaða tíma atkvæði skuli berast
kjörstjórn, en miða skal við að kjósanda berist í hendur
kjörgögn svo tímanlega, að öruggt sé, að hann geti greitt
atkvæði sitt innan tímamarka. Kjörgögn skulu þó póstlögð
þannig að a.m.k. 14. dagar líði frá því kjörgögn eru
póstlögð og þar til þeim á að hafa verið komið í hendur
kjörstjórnar í síðasta lagi.
Samhliða rafrænni kosningu skal kjósendum ætíð
gert mögulegt að fá aðgang að viðeigandi tölvubúnaði á
kjörstað og skal í því efni farið að ákvæðum 15. gr.
reglugerðar þessarar.
Þess skal gætt í hvívetna, að ekki sé hægt að rekja greidd
atkvæði til tiltekins eða tiltekinna kjósenda og skal þess
skal gætt að rafræn atkvæði séu ekki sett í sameiginlegt
safn til talningar fyrr en kosningu er lokið.
Komi í ljós við atkvæðagreiðslu, að kjósandi hafi þegar nýtt
kosningarétt sinn, annað hvort rafrænt eða á kjörstað,
gildir það atkvæði, sem síðast hefur verið greitt
Verklagsreglur og útbúnaður hér að lútandi skal samþykktur
af kjörstjórn hverju sinni.
12. gr. Atkvæðagreiðsla skal vera persónubundin eða
bundin kjarasamningi, sem í hlut á.
Kjósandi tjáir vilja sinn með því að krossa við þá
einstaklinga, er hann vill kjósa. Þó skal kjósandi aldrei
krossa við fleiri nöfn einstaklinga en kjósa skal í hvert
embætti.
Frambjóðendum til hvers embættis skal raðað í stafrófsröð.
Kjósandi tjáir þá vilja sinn með því að krossa við þá
einstaklinga, er hann vill kjósa. Þó skal kjósandi aldrei
krossa við fleiri nöfn einstaklinga en kjósa skal í hvert
embætti.
Riti kjósandi ekki nafn sitt eiginhendi á sendiumslag
kjörgagna sbr. 10. gr. telst kjörseðill ekki gildur og skulu
slík umslög ekki opnuð.
13. gr. Allir skuldlausir félagsmenn um síðustu áramót
með aukna aðild njóta atkvæðisréttar.
Eftir að atkvæðagreiðsla hefur verið auglýst, má ekki
veita nýjum félagsmönnum viðtöku í félagið með
atkvæðisrétti, en þeir sem skulda geta öðlast
atkvæðisrétt, ef þeir greiða skuld sína áður en
atkvæðagreiðsla hefst. Þá er aukafélögum heimilt að
gerast fullgildir félagar á sama tímabili, enda uppfylli
þeir að öðru leyti inntökuskilyrði félagsins.
14. gr. Kjörstjórn skal sjá um, að kjörskrá ásamt
lista yfir þá félagsmenn, sem ekki eru á kjörskrá vegna
skulda, sé tilbúin, þegar atkvæðagreiðsla er auglýst, og
skal hvoru tveggja liggja frammi á einhverjum þeim stað, er
félagsmenn hafa greiðan aðgang að frá þeim tíma og þar til
atkvæðagreiðslu er lokið.
Meðmælendur hverrar tillögu (uppástungu) eiga rétt til að
fá sameiginlega eitt afrit af kjörskrá ásamt skuldalista, um
leið og atkvæðagreiðsla er auglýst.
Óheimilt er að afrita kjörskrá og/eða dreifa með nokkrum
hætti.
Allar kærur vegnakjörskrár skal kjörstjórn
úrskurða að viðstöddum fulltrúum eða umboðsmönnum
framboðslista eða frambjóðenda í einstaklingskjöri
jafnskjótt og þær koma fram. Kærufrestur er þrjátíu dagar
frá lokum kjörfundar.
15. gr. Kjörstaður skal vera starfsstöð eða
aðsetur Félags leiðsögumanna, nema kjörstjórn ákveði annað.
Óheimilt er að viðhafa nokkurn kosningaáróður á kjörstað eða
við hann.
16. gr.
Fyrir upphaf kjörfundar eða útsendingu kjörgagna innsiglar
kjörstjórn kjörkassa með viðeigandi hætti og rífur sjálf þau
innsigli við upphaf talningar atkvæða.
17. gr. Kjörstjórn sér um talningu atkvæða að
kjörfundi loknum. Umboðsmenn hverrar tillögu (uppástungu)
skulu hafa rétt til að hafa fulltrúa sinn við talningu
atkvæða.
Auðir seðlar og ógildir teljast með greiddum atkvæðum, en
við talningu atkvæða skulu auð og ógild atkvæði lögð til
hliðar og ekki tekið tillit til þeirra við útreikning á vægi
atkvæða.
Upplýst skal um fjölda auðra og ógildra atkvæða þegar
niðurstaða atkvæðagreiðslu er kynnt.
III. Kafli. Almenn alsherjaratkvæðagreiðsla um
kjarasamning
18.gr. Við afgreiðslu kjarasamnings, telst “almenn
leynileg póstatkvæðagreiðsla” í skilningi 3.mgr. 5.gr. l.
80/1938 vera atkvæðagreiðsla framkvæmd í samræmi við ákvæði
10.gr. reglugerðar þessarar. Þó er heimilt að haga slíkri
atkvæðagreiðslu þannig að við frumsendingu kjörgagna sé
farið að reglum 11.gr. um rafræna atkvæðagreiðslu en
kjósendum gert heimilt og mögulegt í tíma að fá send
kjörgögn, sem útbúin skulu í samræmi við ákvæði 10.gr.
IV. Kafli. Önnur ákvæði.
19. gr. Lausn ágreiningsmála.
Rísiágreiningur út af skilningi á reglugerð þessari, skal
hann borinn undir trúnaðarráð og félagsfund.
20.gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt 23. grein laga
Félags leiðsögumanna.
Þannig samþykkt með áorðnum breytingumá framhaldsaðalfundi
Félags leiðsögumanna __ apríl 2009.
. |
.
Félag leiðsögumanna
Félag leiðsögumanna á vefsetrinu nat.is
Leiðsögumaður
(tourist guide) -
fararstjóri (tour manager)
Ferðaheimur
Lög FFL 2007 |