Félag leiđsögumanna Fagfélag,


SPURNINGAR TIL MENNTAMÁLARÁĐUNEYTIS
.

.


Ferđaheimur

Spurt var 27. ágúst 2006:
Leiđsöguskóli Íslands er rekinn innan Menntaskólans í Kópavogi.  Ferđamálaskóli Íslands, Bíldshöfđa 18, 110 Rvík, hefur einnig bođiđ leiđsögumenntun undanfarin ár.

Fyrrnefndi skólinn er sagđur fara eftir námsskrá menntamálaráđuneytisins en hinn síđarnefndi er sagđur styđjast viđ hana.

Hefur annarhvor eđa báđir skólarnir sérstaka viđurkenningu menntamála-ráđuneytisins til ađ mennta fólk á ţessu sviđi?

Hefur menntamálaráđuneytiđ eftirlit međ framkvćmd námsskrár leiđsögumenntunar í ţessum skólum?

Hver yrđu viđbrögđ menntamálaráđuneytisins viđ velrökstuddri og undirbúinni tillögu um flutning Leiđsöguskóla Íslands til Háskóla Íslands eđa annars háskóla?

Međ fyrirframţökkum fyrir skjót svör,

Friđrik Haraldsson
Hverafold 48, 112 Rvík,
Sími og fax: 567-6242 og 897-1233
info@nat.is


Svarađ var 6. september 2006:

Leiđsöguskóli Íslands er hluti af námsframbođi  Menntaskólans í Kópavogi og starfrćktur samkvćmt skólasamningi ţess skóla viđ menntamálaráđuneytiđ.

Ferđamálaskóli Íslands er einkaskóli sem starfar á eigin forsendum. Hann hefur ekki sótt um viđurkenningu til ráđuneytisins og ţar af leiđandi ekki viđurkenndur af ţví. Slíkt á viđ um marga einkaskóla á framhaldsskólastigi. Umsókn um viđurkenningu er ákvörđun hvers einkaskóla svo skortur á viđurkenningu ţarf ekki ađ segja neitt um gćđi skólastarfsins.

Skólahald í Menntaskólanum í Kópavogi lýtur ţví eftirliti sem lög um framhaldsskóla kveđa á um ađ ráđuneytiđ hafi međ framhaldsskólum er starfa eftir ţeim lögum. Ráđuneytiđ fylgist ekki međ starfi Ferđamálaskóla Íslands.

Flutningur Leiđsöguskóla Íslands á háskólastig er ekki á döfinni og afstađa ráđuneytisins til slíks flutnings liggur ţví ekki fyrir.

Ţórir Ólafsson sérfrćđingur / Adviser / Konsulent
Skrifstofa menntamála / Department of Education /
Afdeling for uddannelse
Menntamálaráđuneyti / Ministry of Education,
Science and Culture / Ministeriet for
Undervisning, Forskning og Kultur
Sölvhólsgötu 4, IS-150 Reykjavík
Sími/Tel. (+354) 545 9500, fax (+354) 562 3068
menntamalaraduneyti.is

Tilvísun í mál: MMR06080415


.

TIL BAKA             Friđrik Haraldsson, Hverafold 48, 112 Rvík, 567-6242 / 897-1233 - info@nat.is             HEIM