Stokkhólmur Svíþjóð,
Sweden: Flag

SKOÐUNARVERT UMHVERFI STOKKHÓLMS   MEIRA

STOKKHÓLMUR
SVÍÞJÓÐ

.

.

Utanríkisrnt.

 

Expedia.com 

View of Gamla Stan with Riddarholmskyrkan. Stockholm, SwedenStokkhólmur er höfuðborg og konunssetur.  Hún er við Utfall Mälarvatns í Eystrasaltið.  Þar er alllangur skerjafjörður, sem ljær borginni umhverfisfegurð ásamt skóglendi og vatnasvæðinu í kring. Borgin er líka setur biskups, háskóla og fjölda annarra skóla, s.s. vísindaakademíu og Nóbelstofnunar.  Iðnaður er talsverður og byggist einkum á málmi, vélum, vefnaði og neyzluvörum. Hafizt var handa við gerð neðanjarðarbrautar árið 1930 og kraftur settur í verkið eftir 1945, þannig að hún tengir nú miðbæinn við fjölda úthverfa.

Upphaflega stóð bærinn á eyjunni Staden, Helgolandhólma og Riddarahólma.  Birger jarl lét víggirða hann árið 1252 til að verja íbúana gegn stöðugum árásum, einkum frá sjó.  Þarna stendur enn þá gamli bæjarhlutinn, Gamla Staden.  Byggðin teygði sig fyrst yfir á norður- og suðurstrendur fjarðarins.  Blómatími borgarinnar hófst á 17. öld, þegar hún varö miðja hins stóra sænska ríkis.  Á 18. og 19. öldum eyddu margir brunar timburhúsunum, þannig að núna standa næstum eingöngu steinhús, sem bera yfirbragð gamallar, norrænnar byggingarlistar og nútímans.  Nýja borgarmiðjan, sem byggð var eftir 1950 við Höxtorg og Sergeistorg sýnir glögglega sænskan byggingarstíl nútímans.

Helgelandsholmen er ein hinna þriggja eyja, sem byggðust fyrst, er beint út af gamla miðbænum og tengd með Norrbro.  Austanvert er litli skemmtigarðurinn Strömparterren með sumarveitingastað en vestanvert er fyrrum þinghúsið (endurreisnarstíll frá 1898-1904) og Ríkisbankinn að baki því.  Rétt sunnan Norrbro, á gamlabæjareyjunni Staden, er *konungshöllin, sem Tessin d.J. (†1728) hannaði í endurreisnarstíl.  Sonur hans, K.G. Tessin sá um verklokin.  Höllin stendur á staðnum, sem Vasavirkið stóð, en það brann árið 1697.  Innanhúss er höllin prýdd barok- og rokokostílum.  Á annari hæð eru íverusalir Óskars II, konungs (†1907; Bernadotte íbúðin).  Á þriðju hæð eru skrautíbúðin og gestaherbergi.  Í suðurvængnum er hallarkapellan og ríkissalurinn stóri.  Forngripasafnið og féhirzlan með innsiglum ríkisins, sem eru opin almenningi.

Suðvestan hallarinnar er dómkirkjan (Storkyrka), sem er jafngömul borginni sjálfri.  Hún var vígð árið 1306 eftir tæplega tveggja alda byggingartíma.  Hún var endurnýjuð í barokstíl á árunum 1736-43 og þjónar sem konungleg giftingar- og krýningarkirkja.  Kirkjuna prýða margir góðir gripir og skreytingar.  Þar er m.a. altari frá því um 1640 og við hlið þess gotnesk **riddaramynd af hl. Georg og drekanum úr silfri og íbenviði, litskrúðugt styttusafn eftir Bernt Notke (†1509) frá Lübeck.  Ríkisstjórinn, Sten Sture, gaf kirkjunni þetta listaverk í tilefni sigurs í orrustunni við Dani við Brunkeberg.  Orgelið stóra er frá 18. öld.

Sunnan dómkirkjunnar myndar Stórtorgið miðju eyjarinnar.  Það er umkringt húsum frá 17. og 18. öld, þar á meðal kauphöllinni (1778; Erik Palmstedt), sem er eitt hinna fegurstu.  Nú hýsir hún Sænsku akademíuna og Nóbelbókasafnið.  Árið 1520 var Stóratorg aðalvettvangur blóðbaðsins í Stokkhólmi, þegar Kristján II, Danakonungur, lét taka 82 mektarmenn af lífi til að tryggja völd sín.  Suðaustan torgsins er þýzka kirkjan, einnig nefnd kirkja hl. Geirþrúðar, sem endurspeglar líklega bezt einkenni og smekk 17. aldar í borginni.  Altari hennar er þakið þykkri gullhúð og er verk Markúsar Hebel frá Neumünster.  Predikunarstóllinn er úr íbenviði og alabaster.  Hann var smíðaður eftir teikningum Tessins eldri.  Konungsstúkan og orgelið eru gjafir frá fyrirtækinu Peter í Köln til minningar um fjögurra alda afmæli þýzku sóknarinnar í Stokkhólmi, en hún er hin elzta utan Þýzkalands.  Austan kirkjunnar, við Österlånggatan, er veitingahúsið Gullni friðurinn, sem hefur verið í rekstri síðan 1721.  Þar er minningunni um barokskáldið Carl Michael Bellman haldið á lofti.

Västerlånggatan liggur til vesturs frá Staden.  Hún er þéttsetin litlum verzlunum alla leið að Járntorginu.  Við sjálfan markaðinn er gamla ríkisbankahúsið frá því um 1670, líklega meðal elztu slíkra bygginga í heimi.  Norðvestan Staden er Riddarahústorgið með minnismerki Gustavs Vasa, sem endurreisti konungdóm í Svíþjóð (1523).  Norðan torgsins er hæstiréttur í gamla ráðhúsinu.  *Riddarahúsið, sem er í hollenzkum barokstíl var byggt á árunum 1641-74 eftir teikningum Justus Vingboons og Simons de la Vallé.  Í fyrrum þingsal aðalsmanna eru nú skjaldarmerki allra aðalsfjölskyldna landsins til sýnis.  Frá vesturhluta torgsins liggur brú yfir í Riddarahólma.  Stytta af Birgi jarli og turn (15. öld) nefndur eftir þessum stofnanda borgarinnar standa á Birgis jarlstorgi.  Úr turninum er gott útsýni yfir Mälervatn og ráðhúsið.  Sívalur turn Wrangelsku hallarinnar við markaðinn telst til elztu varnarmannvirkja borgarinnar, þar sem er nú landsyfirréttur.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM