Suður-Kórea
heitir Lýðveldið Suður-Kórea (Taehan Min’guk).
Heildarflatarmál landsins er u.þ.b. 99.274 km² og það nær
yfir u.þ.b. 45% Kóreuskagans. Höfuðborg
landsins er Seoul.
Bæði
Kóreuríkin eru á Kóreuskaga út úr austanverðu meginlandi Asíu.
Hann er söguleg brú og jafnframt dempari milli Japans og Kína.
Skaganum var skipt milli Norður- og Suður-Kóreu um 38°N
breiddarbauginn eftir að vopnahlé var samið í Kóreustríðinu árið
1953. Norður-Kórea er kommúnískt
alþýðulýðveldi.
Þessi ríki eru aðskilin vegna gjörólíkra stjórnmála- og
efnahagskerfa og beizkju eftir stríðið.
Íbúar beggja ríkjanna eiga sér sameiginlega menningu og líta
á sig sem eina þjóð. Merki
stríðsins eru enn þá fyrir hendi, þótt mikið hafi verið byggt upp
síðan því lauk. Útgjöld
til hermála beggja ríkja eru mikil og þau eru bæði háð erlendri
efnahagsaðstoð. Efnahagslíf beggja er óstöðugt. Breytingar lífsmunsturs íbúanna í nútímaátt valda líka
talsverðum árekstrum.
Kóreuríkin
eru að mestu á Kóreuskaganum milli Japanshafs í austri og Gulahafs í
vestri. Norður-Kórea nær talsvert inn á meginlandið.
Milli ríkjanna er hlutlaust svæði, sem kveðið er á um í
vopnahléssamningi þeirra. Það
er u.þ.b. 67 km breitt austast og 33 km vestast.
Kóreuskaginn er u.þ.b. 863 km langur frá norðaustri til suðvesturs
og breiðastur er hann 248 km.
Suður-Kórea
er umlukin hafi nema til norðurs, þar sem landamærin skilja ríkið frá
Norður-Kóreu. Norður-Kórea
á landamæri að Suður-Kóreu í suðri, Kína í norðvestri og snertir
landamæri Rússlands norðaustast. Aðaleyjar
Japans eru u.þ.b. 200 km handan Kóreusunds. Heildarflatarmál
Kóreuskagans er u.þ.b. 220.896 km².
Heildaríbúafjöldi beggja ríkjanna er u.þ.b. 65 milljónir (43
milljónir í S.-Kóreu). Suður-Kórea
er meðal þéttbýlustu landa heims. |