PUSAN
Pusan
er höfuðborg Suður-Kyongsang-héraðs við Kóreusund. Hún er næststærst borga landsins og aðalhafnarborg
landsins. Þar eru skipasmíðastöðvar,
verkstæði járnbrautanna, gúmmíverksmiðjur, járn- og stálver,
vefnaðarverksmiðjur, hrísgrjónamyllur, saltgerð og fiskveiðar og
vinnsla. Ferjur sigla milli
Pusan og japönsku hafnarborgarinnar Shimonoseki.
Nokkrir háskólar eru í borginni, s.s. Þjóðarháskóli Pusan
(1946). Japanar gerðu innrás
í borgina 1592. Höfnin
var opnuð fyrir viðskiptum við Japana 1876 og fyrir alþjóðaviðskiptum
1883. Viðskipti við Japan
blómstruðu á hernámsárunum (1910-45).
Japanar kalla borgina Fusan eða Husan.
Kóreustríðinu
(1950-53) fór mestur hluti innflutnings birgða herliðs Sameinuðu
þjóðanna um Pusan-höfn.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 3,8 milljónir.
CHINJU
Chinju
(Jinju) er borg í Suður-Kyongsang-héraði við þverá Naktong-árinnar
í grennd við Pusan. Hún
er viðskiptamiðstöð landbúnaðarsvæðis, sem framleiðir hrísgrjón,
baðmull, tóbak og ávexti. Þar
er Chinju-landbúnaðarháskólinn (1953) og aðrar æðri
menntastofnanir. Japanska
setuliðið (1910-45) kallaði borgina Shinsu.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 260 þúsund.
CH’ONGJU
Ch’ongju
(Cheongju) er höfuðborg Norður-Ch’ungch’ong-héraðs.
Meðal framleiðsluvara borgarinnar eru sígaréttur, kaðlar og
hrísgrjónavín. Matvælaframleiðsla
og pökkun og framleiðsla vefnaðarvöru eru líka mikilvægar
atvinnugreinar. Borgin er
miðstöð viðskipta með hrísgrjón, sojabaunir og tóbak.
Í grennd borgarinnar eru tvö vatnsorkuver.
Meðal menntastofnana eru Chungbuk-háskólinn (1951) og
Ch’ongju-menntaskólinn. Popchu-sa-hofið
er uppi á Sogni-fjalls í næsta nágrenni.
Þetta hof er fimm hæða timburstrýta (pagoda).
Japanska setuliðið í borginni (1910-45) kallaði hana Seishu.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega half milljón.
CH’ONGJIN
Ch’ongjin
er höfuðborg og miðstöð stálframleiðslu Hamgyong-héraðs í norðaustanverðu
landinu. Höfn hennar við
Japanshaf er íslaus á veturna. Meðal
annarra iðnaðarvara borgarinnar eru, vefnaður, skip og efnavara.
Japan réði borginni 1910-45 og efldu hana sem miðstöð iðnaðar.
Sama þróun hélt áfram eftir síðari heimsstyrjöldina.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1984 var 755 þúsund.
CHONJU
Chonju
(Jeonju) er höfuðborg Norður-Cholla-héraðs.
Hún er mikilvæg miðstöð viðskipta og iðnaðar.
Hún tengist hafnarborginni Kunsan með járnbraut.
Helztu framleiðsluvörur eru silki, pappír, sígarettur, hrísgrjónavín,
silfur- og bambusmunir og baðmullarolía.
Meðal menntastofnana eru Chonju-háskólinn (1952) og menntaskólar.
Þarna er líka grafhvelfing ættföður Yi-höfðingjaættarinnar
(1392-1910). Japanar kölluðu
borgina Zenshu (1910-45). Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega half milljón.
CH’UNCH’ON
Ch’unch’on
(Chuncheon) er höfuðborg Kangwon-héraðs við Pukhanána í grennd við
Seoul. Hún er miðstöð
landbúnaðarsvæðis og samgöngumiðstöð héraðsins.
Helztu framleiðsluvörur eru hrísgrjón, hirsi, sojabaunir,
hunang og viðarkol. Vatnsorkuver
er í næsta nágrenni. Meðal
menntastofnana eru Ch’unch’on-landbúnaðarháskólinn og fleiri háskólar.
Japanar kölluðu borgina Shunsen (1910-45).
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var u.þ.b. 175 þúsund.
HOGNAM
Hognam
er hafnarborg og iðnaðarmiðstöð í Suður-Hamgyong-héraði við
Austur-Kóreuflóa og Japanshaf. Mikið
er framleitt af olíuvörum, hrámálmi, efnavöru og vefnaðarvöru.
Hongnam var lítið fiskiþorp fram til 1920, þegar Japanar hófu
þar mikla uppbyggingu iðnaðar. Það
varð illa úti í Kóreustríðinu.
Áætlaður íbúafjöldi 260 þúsund.
INCH’ON
Inch’on
(fyrrum Chemuop’o) er borg við Gulahaf við mynni Han-árinnar og er
í rauninni hafnarborg Seoul. Um
höfnina þar fara stórir farmar innflutnings, s.s. vefnaðarvöru,
silkis, málma, efnis til járnbrauta og eldsneytis og útflutnings, hrísgrjón,
baunir, ginseng, húðir, hveiti, velar og tæki og pappír.
Höfnin var opnuð fyrir japönskum viðskiptum árið 1881 og
tveimur árum síðar fyrir alþjóðlegum viðskiptum.
Árið 1900 var járnbrautin milli Inch’on og Seoul opnuð.
Í Kóreustríðinu (1950-53) var borgin aðallendingarstaður
hersveita Sameinuðu þjóðanna í september 1950.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 1,8 milljónir.
KAESONG
Kaesong
er borg í suðurhluta Norður-Kóreu, norðvestan Seoul í Suður-Kóreu.
Hún er miðstöð iðnaðar og viðskipta og þekkt fyrir postulínsframleiðslu.
Korn og ginseng er ræktað í umhverfi borgarinnar.
P’anmunjom, suðaustan Kaesong, var vettvangur vopnahléssamninganna,
sem leiddu Kóreustríðið til lykta 1953.
Árið 1965 byggðu Suðurkóreumenn friðarhöll á staðnum,
sunnan landamæranna til minningar um atburðinn.
Í Kaesong fundust fornar grafir kónga, enda var borgin miðstöð
menningar og setur konunga frá 10.-14. aldar.
Hún var höfuðborg Koryo-ættarinnar til 1392 og mongólar eyðilögðu
hana árið 1231. Borgin
var stundum kölluð Songdo og Kaijo á tímum Japana.
Áætlaður íbúafjöldi 1984 var 346 þúsund.
KUNSAN
Kunsan
er borg í Norður-Cholla-héraði við mynni Kum-árinnar nærri Chonju
við Gulahaf. Kunsan er
hafnarborg, samgöngu- og iðnaðarmiðstöð.
Útflutningurinn byggist aðallega á hrísgrjónum, leðri, pappír,
sojabaunum og gulli. Þarna
eru pappírs- og hrísgrjónamyllur, hrísgrjónavíngerð, fiskvinnsla
og framleiðsla vélaverkfæra og borðviðar.
Þarna er líka fiskveiðiháskóli.
Japanar kölluðu borgina Gunzan (1910-45).
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var u.þ.b. 220 þúsund.
KWANGJU
Kwangju
(Gwangju) er höfuðborg Suður-Cholla-héraðs á landbúnaðarsvæði.
Hún er miðstöð samgangna og viðskipta.
Aðaliðnaðurinn byggist á hrísgrjónamyllum og framleiðslu
vefnaðarvöru, farartækja og drykkjarvöru.
Chosun-háskólinn var stofnaður 1946.
Kwangju hefur verið miðstöð verzlunar og stjórnsýslu síðan
á fyrstu öld fyrir Krist. Hún
fór að dafna verulega eftir 1914, þegar járnbrautarsamgöngur hófust
til Seoul. Áætlaður íbúafjöldi
árið 1990 var u.þ.b. 140 þúsund.
MOKP’O
Mokp’o
er borg í Suður-Cholla-héraði við Gulahaf.
Hún er mikilvæg hafnarborg og ferjustaður fyrir Cheju-eyju.
Aðalútflutningsvörur eru hrísgrjón, fiskur, baðmull, húðir
og skelfiskur. Borgin er líka
viðskiptamiðstöð fyrir landbúnaðarsvæði, sem framleiðir hrísgrjón
og baðmull. Iðnaðurinn
byggist aðallega á fiskveiðum og vinnslu, hreinsun baðmullar,
vinnslu hrísgrjóna, framleiðslu matvæla og matarolíu, niðursuðu
og gerð hrísgrjónavíns. Mokp’o-háskólinn
var stofnaður 1962. Höfnin
var opnuð fyrir alþjóðaviðskipum árið 1897 og árið 1904 heppnaðist
vel að rækta ameríska baðmull á svæðinu, sem gerði höfnina enn
mikilvægari til útflutnings. Japanar
kölluðu borgina Moppo (1910-45). Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 243 þúsund.
SUNCH’ON
Sunch’on
er borg í Suður-Cholla-héraði í grennd við Sunch’on-flóa, sem
er grein út frá Kóreusundi. Borgin
er mikilvæg samgöngumiðstöð og miðstöð landbúnaðarsvæðis á
suðurströndinni, þar sem mikið er ræktað af hrísgrjónum,
sojabaunum og ávöxtum. Þar
eru margar verksmiðjur, sem vinna landbúnaðarafurðir. Japanar kölluðu borgina Junten (Suncheon).
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 170 þúsund.
SUWON
Suwon
er borg í Kyonggi-héraði í grennd við Seoul.
Hún er samgöngu- og landbúnaðarmiðstöð.
Umhverfis hana er mikið ræktað af hrísgrjónum, sojabaunum,
hveiti og grænmeti. Gamli
borgarhlutinn er enn þá umgirtur borgarmúrum að hluta.
Þarna er rekin mikilvæg rannsóknarstöð á vegum landbúnaðarins. Nafn borgarinnar er einnig skrifað Suweon og Japanar kölluðu
hana Suigen (1910-45). Áætlaður
íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 650 þúsund.
TAEGU
Taegu
er höfuðborg Norður-Kyongsang-héraðs við kvísl Naktong-árinnar.
Hún er hin þriðja stærsta í landinu og mikilvæg samgöngumiðstöð. Hún er einnig miðstöð landbúnaðarhéraðs og viðskiptaborg.
Umhverfis hana er mikið ræktað af korni, tóbaki, ávöxtum og
nautgripum. Mikið er
framleitt af velum og vefnaðarvöru og þar eru hreinsunarstöðvar
fyrir baðmull, silki-, matvæla- og litunarverksmiðjur.
Meðal menntunarstofnana eru háskóli borgarinnar (1946),
Chonggu-háskólinn (1952), Hyosong-kvennaháskólinn (1952) o.fl.
Japanar kölluðu borgina Taikyu (1910-45).
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 2,2 milljónir.
TAEJON
Taejon
er höfuðborg Ch’ungch’ong-héraðs.
Hún er mikilvæg miðstöð samgangna og vinnslu og sölu landbúnaðarafurða. Mikið er ræktað af ávöxtum og nautgripum í umhverfi
hennar. Þar eru líka
verksmiðjur, sem framleiða efnavörur, vélar, silki, múrsteina og
verktæði fyrir járnbrautirnar. Meðal
menntastofnana eru nokkrir háskólar og aðrir æðri skólar.
Japanar kölluðu hana Taiden (1910-45).
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega ein milljón.
ULSAN
Ulsan
er borg í Kyongsang-héraði við Uslan-flóa, sem gengur inn úr
Japanshafi í grennd við Pusan. Hún
er mikilvæg miðstöð samgangna og byggir afkomu sína m.a. á kolanámum
og iðnaði. Þar var
fyrsta olíuhreinsunarstöðin reist 1965 og einnig stór áburðarverksmiðja.
Hvalstöðvar eru í nágrenni borgarinnar á ströndinni.
Japanar kölluðu borgina Urusan (1910-45). Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 700 þúsund.
YOSU
Yosu
er hafnarborg í Suður-Cholla-héraði, yzt úti á skaga við Kóreusund.
Hún er mikilvæg miðstöð samgangna og þar eru mestu olíuhreinsunarstöðvar
landsins. Talsvert er flutt
út af silki, fiski, hrísgrjónum og þaramjöli.
Þarna eru líka skipasmíðastöðvar, framleiðsla matvæla og
gúmmívöru. Japanar kölluðu
borgina Reisui (1910-45). Áætlaður
íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 179 þúsund. |