Slóvakía,
Flag of Slovakia

BRATISLAVA KOSICE . Meira

SLÓVAKÍA


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Slóvakía er lýðveldi í Mið-Evrópu.  Norðan þess er Pólland, Úkraína í austri, Ungverjaland í suðri og Austurríki og Tékkland í vestri.  Fyrrum var Slóvakía hluti Tékkóslóvakíu en löndunum var skipt í tvö sjálfstæð lýðveldi 1. janúar 1993.  Heildarflatarmál Slóvakíu er 18.932 km² og Bratislava er höfuðborg ríkisins og jafnframt stærsta borg landsins.

Hrjóstrug og grýtt Karpatafjöllin umlykja landið að hluta vestantil.  Tatrafjallgarðurinn er í norðri og þar er hæsti tindur landsins, Gerlachovský (2655m).  Austurhlutinn er framhald Ungversku sléttunnar.  Frjósamast er í suðurhlutanum.  Nokkrar ár falla um landið, s.s. Váh, Hron, Bodrog, Poprad, Homad og Ondava.  Dóná myndar hluta suðurlandamæranna að Ungverjalandi og Morava er hluti landamæranna að Tékklandi.  Víða um landið er að finna vatnsríkar lindir, sem eru notaðar til að laða að ferðamenn.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM