Bratislava Slóvakía,
Flag of Slovakia


BRATISLAVA
SLÓVAKÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Bratislava er höfuðborg Slóvakíu í suðvesturhluta landsins við Dóná ófjarri Vínarborg.  Þar er mikilvæg höfn við fljótið og miðstöð járnbrautasamgangna.  Þessi stærsta borg Slóvakíu er líka miðstöð viðskipta með kornvöru, vín og aðrar landbúnaðarafurðir.  Hún er líka talsverð iðnaðarborg, þar sem eru m.a. byggð skip og framleidd húsgögn, efnavörur, sígarettur, hljóðfæri, ullar- og leðurvörur.  Meðal áhugaverðra staða er 13. aldar dómkirkjan, sem var endurbyggð á síðari hluta 20. aldar, rústir fyrrum konungshallar Ungverjalands á hæð yfir borginni, 13. aldar Fransiskanakirkja, 13. aldar ráðhús, Korneníusháskólinn (1919), Tækniháskóli Slóvakíu (1938) og Vísindaakademían (1953).

Borgin var stofnuð fyrir árið 900 og hét þá Pressburg.  Þar voru byggðir miklir borgarmúrar á 12. öld.  Pressburg var höfuðborg Ungverjalands á árunum 1541-1784.  Napóleon Bonaparte hitti þar keisara hins heilaga rómverska keisaradæmis, Francis II, og þvingaði hann til friðarsamninga.  Þegar Tékkóslóvakía var stofnuð 1919, var borgin skírð Bratislava og gerð að höfuðborg héraðsins Slóvakíu.  Árið 1949 var héraðsskiptingu landsins breytt og borgin varð höfuðborg Bratislava-héraðs, sem var síðan lagt niður árið 1960.  Hinn 1. janúar 1993 varð hún höfuðborg hins nýja lýðveldis.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var 442 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM