Kosice Slóvakía,
Flag of Slovakia


KOSICE
SLÓVAKÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Košice er höfuðborg Východoslovenský (Austur-Slóvakíu) við Homádána.  Hún er mikilvæg miðstöð iðnaðar. Þar er olíuhreinsunarstöð og margs konar verksmiðjur, m.a. járn- og stálverksmiðja.  Meðal áhugaverðra staða er hin gotneska dómkirkja heilagrar Elísabetar (14.-15. öld).  Þarna er tækniháskóli og dýralæknaskóli.  Eftir að borgin var stofnuð árið 1241 féll hún oft í hendur Austurríkismanna, Tyrkja, Ungverja og Rússa.  Við friðarsamningana í Trianon árið 1920 létu Unverjar hana Tékkum eftir.

Hún varð aftur ungversk 1939 í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar en Tékkar fengu hana aftur í stríðslok.  Þar sat fyrsta ríkisstjórn landsins eftir stríð.  Þessi stjórn innleiddi kommúnismann í landinu.  Borgin stækkaði hratt á síðari hluta 20. aldar.  Íbúafjöldinn tvöfaldaðist og hún varð miðstöð menningar og efnahagsmála héraðsins.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var 235 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM