Efnahagur
landsins byggist aðallega á olíu, sem er framleidd í Abu Dhabi og
Dubayy furstadæmunum. Búizt
er við að birgðir Abu Dhabi endist til loka 21. aldar en í Dubayy
munu þær endast skemur.
Olía
fannst í Abu Dhabi 1958 og ríkisstjórn landsins á meirihluta í og
stjórnar öllum olíufyrirtækjum landsins.
Abu Dhabi Marine Operating Company (ADMA-OPCO), sem Bretar,
Frakkar og Japanar eiga líka hlut í, sér um mestan hluta olíuvinnslu
og olíuviðskipta.
Eitthvert
stærsta olíulindasvæðið á hafsbotni, Umm ash-Sha’if Al-Bunduq,
er undir stjórn þessa fyrirtækis en olíunni er deilt með Qatar.
Japanskt fyrirtæki rekur olíuborpall í Al-Mubarraz og nokkrir
aðrir eru í eigu bandarískra fyrirtækja.
Olíulindasvæði á landi eru í umsjá ADCO, sem bandarísk, frönsk,
japönsk og brezk fyrirtæki eiga hlut í.
Japanar eiga flest annarra fyrirtækja í olíuiðnaði.
Olíuframleiðsla
hófst í Dubayy 1969. Þar
eru neðansjávarsvæði í Haql Fath, Fallah og Rashid.
Furstadæmið á meirihluta í öllum olíufyrirtækjum í
landinu. Ash-Shariqah hóf
framleiðslu 1974. Sex árum
síðar fannst svæði, sem gefur að mest gas af sér.
Árið 1984 hófst dæling úr neðansjávarlindum í Ra’s
al-Khaymah í Persaflóa. Dubayy
framleiðir u.þ.b. þriðjung alls eldsneytis í S.a. furstadæmunum.
Landbúnaður
og fiskveiðar.
Mest er um landbúnað í furstadæmunum Ra’s al-Khaymah,
Al-Fujayrah og í ‘Ajman og Al-‘Ayn hefur hann aukizt talsvert vegna
áveitna í tengslum við nýjar borholur.
Aðaluppskeran er döðlur, tómatar, gúrkur og ábergínur.
S.a. furstadæmin eru næstum sjálfum sér næg með framleiðslu
ávaxta og grænmetis. Mestur
hluti matvæla er fluttur inn, s.s. korn, en framleiðsla eggja, kjúklinga,
fisks og mjólkurafurða nægir innanlandsþörfinni.
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Al-‘Ayn vinnur stöðugt
að umbótum í ræktun nytjajurta við eyðimerkurskilyrði.
Lunginn úr fiskveiðiflotanum gerir út frá Umm al-Qaywayn.
Iðnaður.
S.a. furstadæmin hafa stefnt að fjölbreytni í efnahagslífinu
til að komast hjá því að reiða sig eingöngu á olíuna.
Í landinu er stór hluti gasbirgða heimsins og Abu Dhabi notar
gas innanlands og flytur mikið út. Í ar-Ruways er stór efnaverksmiðja (225 km suðvestan Abu
Dhabi-borg) með olíuhreinsunarstöð, gasstöð og ammoníak- og úreaverskmiðjum.
Fjármunum Dubayy hefur m.a. verið varið til byggingar slippa
og viðskiptamiðstöðvar. Flugvöllurinn
var stækkaður og mörg hótel hafa verið byggð.
Fríverzlunarsvæðið í Mina’ Jabal ‘Ali, 32 km suðvestan
Dubayy-borgar var þróað á níunda áratugnum og hefur laðað að sér
erlend iðnfyrirtæki, sem framleiða vörur til útflutnings.
Ash-Shariqah hefur reist sementsverksmiðju, plastpípuverksmiðju
og málningarverksmiðjur.
Fjármál
og viðskipti.
Seðlabanki S.a. furstadæmanna var stofnaður 1980.
Helmingur tekna Dubayy og Abu Dhabi rennur þangað.
Bankinn gefur líka út gjaldmiðilinn UAE dirham.
Bankakerfið byggist á bönkum, sem sinna verzluninni, fjárfestingum,
þróunarverkefnum, erlendum og innlendum viðskiptum o.fl.
Árið 1991 varð Alþjóðlegi kredit- og verzlunarbanki
landsins í eigu konungsfjölskyldunnar að hætta starfsemi vegna
spillingar og fimm árum síðar var fríverzlunarsvæðinu komið á fót.
Verzlun
og viðskipti hafa löngum verið mikilvæg starfsemi í landinu, einkum
í Dugayy og ash-Shariqah. Tekjur
Dubayy byggðust mjög á smygli gulls og munaðarvarnings til Indlands
og Pakistan. Hafnarborgin
Rashid hefur stóra, nútímalega höfn með stórri skipasmíðastöð. Höfnin í ash-Shariqah er minni.
Mestur
hluti útflutningsins er olía, sem er flutt til Japan, BNA og
Vestur-Evrópu. Meðal þess,
sem er aðallega flutt inn er vélbúnaður og farartæki, hráefni,
matvæli og kvikfé á fæti, eldsneyti, efnavara og málmgrýti.
Aðalviðskiptalöndin eru Japan, Vestur-Evrópa, BNA, Ástralía
og Singpúr. Mikill hluti
endurútflutningsvöru fer til nágrannalandanna.
Samgöngur.
Vegakerfi landsins, sem hefur þróast frá því á sjöunda og
áttunda áratugnum, er mjög gott og með bundnu slitlagi.
Nú er hægt að aka milli Dubayy-borgar og Dayrah um göng og brú. Borgirnar Abu Dhabi, Dubayy, ash-Shariqah, Ra’s al-Khaymah
og Al-Fujayrah hafa millilandaflugvelli.
Sjötti flugvöllurinn við Al-‘Ayn var opnaður á níunda
áratugnum. |