Sameinuðu arabísku furstadæmin tölfræði,
Flag of United Arab Emirates


SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN
TÖLFRÆÐI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Opinbert nafn landsins er Al-Imarat al-‘Arabiyah al-Muttahidah.  Bandalag sjö furstadæma undir stjórn Æðstaráðs (7) og þings (40).  Æðsti maður ríkisins er forsetinn og forsætisráðherra er í fararbroddi ríkisstjórna.  Höfuðborgin er Abu Dhabi.  Opinber tunga er arabíska og trúarbrögð islam.  Gjaldmiðill landsins er UAE dirham (Dh) = 100 fils.

Íbúafjöldi 1998:  2.744.000 (32,8 manns á hvern km²; 84% í þéttbýli).

Kynjaskipting 1995:  Karlar 66,45%, konur 33,55%.

Aldursskipting 1994:  15 ára og yngri, 34,3%; 15-29 ára, 25,3%; 30-44 ára, 30,6%; 45-59 ára, 7,8%; 60-74 ára, 1,5%; 75 ára og eldri, 0,5%.

Áætlaður íbúafjöldi árið 2010:  3,4 miljónir.

Tvöföldunartími: 32 ár.

Þjóðerni 1993:  Suður-Asíubúar (Bangladesh, Indland, Pakistan, Sri Lanka) 45%, arabar 25% (þar af útlendingar, aðallega Egyptar, 13%, Furstadæmaarabar, 12%, Íranar 17%); aðrir Asíu- og Afríkubúar, 8%; Evrópubúar og Norður-Ameríkumenn, 5%.

Trúarbrögð 1995:  Múslimar 96% (sunní 80%, shítar 16%;  önnur (aðallega kristnir og hindúar) 4%.

Helztu borgir 1989:  Dubayy, Abu Dhabi, Al-‘Ayn, ash-Shariqah og Ra’s al-Khaymah.

Fæðingatíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1994:  25 (heimsmeðaltal 25).

Dánartíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1994:  3,4 (heimsmeðaltal 9,3).

Náttúruleg fjölgun miðuð við hverja 1000 íbúa 1994:  21,6 (heimsmeðaltal 15,7).

Frjósemi miðuð við meðalbarnafjölda allra kynþroska kvenna 1994:  3,5.

Hjónabandstíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1994:  3,2.

Lífslíkur frá fæðingu 1994:  Karlar 69,2 ár; konur 75,2 ár.

Helztu dánarorsakir miðaðar við hverja 100.000 íbúa 1989:  Slys og eitranir 43,7; blóðrásarsjúkdómar 34,3; krabbamein 13,7; sjúkdómar í öndunarvegi 8,1.

Efnahagsmál
Fjárlög 1996:  Tekjur 1994:  Dh 17.396.000.000.-.  Gjöld 1994:  Dh 18.254.000.000.-.

Verg þjóðarframleiðsla 1996:  US$ 44.370.000.000.- (US$ 17.400.- á mann).

Ferðaþjónusta 1995:  Fjöldi ferðamanna 2.2 miljónir.

Framleiðala (í rúmmetrum, nema annars sé getið).
Landbúnaður 1997:  tómatar 545.000, döðlur 245, kál 45.000, sítrónur og límónur 21.000, grasker 20.000, eggplöntur 17.000, gúrkur 13.600, mango 9.500.  Kvikfé (fjöldi):  Geitur 990.000, sauðfé 285.000, úlfaldar 160.000, nautgripir 70.000, hænsni 10,7 miljónir.

Fiskafli 1994:  108.000.

Námuvinnsla 1994:  Brennisteinn 144.000, gips 100.000, kalksteinn 45.000.

Framleiðsla iðnvara 1993 (í miljónum Dh):  Efnavörur  13.086, málmvörur 2.234, matvæli, drykkjarvörur og tóbak 2,122, vörur úr málmlausum jarðefnum 2,025, málmvörur 1,992, vefnaður, fatnaður og leðurvörur 1,135.
Orkuframleiðsla (notkun):  Rafmagn 18.870.000.000 kW/st (sama), hálfunnið eldsneyti (tunnur 1996) 803.000.000 (73.722.000 árið 1994), olíuvörur (rúmmetrar 1994) 18.710.000 (7.625.000), náttúrugas (rúmmetrar 1996) 35.000.000.000 (27.800.000.000).

Vinnuafl 1992:  733.500 (36,9%; 15-64 ára, 76,7%; konur 6,6%).

Heimilin 1986:  Meðalstærð fjölskyldu:  6,8. 

Landnýting 1994:  Skóglendi sama og ekkert, engi og beitilönd 2,4%, ræktað land 0,5%, þéttbýli, eyðimerkur og annað 97,1%.

Innflutningur 1994:  US$ 23.882.000.000.- (1993: vélbúnaður og farartæki 38,2%, hráefni 24,8%, matvæli og lifandi dýr 9,7%, efnavara 6,1%, hrámálmar 1,6%, eldsneyti 1,4%).  Aðalviðskiptalönd:  Japan 10,4%, Bretland 7,8%, Þýzkaland 7,5%, BNA 7,3%, Ítalía 6,7%, Suður-Kórea 5,4%, Indland 4,9%, Hongkong 4,5%, Kína 4%.

Útflutningur 1994:  US$ 20.906.000.000.- (1993:  hrá- og hreinsuð olía 92,6%, iðnaðarvörur 3%, vélar og farartæki 0,8%, matvæli og lifandi dýr 0,6%).  Aðalviðskiptalönd:  Japan 39,7%, Indland 5,3%, Óman 4,9%, Suður-Kórea 4,7%, Íran 4,6%, Singapúr 3,8%, Tæland 2,7%, Hongkong 2,4%, BNA 2,1%.

Samgöngur.  Járnbrautir:  engar.  Vegakerfið 1995:  4750 km (m/slitlagi).  Farartæki 1995:  fólksbílar 197.000, vörubílar og rútur 49.150.  Kaupskipafloti 1992:  Skip stærri en 100 brúttótonn, 276.  Flugsamgöngur 1996:  Farþegakm.2,758.697.000.  Flugvellir fyrir áætlunarflug 1997:  6.

Heilbrigðismál 1994:  Einn læknir fyrir hverja 545 íbúa.  Eitt sjúkrarúm fyrir hverja6193 íbúa.  Barnadauði á hverja 1000 íbúa 1995:  16,6.

Næring 1995:  Dagleg neyzla í kaloríum 3361 (grænmeti 75%, kjöt og fiskur 25%), sem er 139% af viðmiðun FAO.

Hermál 1997:  Fjöldi hermanna 64.500 (landher 91,5%, sjóher 2,3%, flugher 6,2%).  Útgjöld vegna hermála miðuð við verga þjóðarframleiðslu 1995:  4,8% (heimsmeðaltal 2,8%), sem eru US$ 643.- á mann.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM