Pakistan,
Pakistan's Flag

MONSÚN
MISSERISVINDAR

ISLAMABAD . UMDEILD SVÆÐI Meira

PAKISTAN

Map of Pakistan
.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Booking.com

Pakistan var stofnað með aðskilnaði frá Brezka-Indlandi árið 1947 og síðan skarst í odda með þjóðunum árið 1971, þegar Bangladesh var stofnað á grunni Austur-Pakistans.  Pakistan er meðal helztu islömsku þjóða heims og eina vígi islamska mógúlaríkisins, sem stendur enn.  Bretar náðu undirtökunum í ríkinu á 18. og 19. öldum.

Landið skiptist í norðurhálendið, Indussléttuna og Baluchistan-hásléttuna.  Norðurhálendið nær yfir einhver hæstu og hrikalegustu fjöll heims.  Þar eru jöklar og hvítfyssandi jökulsár.  Himalayafjöll liggja í sveig um þetta landssvæði frá Norður-Indlandi til Hindu Kush og Pamírfjalla í Afghanistan í vestri og norðri.  Karakorumfjöllin og Himalayafjöllin í Pakistan eru mestu fjallgarðar heims.  Norðurhálendið teygist til vesturs inn í Hindu Kush og að vesturmörkum Swat, Dir og Chitral.  Hið 1000 m háa Khyber-skarð í norðurenda Koh-I-Safed-fjallgarðsins var löngum leið margra sigursælla herja.  Austar eru Himalayafjöllin aðeins lægri og enda í Margallahæðum fyrir ofan höfuðborgina Islamabad.  Þaðan teygist Potwar-sléttan suður á bóginn að Saltfjöllum og til vesturs yfir Indusána að lægðum Peshawar og Kohat.

Baluchistansléttan í vesturhlutanum er mishæðótt með fjöllum og dölum.  Flest fjöllin eru gróðursnauð, en þó finnast einir, tamarisk og pístatsíutré í Toba Kakar-fjöllunum.  Ofsaleg úrkoma, sem þó er sjaldgæf, skolar öllum jarðvegi brott úr fjöllunum en lítið sem ekkert vatn nær niður í dalina milli fjallgarðanna. 

Indussléttan skiptist í grófum dráttum í tvennt, eins og héruðin Punjab og Sind.  Punjab er norðar og nafnið þýðir „vötnin fimm”, enda renna þar fimm ár til Indus, Jhelum, Chenab, Ravi, Beas og Sutlei.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM