Pakistan meira,
Pakistan's Flag

MONSÚN
MISSERISVINDAR

UMDEILD SVÆÐI

PAKISTAN
TÖLFRÆÐI
.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Booking.com

Opinbert nafn:  Islami Jamhuria-e-Pakistan (Íslamska lýðveldið Pakistan).

Landið er aðili að Sameinuðu þjóðunum og SAARC.

Heildarflatarmál:  803.943 km² (310.403 mílur²) eða 888.102 km² (333.897 mílur²) séu svæði í Kasmír  og hlutar af Gillgit, Baltistan og Diamir í norðri talin með.

Heildaríbúafjöldi:  126.406.000 (áætlað 1991) með öllum ofangreindum, hersetnum héruðum.

Höfuðborgin er Islamabad (266.000) og aðrar stórar borgir eru:  Karachi (6.771.000), Lahore (.850.000), Faisalabad (1.435.000), Rawalpindi (1.100.000), Hyderabad (1.041.000), Multan (999.000), Gujranwala (912.000), Peshawar (770.000), Sialkot (418.000).  Allar tölur eru byggðar á áætlun frá 1992 og ná yfir öll úthverfi borga.

Tungumál:  Urdu er þjóðartungan (20%), pnjabi (60%), sindhi (12%), enska, pushto g baluchi.

Trúarbrögð:  Sunní íslam (ríkistrú; 92%), shia íslam (5%9) auk minnihlutahópa ismaili múslima og ahmadi.

Menntakerfið:  34,8% landsmanna eru læsir (1990).  Skólaskylda er engin.  Hálskólar eru 22 (opinn háskóli innifalinn).

Hervarnir:  Herstyrkur 480.000 manns (1992) auk 238.000 manna þjóðvarðliðs.  Engin herskylda.

Ríkisstjórn:  Í efri deild þingsins sitja 87 öldungar.  Nítján þeirra eru kosnir í fjórum héruðum landsins til sex ára, 8 eru kjörnir í ættbálkahéruðum landsins og 3 eru fulltrúar höfuðborgarinnar.  Í neðri deild sitja 237 þingmenn.  207 þeirra eru kjörnir í beinum kosningum til fimm ára.  Tuttugu þingsæti eru ætluð konum og 10 sæti eru ætluð minnihlutahópum, sem eru ekki múslimar.  Forsetinn, sem lögréttan kýs, tilnefnir forsætisráðherra úr hópi meirihlutaflokks á þingi.  Forsætisráðherran skipar í embætti ráðherra og er ábyrgur gagnvart þinginu.  Forsetinn hefur vald til að leysa upp ríkisstjórnir, þing og héraðsstjórnir.  Aðalstjórnmálaflokkar landsins eru:  PPP (Alþýðuflokkur Pakistans) og Íslamski sameiningarflokkurinn.  Héruðin fjögur, Azad Kasmír og Norðurhéruðin hafa eigið löggjafarvald.

Forseti landsins er Ghulam Ishaq Khan og forsætisráðherrann er Nawaz Sharif (1993).

Héruð og yfirráðasvæði Pakistans

Baluchistan.
  Flatarmál:  347.188 km² (134.050 mílur²).  Íbúafjöldi 5.670.000.  Höfuðborgin er Quetta.

Norðvestur héraðið.  Flatarmál:  74.522 km² (28.773 mílur²).  Íbúafjöldi 14.340.000.  Höfuðborgin er Peshawar

Punjab.  Flatarmál:  205.345 km² (79.284 mílur²).  Íbúafjöldi 62.060.000.  Höfuðborgin er Lahore.

Sind.  Flatarmál:  140.913 km² (54.407 mílur²).  Íbúafjöldi 24.980.000.  Höfuðborgin er Karachi.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM