Azad
Kasmír
(Sá hluti af Jammu og
Kasmír, sem Pakistanar ráða yfir). Flatarmál: 11.639 km² (4.497 mílur²). Íbúafjöldi 2.580.000.
Höfuðborgin er Muzaffarabad.
Baltistan,
Diamir og Gilgit
(í norðurhlutanum;
Pakistanar ráða þar í óþökk Indverja). Flatarmál:
72.520 km² (28.000 mílur²).
Íbúafjöldi 730.000. Höfuðborgir
eru Skardu (Baltistan), Chilas (Diamir) og Gilgit (Gilgit).
Landafræði:
Indusdalurinn skiptir á milli fjallendis í vestri og láglendis
í austri. Í Baluchistan (í
suðri) er fjalllendið hæðótt og þar eru lágir fjallahryggir með
norðaustur - suðvesturstefnu. Í
norðvesturhlut-anum og umdeildu héruðunum rísa fjöllin yfir 7.000 m
(21.300'), þ.á m. Karakoram og hluti af Himalæja og Hindu Kush. Niðri í Indusdalnum og þverdölum hans er stærsta landbúnaðarsvæði
landsins og þar býr flest fólkið.
Framhald indversku Thar-eyðimörkinni er að finna í
austurhlutanum. Aðalárnar
eru Indus, Sutlej, Chenab, Ravi og Jhelum.
Hæsti tindur landsins er K2 (Mt. Godwin Austen) 8.607 m
(28.238').
Loftslag:
Norður- og Vestur-Pakistan eru þurrlendissvæði.
Á suður- og mestum hluta Austurlandsins verður monsúnvinda
vart. Hitastig er mjög
mismunandi milli árstíða og hæðar yfir sjó, allt frá
hitabeltisloftslags í suðri til kuldans í fjöllunum í norðri.
Efnahagsmál:
U.þ.b. helmingur vinnuaflsins er bundinn í sjálfsþarfalandbúnaði,
aðallega hveiti- og hrísgrjónarækt.
Baðmull er aðalútflutningavara landsins.
Ríkisstjórnin hefur hvatt til áveituframkvæmda en rúmlega
helmingur ræktaðs lands er annaðhvort vatnssósa eða með söltum
jarðvegi. Náttúruauðlindir
eins og kol, gull, grafít, kopar og mangan hafa lítt verið nýttar
enn þá. Iðnaður beinist
helzt að framleiðslu matvæla, vefnaðarvara og ýmissa neyzluvara.
Atvinnuleysi og undirmönnun vinnustaða eru aðalvandamálin.
Landsmenn reiða sig mjög á erlendan stuðning og peninga, sem
farandverkamenn senda heim.
Nýleg saga:
Landsvæðið, sem nú er
Pakistan, komst undir áhrif Breta á 18. öld, en landið varð ekki
til undir því nafni fyrr en í ágúst 1947.
Þá var Brezka Indlandi skipt að kröfu múslimasambandsins um
íslamskt ríki, þar sem hindúar væru ekki í meirihluta.
Mikill fjöldi múslima fluttist þangað búferlum og allt að
ein milljón manna féll í blóðbaðinu, sem hlauzt af aðskilnaðnum. Upprunalega var landið tvískipt - Austur- og Vestur
Pakistan, sem voru aðskilin af 1.600 km (1.000 mílna) breiðu
indversku landsvæði. Nú
er Austur-Pakistan orðið að hinu sjálfstæða ríki Banglades.
Deilur komu strax upp milli hins nýja ríkis, Pakistan, og
Indlands um yfirráð á ýmsum landsvæðum.
Kasmír, sem var fyrsta bitbeinið, var skipt á milli landanna.
Löndin börðust um Kasmír á árunum 1947-49 og 1965 og hafa
ekki komizt að niðurstöðu um endanlega skiptingu þess enn þá og
af og til kemur til átaka meðfram vopnahléslínunni á milli hinna
stríðandi fylkinga.
Leiðtogi múslimasambandsins,
Muhammad Ali Jinnah (1876-1949) varð fyrsti landstjóri Pakistan.
Hann var nefndur „faðir þjóðarinnar” og lézt skömmu
eftir að landið fékk sjálfstæði.
Pakistan varð lýðveldi árið 1956.
Stjórnmálaástandið í landinu var mjög óstöðugt og her þess
hrifsaði til sín völdin um tíma (Muhammad Ayub Khan hershöfðingi
1958-69; Muhammad Yahya Khan hers-höfðingi 1969-71).
Þrátt fyrir að Austur-Pakistan væri mannfleira en
vesturparturinn, hafði Vestur-Pakistan stjórnmálaleg tögl og hagldir
og réði yfir hernum. Í
kosningunum árið 1970 vann flokkur Shaikh Mujibur Rahmans,
Awamibandalagið, yfirgnæfandi sigur í Austur-Pakistan og PPP (Alþýðuflokkurinn)
fékk flest þingsæti í Vestur-Pakistan.
Mujibur Rahman virtist hafa minni áhuga á því að stýra nýrri
ríkisstjórn Pakistans en að berjast fyrir sjálfstæði Austur-Pakistan.
Eftir árangurslausar samningaviðræður milli ríkishlutanna í
marz 1971 var herinn sendur frá vesturhlutanum til Austur-Pakistan, sem
lýsti þá strax yfir sjálfstæði og borgarastyrjöld brauzt út.
Indverjar studdu sjálfstæðisbaráttu Austur-Pakistana og
pakistanski herinn varð að gefast upp í árslok.
Leiðtoga PPP, Sulfiqar
Ali Bhutto (forsætisráðherra 1972-77) var bolað frá völdum í
hallarbyltingu, sem Muhammad Zia al-Haq, starfsmannastjóri hersins,
leiddi. Bhutto var hnepptur
í fangelsi árið 1977 fyrir að hafa skipað fyrir um morð föður pólitísks
mótherja. Hann var dæmdur
til dauða árið 1978 og hengdur árið 1979, þrátt fyrir alþjóðleg
mótmæli. Árið 1985 aflétti
Zia herlögum í landinu. Zia
fórst í flugslysi árið 1988. Nokkrum
mánuðum síðar sigraði PPP undir forystu dóttur Bhuttos, Benazir,
í kosningum og hún varð fyrsti kvenforsætisráðherra íslamsks ríkis.
Árið 1990 sakaði forseti landsins hana um vinavæðingu og
spillingu og leyst frá embætti. Íslamski
demókrataflokkurinn (Islamic Democratic Alliance; IDA) fékk meirihluta
í kosningum í kjölfarið. Árið
1993 var forsætisráðherra þess flokks líka leystur frá embætti en
skipaður aftur með hæstaréttarúrskurði.
Í október 2005 varð mikill jarðskjálfti í Kazmír.
Hann olli dauða 70.000 - 90.000 manns. Fjárskortur og vegir, sem
lokuðust vegna skriðufalla ollu miklum erfiðleikum við hjálparstarf.
Keppzt var að björgun og að koma upp viðunandi húsaskjóli fyrir u.þ.b.
2 miljónir manns til að koma í veg fyrir meira mannfall, þar sem vetur
var í nánd. Búizt var við, að margir yrðu kuldum og vosbúð að
bráð, þannig að þúsundir færust í viðbót. |