Islamabad Pakistan,
Pakistan's Flag


ISLAMABAD
PAKISTAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Islamabad er höfuðborg Pakistan á Potwar-sléttunni í grennd við Rawalpindi.  Árið 1959 var borginni valinn þarna staður til að taka við hlutverki Karachi sem höfuðborg landsins.  Ýmsir heimskunnir húsameistarar (Constantinos A. Doxiadis o.fl.) voru fengnir til verksins og uppbyggingin hófst árið 1961.

Sex árum síðar fékk Islamabad nafnbótina höfuðborg og aðaluppbyggingarstarfinu lauk um miðjan áttunda áratuginn.  Borgin skiptist í átta hverfi, sem einkennast af hlutverkum sínum á sviði stjórnsýslu, verzlunar og viðskipta, iðnaðar eða sem íbúðarhverfi.  Meðal áberandi bygginga er þinghúsið (Louis I. Kahn) og Pakistanhúsið, sem er bústaður forseta landsins.  Quaid-I-Azam-háskólinn er í borginni.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1981 var 204.400.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM