Fjöll
og dalir einkenna landslagiđ víđast um landiđ.
Kaema-hásléttan í norđausturhlutanum er ađ međaltali 1000 m
hátt og er oft nefnt „ţak Kóreuskagans”.
Paektu-fjall (2750m), hiđ hćsta á skaganum, rís upp úr norđurjađri
ţessarar hásléttu. Ţađ
er útbrunniđ eldfjall međ stóru gígvatni.
Nangnim-fjöll teygjast frá norđri til suđurs um miđbik
landsins og mynda náttúruleg skil milli austur- og vesturhlutanna.
Kangnam- og Myohyang-fjallgarđarnir liggja samhliđa til suđvesturs.
Stórar sléttur í árdölum hafa myndast milli vesturfjallgarđanna
og sameinast í láglendinu međfram óreglulegri ströndinni.
Hamgyong-fjöllin liggja frá Nangnim-fjöllum til norđausturs
og mynda brattar hlíđar milli Kaema-hásléttunnar og Japanshafs.
T’eabaek-fjöll liggja frá suđausturhluta landsins inn í Suđur-Kóreu
međfram austurströndinni. Mikiđ
og fagurt úrsýni er frá tindi Kumgang (1630m).
Yalu
er lengsta á Norđur-Kóreu (Amnok á kóresku).
Hún kemur upp í suđurhlíđum Paektu-fjalls og rennur til suđvesturs,
800 km leiđ, ađ ósunum viđ Kóreuflóa.
Tumen-áin kemur upp á svipuđum slóđum og rennur til norđausturs,
535 km leiđ, til Japanshafs. Á
austurströndinni eru engin stór vatnsföll nema Tumen-áin og allar ađrar
stórár, Yalu, Ch’ongch’on, Taedong, Chaeryong og Yesong, renna til
Gulahafs. Stóru slétturnar
í árdölum vesturhlutans eru mikil landbúnađarsvćđi.
Rúmlega
60% jarđvegs landsins er veđrađ granít eđa ađrar stórkrystallađar
steintegundir. Víđast er jarđvegurinn brúnleytur og innheldur talsvert
mikinn sand og er lítt frjósamur.
Rauđbrún mold međ kalksteini er ađallega í Hwanghae-hérađi
og í suđurhluta Suđur-P’yongan-hérađs.
Öskugrár skógarjarđvegur hefur myndast á Kaema-hásléttunni
vegna hins kalda loftslags og barrskóganna.
Ţrátt fyrir ađ jarđvegurinn sé víđast ófrjósamur og
skorti lífrćn efni, er talsvert um frjósaman jarđveg í árdölunum.
Loftslagiđ.
Almennt ríkir svalt meginlandsloftslag í Norđur-Kóreu.
Veturinn nćr yfir mánuđina desember til marz og er kaldur.
Međalhiti í janúar er –6°C í suđurhluta landsins og –22°C
í fjalllendinu í norđurhlutanum.
Sumariđ hefst í júní og nćr fram í september.
Ţađ er hlýr tími međ 20°C í júlí en ţó gerist verulega
heitara í P’yongyang (30°C) og Chunggang (43°C).
Međalhitinn á veturna á austurströndinni er mun hćrri, 3-4°C
hćrri en á vesturströndinni.
Međalársúrkoman
er í kringum 1000 mm. Á hásléttunni
í norđurhlutanum fer ţetta međaltal niđur í 600 mm og í lćgri
hlutum árdals Taedong-árinnar í 800 mm.
Í efri hluta dalsins fer međaltaliđ upp í 1200-1300 mm á ári.
Nćrri 60% úrkomunnar fellur á fjögurra mánađa tímabili, júní-september
vegna sumarstađvindanna (monsún), sem valda stundum fellibyljum.
Úrkoma er tiltölulega lítil á veturna og fellur ţá helzt í
formi snćvar og stundum snjóar mikiđ á afmörkuđum svćđum, s.s.
í T’aebaek-fjöllum. Frostlausir dagar á ári eru rúmlega 200 međ ströndum
fram en fćrri en 120 á norđanverđri Kaema-hásléttunni.
Flóra
og fána.
Á hćstu svćđum landsins, einkum umhverfis Paektu-fjall, vaxa
barrtré, síberíufura, greni, kóresk fura og ađrar slíkar. Láglendiđ í vesturhlutanum var fyrrum vaxiđ blandskógum
međ fjölda annarra plantna en stöđug skógareyđing hefur sett spor
sín á landiđ og lítiđ er eftir af upprunalegum skógum.
Mestur hluti láglendissvćđanna er nú rćktađur. Sums stađar í hlíđum má sjá furulundi međ eik, hlyn og
birki. Međfram ám, ţar
sem hćtta er á flóđum, vex víđa reyr, sef, múlberjarunnar og ítalskar
aspir. Karfi og áll eru víđast
í ám landsins.
Ýmis
skógardýr, s.s. dádýr, fjallaantílópur, geitur, tígrisdýr og hlébarđar,
eru hér um bil útdauđ vegna eyđingar skóganna og finnast óvíđa á
afskekktum skógasvćđum. Á
sléttunum er enn ţá hćgt ađ finna villtar dúfur, hegra, trönur og
fjölda tegunda farfugla á hrísgrjónaökrunum. |