Norður Kórea tölfræði,
Flag of Korea, North


NORÐUR KÓREA
TÖLFRÆÐI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Opinbert nafn landsins er Choson Minjuiuui In’min Konghwaquk (Alþýðulýðveldið Kórea).  Í landinu ríkir eins flokks alræðisstjórn og þing, sem starfar í einni deild með 687 þingmenn.  Formaður flokksins er valdamikill, æðsti maður landsins og forsætisráðherra fer fyrir ríkisstjórn.  Höfuðborgin er P’yongyang og opinber tunga er kóreska.  Opinber trúarbrögð eru engin.  Gjaldmiðillinn er won = 100 chon. 

Íbúafjöldi:  Árið 1998 var Íbúafjöldinn rúmlega 21 milljón (61,3% í borgum; karlar 48,83%).

Aldursskipting 1997:  15 ára og yngri, 26,5%; 15-29 ára, 26%; 30-44 ára, 21,9%; 45-59 ára, 15,2%; 60-74 ára, 8,7%; eldri en 75 ára, 1,7%.

Spá um íbúafjölda 2010:  23.500.000.

Uppruni íbúanna:  99,8% kóreskir; 0,2% kínverskir.

Trúarbrögð 1980:  Utan trúarbragða, 68,3%; hefðbundin trúarbrögð, 15,6%; ch’ondogyo, 13,9%; búddistar, 1,7%; kristnir, 0,5%.

Helztu borgir 1987:  P’yongyang (2,5 millj.); Hamhung (700 þús.); Ch’ongjin (520 þús.); Namp’o (370 þús.); Sunch’on (360 þús.).

Fæðingartíðni miðuð við 1000 íbúa 1996:  22,5 (heimsmeðaltal 25).

Dánartíðni miðuð við 1000 íbúa 1996:  5,3 (heimsmeðaltal 9,3).

Náttúruleg fjölgun miðuð við 1000 íbúa 1996:  17,2 (heimsmeðaltal 15,7).

Frjósemi 1996 (miðuð við hverja kynþroska konu):  2,3.

Hjónabandstíðni miðuð við 1000 íbúa 1987:  9,3.

Skilnaðatíðni miðuð við 1000 íbúa 1987:  0,2.

Lífslíkur frá fæðingu 1997:  Karlar 69 ár, konur 75 ár.

Helztu dánarorsakir miðaðar við hverja 100 þúsund íbúa 1986:  Hjarta- og æðasjúkdómar 224,9; krabbamein 69; meltingarsjúkdómar 51,6; lungnasjúkdómar 46,7; slys og eitranir 38,2; sýkingar og smitsjúkdómar 19,4.

Efnahagsmál.  Fjárlög 1994 US$ 18.875.090.000.- (veltuskattar 55% + aðrar tekjur ríkisins 30%).  Útgjöld:  US$ 18.875.090.000.- (félagsmál 19,8%, hermál 11,6%, annað 67,8%).  Erlendar skuldir 1993:  US$ 10.300.000.000.-

Vinnuafl 1994:  Alls 12.486.000 (53,2% þjóðarinnar).  Vinnuþáttaka eftir aldri:  15-64 ára, 49,5%; konur, 46%; karlar 46%.  Avinnuleysi ekki gefið upp.

Atvinnuvegir:  Landbúnaður, skógarhögg, fiskveiðar, námuvinnsla, iðnaður.

Tekjur og gjöld heimilanna:  Meðalfjölskyldustærð 1987:  4,8.  Meðalárstekjur á heimili US$ 4.275.-.  Gjöld 1984:  Matvæli 46,5%; fatnaður 29,9%; húsgögn 3,8%; orka 3,3%; húsnæði 0,6%.

Verg þjóðarframleiðsla 1996:  US$ 20.867.000.000.- (US$ 970.- á mann).

Landnýting 1994:  Skóglendi 61,2%; engjar og beitiland 0,4%; ræktað land 16,6%; annað 21,8%.

Innflutningur 1995:  US$ 1.470.000.000.- (hráolía, kol, koks, vélar til iðnaðar, farartæki, efnavara, garn til vefnaðar og kornvara).  Aðalviðskiptalönd:  Kína 30%; Japan 15,8%; Austurríki 9,3%; Úkraína 5,9%.

Útflutningur 1995:  US$ 590.000.000.- (hráefni, s.s. blý, magnesít, sink, unnir málmar s.s. járn og stál og aðrir málmar, sement, landbúnaðarafurðir, fiskur, tóbak og vefnaðarvörur).  Aðalviðskiptalönd eru Japan 31,4%; Ausurríki 17,3%; Indland 6,9%.

Samgöngur:  Járnbrautir 1990: 8533 km.  Vegakerfið 1992: 30.000 km (6,2% með slitlagi).  Fólksbílar 1990:  248 þúsund.  Fraktskip 1992: 100 skip stærri en 100 brúttótonn.  Flugvellir með áætlunarflugi: 1.

Menntun.  13,7% íbúanna, 16 ára og eldri, hafa fengið framhaldsmenntun.  Ólæsi 1995 = 5%.

Heilbrigðismál 1989:  Einn læknir fyrir hverja 370 íbúa.  Eitt sjúkrarúm fyrir hverja 74 íbúa.  Barnadauði miðaður við hverjar þúsund fæðingar = 52.

Næring 1995:  Dagleg neyzla 2360 kaloríur (grænmeti 91%, kjötmeti 9%), sem samsvarar 109% af lágmarksviðmiðun FAO.

Hermál 1997:  Fjöldi hermanna 1.055.000 (landher 87,5%, sjóher 4,4%, flugher 8,1%).  Útgjöld vegna hermála miðuð við verga þjóðarframleiðslu 1995 = 28,6% (heimsmeðaltal 2,8%).  Þetta samsvarar US$ 255.- á mann á ári.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM