Laos
er í Suðaustur-Asíu (Indókína).
Nágrannaríki eru: Tæland
(v), Burma (nv), Kínverska alþýðulýðveldið (n), Vietnam (na, a) og
Kambódía (s). Heildarflatarmál landsins er 236.800 km²
Landið
er að mestu hásléttur of fjalllendi.
Mekong rennur í gegnum norðvesturhluta landsins
og að hluta á landamærum þess og Burma og vestantil á landamærum Tælands.
Hitabeltis-
og monsúnloftslag með mikilli úrkomu á sumrin.
Laoar
(90%) búa aðallega í fljótsdölunum og á hásléttunum; frum-byggjar
(meo, yao o.fl.) búa aðallega uppi í
fjöllum.
Kínverskir og víetnamsk-ir minnihlutahópar. - Heildaríbúafjöldi
u.þ.b. 4 milljónir, 17 íbúar á hvern km².
Íbúafjölgun u.þ.b. 1,9% á ári.
Ólæsi u.þ.b. 59%. Vinnuafl
u.þ.b. 2,5 milljón.
Trúarbrögð:
Hinajana
Buddhatrú (90%); kristnir minnihlutahópar.
Tungan:
Þjóðtungan
er lao. Þar að auki er töluð
franska. Kínverska og víetnamska
er töluð
meðal minnihlutahópa.
Ríkið:
Sjálfstæðisyfirlýsing
frá 12. oktober 1945. Þingbundið
einveldi í franska samveldinu frá
19. júlí 1949.
Fullt sjálfstæði frá 21. júlí 1954. - Laos varð alþýðulýðveldi
2. desember 1975. Stjórnarform:
Þjóðþing, þjóðarráð.
Þjóðhöfðinginn er forseti þjóðarráðsins.
Forsætisráðherra er
í fararbroddi ríkisstjórnarinnar.
Laos er aðili að: S.þ. (ýmsum
sérstofnunum); Colombo-áætluninni; COMECON (áheyrnarfulltrúi). Landið skiptist í 16 stjórnsýslusvæði.
Vientiane
(höfuðborg), Luang Prabang, Savannakhet og Paksé.
|