Luang Phrabang Laos,
Flag of Laos


Xieng Theng klaustur


Tham Ting hellir


LUANG PHRABANG
LAOS

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Luang Prabang var eitt sinn setur konunga.  Borgin er i 365 m hæð yfir sjó og þar búa u.þ.b. 45.000 manns.  Hún er 350 km norðaustan Vientiane í grózkumiklu, hæðóttu landslagi við ármót Nam Khan og Mekong.  Ferðahópar sem hafa fengið ferðaleyfi í landinu geta komizt þangað með flugi.

Nafn borgarinnar  er dregið af Pra Bang, sem þýðir Gullni Buddha.  Prestur nokkur á að hafa fært fyrsta laoska konunginum Fa Ngoum þetta líkneski að gjöf frá kambódíska konunginum Angkor.  Laoski konungurinn hafði alizt upp við kambódsku hirðina, kvænzt prinsessu þaðan og numið buddhisk fræði.  Eftir að hann hafði stofnað laoska konungsríkið kom fyrrnefndur prestur til að fræða hann nánar um trúmál.  Hann hafði meðferðis gullið Buddhalíkneski, sem var smíðað á Ceylon (Sri Lanka) og var þá a.m.k. 500 ára gamalt.

Mörg Buddhamusteri og pagódur prýða borgarmyndina og munkarnir í appelsínugulu kuflunum sínum hafa orðið að vinna á hrísgrjónaökrunum síðan kommúnistar komust til valda.  Nokkrar steinbyggingar frá franska nýlendu-tímanum er að finna í borginni, en flest húsin eru timburhús með stráþökum.

Í miðborginni er klettur, Phousi, þaðan sem er frábært *útsýni yfir umhverfið í góðu veðri.  Á fegursta stað í borginni stendur That Chomsi-hofið með gylltum pýramída, prýddum níu virðingarskermum, sem eru tákn kon-ungsdæmisins.  Talið er að byggingarnar standi á rústum gamals musteris.  Savang Vatthana konungur lét endurnýja hofið árið 1962.

Milli Phousi-klettsins og bakka Mekong er gamla konungshöllin, sem slapp óskemmd frá ringulreið borgarastyrjaldarinnar.  Við hliðina á henni er Wat May Souvanna Phoumakam-musterið, sem var byggt á árunum 1821-1891 og hýsti Gullna Buddhann (Pra Bang) um hríð.  Hliðar musterisins eru skreyttar gylltum lágmyndum, sem lýsa lífinu við hirðina og lífi fólksins í sveitinni.

Vat Pa Ke hofið var endurnýjað árið 1853.  Það er líka kallað 'hollenzka pagódan' vegna gylltra freskamynda af hollenzkum ferðamönnum frá 17. og 18. öld á hurðum þess.

Vat Xieng Thong-musterið er táknrænt fyrir byggingarstílinn í norðurhluta landsins.  Það er með bröttum þökum, sem ná næstum til jarðar.  Þarna voru konungar landsins krýndir um aldir.

Vat Aphay, Wat May, Wat Manorom (12 tonna Buddha frá 14. öld), Wat Visoun og That Mak Nlo eru líka athyglisverð hof.

Skammt utan borgarmarkanna fannst gröf franska landkönnuðarins Henri Mouhot á ný árið 1967.  Hann vakti athygli Vestulandabúa á stórkostlegum hofum í Angkor í Kambódíu.

Sextán km norðan Luang Phrabang eru Pak-Ou-hellarnir með fjölda Búddalíkneskja.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM