Vientiane Laos,
Flag of Laos


VIENTIANE
LAOS

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

The magnificent Pha That LuangHöfuðborg Laos (Viangchang = „Borg sandelviðarins”; 200.000 íb.) er á vinstri bakka Mekongfljóts, þar sem það streymir frá vestri til austurs og myndar landamærin að Tælandi.  Borgin minnir einna helzt á stórt sveitaþorp án miðbæjarkjarna í samanburði við aðrar asískar stórborgir eins og Bangkok.  Umferðarhnútar og loftmengun eru óþekkt fyrirbæri í Vientiane.  Á götum úti er umferð lítil og oft sést þar búfénaður, nautgripir og fiðurfé, á ráfi.  Á kvöldin er þar varla lifandi sálu að sjá.

Upphaflega var einungis leyft að reisa klaustur, musteri og konunglegar byggingar úr steini, tígulsteini eða leir í bæjum landsins.  Íbúðar- og verzlunarhúsnæði var ævinlega byggt úr timbri og stráum og entist því skamman tíma.  Frönsku nýlenduherrarnir rufu þessa hefð í lok 19. aldar og lögðu malbikaðar götur og byggðu varanleg hús, einbýlishús og stjórnarbyggingar, við breiðgötu á bökkum Mekong.

Einu skoðunarverðu staðirnir í Vientiane eru Buddhamusteri og pagódur (fara úr skóm áður er farið er inn í helgidómana).  Í miðri borginni, andspænis Imperial hótelinu,  er svarta stúpan Thai Dam.  Þjóðsagan segir, að þar sé sofandi dreki, sem hrærist ekki nema Tælendingar ógni borginni.

U.þ.b. 2 km austan Lane Xang hótelsins, á bökkum Mekong, er hefðbundið laoískt musteri, Wat That Khao, úr stórum sexflötuðum sandsteinum og meðfram þakköntunum er ræma skreytt slöngum.

Vat Phra Keo-musterið var byggt árið 1563 til að hýsa smagagðsbÚdda, sem er í Tælandi.  Burðarsúlur þess og listilega gert þakið bera síamskum áhrifum vitni.  Musterið stendur við Sethathirat-götu milli fyrrum konungshallarinnar Hor Kang og Mahosot-sjúkrahússins.  Því hefur verið breytt í safn, sem hýsir áhugaverð Buddhalíkneski.

Vat Siaket-musterið var reist snemma á 19. öld á horni Avenue Lane Xang og Sethathirat-götu.  Þessi mikla, ferhyrnda bygging er krýnd lítilli stúpu og sýnir vel búrmanskan byggingarstíl.  Fyrrum sóru ríkisstjórnir eiða sína í þessu musteri.

Þrjár hinna þrjátíu pagóda borgarinnar eru einkum skoðunarverðar:  Wat Ong Tu (á horni Anou- og Sethathirat-gatna), Wat Phiavat (u.þ.b. 1 km austan Lane Xang hótelsins) og Wat Sii Muong (á horni Sethathirat og Samsenthai-gatna).

Við enda Avenue Lane Xang er bogalagað stríðsminnismerki, „Monument des Morts”, sem er helgað Laotum, sem hafa fallið í styrjöldum.  Fólk kallar það gjarnan 'lóðréttu flugbrautina', því að það átti að nota steypuna í því í uppbyggingu flugvallarins.  Beint vestan minnismerkisins er hús æðsta-ráðs þjóðarinnar.

U.þ.b. 3 km norðaustan minnismerkisins er pýramídalöguð bygging *That Luang-stúpan.  Hún er gyllt og umkringd 30 turnum.  Sethathirat kon-ungur lét reisa hana árið 1566.  Hún var endurnýjuð síðast árið 1976 fyrir til-stilli Frakka.  Þessi þjóðarhelgidómur var fyrrum pílagrímastaður aragrúa Buddhamunka frá norðurhluta landsins og norðausturhluta Tælands.

Vilji gestir kynnast lifnaðarháttum Laota, ættu þeir að fara snemma á fætur og heimsækja einhvern markaða borgarinnar.  Fögur sólarupprásin er bónus.  Morgun- og Nong-Duan-markaðirnir (fyrrum kvöldmarkaður), þar sem seld eru matvæli, eru við Khoua-Luang-götu.

Ferðamenn og útlendingar, sem búa í Vientiane mega ekki fara lengra út frá borginni en 15 km.  Hyggi þeir á stærri landvinninga verða þeir að afla sér sérstakra leyfa.  Eina dagsferðin, sem boðin er út frá höfuðborginni, er að uppistöðulóni fyrrnefndrar virkjunar 90 km norðan borgarinnar, þar sem áin Nam Ngum hefur verið stífluð.

Mynd:  Pha That Luang.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM