Landið
er að mestu flatt og öldótt með einstaka hærri hæðum og grunnum lægðum.
Hæsti staður landsins er í kringum 290 m yfir sjó
(Ash-Shag(y) í vesturhorninu. Az-Zawr-jaðarinn,
einn aðaldrátta landslagsins, er við norðvesturströnd Kúveitflóa.
Annars staðar með ströndum fram eru saltmýrar.
Í norður-, vestur- og innlandshlutum landsins eru eyðimerkurlægðir,
sem fyllast af vatni í vetrarrigningum.
Þar voru mikilvæg vatnsból og griðastaðir fyrir drómedarahjarðir
bedúína.
Flóra
og fána.
Mold er tæpast til í Kúveit nema í nýja græna beltinu í og
við Kúveitborg og nokkrum eyðimerkurvinjum, þar sem áveitur gera ræktun
mögulega. Í saltmýrunum
vaxa nokkrar plöntur, sem þola saltvatn (halophytes).
Lítið er um villt spendýr en af og til bregður fyrir
gasellum, refum og desdýr. Skriðdýr
eru sjaldgæf en stundum sjást eitraðar sandnöðrur, monitor- og dabeðlur.
Loftslagið
í eyðimörkinni er temprað vegna áhrifa hlýsjávar Persaflóa.
Sé úrkoman nægileg, verður eyðimörkin græn frá miðjum
marz til aprílloka. Á þurrkatímanum,
apríl-september, er mjög heitt, 44°C á daginn og stundum 54°C.
Vetrarhitinn er þolanlegri og stundum gætir frosts inni í
landi. Meðalársúrkoma er
á bilinu 25-180 mm, aðallega á tímabilinu október-apríl, þótt
stundum komir skúrir, sem skilja eftir sig 50 mm á einum degi.
Ríkjandi vindar eru úr norðvestri, svalir á veturna og vorin
en heitir á sumrin. Suðaustanvindarnir,
sem eru oftast heitir og rakir, ríkja milli júlí og október.
Heitir og þurrir sunnanvindar ríkja á vorin og snemmsumars.
Norðvestanvindurinn (sham(l) er algengur í júní og júlí og
veldur miklum sandstormum.
Hin
gamla Kúveitborg er í óblíðri eyðimörk en hafnaraðstaðan er
afbragðsgóð. Hún þróaðist
á 18. og 19. öld sem miðstöð viðskipta vegna perluskelja í flóanum,
úlfaldalesta og samgangna á sjó.
Hún var umgirt jarðvegsmúrum 1918-54.
Nú standa eftir þrjú hliðanna, sem opnuðust út á endalausa
eyðimörkina. Eftir 1930 fór
olían að færa landsmönnum æ meiri arð og borgin tók stórstígum
breytingum. Múrinn var
jafnaður við jörðu og úthverfi voru skipulögð.
Ríkisstjórnin lagði stórfé til uppbyggingar og þróunar
borgarinnar og úrkoman varð nútímastórborg með loftkældum húsum.
Kúveitar búa nú um alla borgina á rúmgóðum svæðum en útlendingar
búa í meira þéttbýli í íbúðum ígamla borgarhlutanum og úthverfunum
SawallY og As-S(limYyah og mega ekki búa annars staðar.
Íbúarnir
eru að langmestu leyti múslimar.
Samkvæmt lögum frá 1981 mega engir aðrir en múslimar vera ríkisborgarar.
Þjóðin er ung, u.þ.b. 60% landsmanna eru yngri en 21 árs.
Meirihlutinn er sunnítar og u.þ.b. fjórðungur shítar.
Íranska byltingin 1979 og shítaofsóknirnar í Írak á níunda
áratugnum jók samhygð shíta í Kúveit.
Opinber
tunga landsins er arabíska og krafizt er færni í henni, óski einhver
eftir ríkisfangi. Enska er
annað aðaltungumálið, sem er kennt í skólum.
Hindi, urdu og F(rsY (persneska) eru víða töluð meðal útlenzkra
íbúa landsins. Söguleg
stéttaskipting, sem myndaðist á viðskiptaskeiði Kúveitborgar,
breyttist eftir þróun olíuiðnaðarins, þegar ríkið varð aðalvinnuveitandi
landsins. Eina stéttin,
sem er enn þá stjórnmálalega mikilvæg, er gamla kaupmannastéttin,
BanY Åut”b.
Eftir
Persaflóastríðið 1990-91 stefndi ríkisstjórn landsins að fækkun
erlendra verkamanna í landinu en samt eru ríkisborgarar enn þá í
minnihluta í eigin landi. Eftir
að búið var að hrekja Íraka úr landi voru hinir 400.000
Palestínumenn,
oft þriðja kynslóð þeirra í landinu, flestir reknir úr landi.
Árið 1992 voru aðeins 50.000 þeirra eftir.
Í þeirra stað komu aðallega Egyptar, Sýrlendingar, Íranar
og Suður-Asíumenn. Þessi
útlendingar njóta ekki réttinda ríkisborgara.
Mjög erfitt er að fá ríkisfang og þeir, sem geta ekki sannað
búsetu fjölskyldu sinnar í landinu fyrir 1920 eiga þess ekki kost. |