Kúveit
er land á Arabíuskaga við norðvesturhorn Persaflóa.
Heildarflatarmál þess er 17.818 km².
Vestan og norðan þess er Írak, að austan Persaflói og að
sunnan Sádi-Arabía. Kúveit
og Sádi-Arabía deildu með sér 5700 km² hlutlausu svæði við Flóann
þar til samkomulag náðist um landamæri 1969.
Engu að síður skipta löndin jafnt með sér arði af olíulindum
á þessu svæði. Enn þá
er deilt um legu landamæranna að Írak.
Landið er að mestu eyðimörk.
Við vestanverðan Kúveitflóa er eina stóra vinin, Al-Jahrah, og
nokkrir gróðurblettir í suðausturhlutanum og meðfram ströndinni.
Níu eyjar fyrir ströndinni tilheyra landinu.
Stærstar þeirra eru hinar óbyggðu B¨biy(n
og Al-Warbah. Faylakah-eyja,
nærri mynni Kúveitflóa, hefur verið byggð allt frá forsögulegum tíma.
Höfuðborg
landsins, Al-Kuwayt, í suðurhorni landsins við Kúveitflóa, er að öllu
leyti í eyðimörkinni. Langflestir
landsmenn búa í eða í nánasta umhverfi hennar.
Emírinn er meðlimur “ab(R-fjölskyldunnar, sem hefur stjórnað
landinu síðan 1756. Eftir olíufundi
og þróun olíuiðnaðar frá því á fjórða áratugi 20. aldar og eftir
síðari heimsstyrjöldina, hefur olían staðið undir rúmlega 90% útflutings
landsins. Á níunda áratugnum
fór landið að bera meira úr bítum fyrir fjárfestingar sínar en olíuna.
Landið naut góðs af þeim í Persaflóastríðinu 1990-91.
Landið er meðal mestu olíulanda heims og óvíða annars staðar
eru meiri birgðir í jörðu. |