Höfuöborg
landsins er á suðurströnd Kúveitflóa og nafn hennar er dregið af
arabíska orðinu k’t, sem þýðir virki.
Borgin var stofnuð í upphafi átjándu aldar, þegar nokkrar fjölskyldur,
sem fluttust frá eyðimörkum Arabíuskaga til strandar.
Fólkið í þessari 13 km² borg, sem var umgirt varnarmúrum úr
jarðvegi, lifði á fiskveiðum, perluköfun og viðskiptum við
Indland og Austur-Afríkumenn. Eftir
síðari heimsstyrjöldina, þegar olíuiðnaðurinn hafði þróazt nægilega,
stækkaði borgin hratt. Jarðvegsmúrarnir
voru fjarlægðir 1957 en þrjú hliða hans standa enn þá.
Borgin
varð blómstrandi miðstöð stjórnsýslu og fjármála með nútímahótelum
og háreistum skrifstofubyggingum.
Banka- og fjármálastarfsemin var hin þróaðasta í Miðausturlöndum.
Þarna er fjöldi lúxushúsa með görðum og skemmtigarða.
Mikil umferð er á trjáprýddum breiðgötum.
Háskóli borgarinnar hóf starfsemi 1966.
Sögusafn borgarinnar hýsir m.a. minjar frá Faylakah-eyju. Þegar Írakar gerðu innrás og lögðu landið undir sig frá
ágúst 1990 til febrúar 1991, hirtu Írakar allar matarbirgðir,
neyzluvörur, tæki og stálu öllu steini léttara.
Fjöldi íbúa borgarinnar flúði land.
Talsverðar skemmdir urðu á borginni, sem voru að mestu lagfærðar,
þegar fólkið snéri heim. Áætlaður
íbúafjöldi árið 1995 var tæplega 29 þúsund. |