Antille eyjar, ásamt Aruba, voru hollenzkar nýlendur.
Hinn 29. desember 1954 fengu þær sjálfstjórn með hollenzkum
landstjóra, sem krúnan skipar. Þingmenn (27) frá eyjunum fimm eru
kosnir í almennum kosningum. Hollendingar sjá um landvarnir og
utanríkismál. Hver eyja lýtur sveitarstjórn og varalandstjóra.
Árið 1986 fékk Aruba eigin sjálfstjórn, þótt eyjaskeggjar séu háðir
sömu fjárlögum og hinar eyjarnar.
Aðalatvinnuvegur eyjanna er hreinslun olíu, sem er flutt inn frá
Venesúela. Hreinsistöðin á Curacao, sem er iðnvæddasta eyjar, er
meðal stærstu slíkra í Karíbahafi. Hráolía og afurðir
hreinsistöðvanna nema nálægt 90% verðmætis inn- og útflutnings
eyjanna. Á Curacao og Bonaire er talsverð framleiðsla vefnaðarvöru,
málningar og elektrónískra tækja, auk framleiðslu áfengis, sápu og
hveitis. Íbúar Sint Maarten framleiða mikið af rommi og þar er
fiskvinnsla talsverð. Fríverzlunarsvæðið á Curacao er
atvinnuskapandi og gerir eyjuna mikilvæga vegna umskipunar. Á
Curacao eru fosfatnámur og Bonaire-búar stunda talsverða saltgerð.
Ferðaþjónustan er mjög mikilvægur atvinnuvegur, einkum á Bonaire og
Sint Maarten. Gjaldmiðill eyjanna er evra, |