Falklandseyjar meira,
[Flag of the United Kingdom]

NÁTTÚRUFAR SAGA STRÍÐIÐ 1982 .

FALKLANDSEYJAR
ALMENNT

Country map of Falkland Islands (Islas Malvinas)
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Íbúar eyjanna eru enskumælandi og af brezku bergi brotnir.  Mikill munur er á lifnaðarháttum íbúa strjálbýlisins, þar sem sauðfjárbúskapur er stundaður, og þéttbýlisins í Stanley.  Tveir þriðjungar íbúanna búa í höfuðborginni, þ.m.t. nokkrir brezkir vísindamenn og hermenn.

Áætlaður íbúafjöldi eyjanna árið 2001 var 2379.  Samtímis var fjöldi fólks í herstöðinni Mount Pleasant 2913.  Herafli Breta á Falklandseyjum er í kringum 1000 manns árið 2007.  Þessir hermenn hjálpa til við vegagerð og hreinsun jarðsprengjusvæða.

Atvinnulíf. 
Eyjaskeggjar eru sjálfum sér nægir efnahagslega.  Þeir lifa af sölu veiðiheimilda í fiskveiðilögsögunni, sauðfjárbúskap og sívaxandi ferðaþjónustu.  Eyjarnar verða æ vinsælli viðkomustaður skemmtiferðaskipa.  Fjölskrúðugt dýralíf laðar marga ferðamenn til eyjanna.  Þar er m.a. geysistórt varpsvæði mörgæsa.

Sauðfjárbúskapur er stundaður á mismunandi stórum einkareknum búum.  Þar eiga bæði fjölskyldur á eyjunum í hlut og fyrirtæki í Bretlandi.  Fjöldi sauðfjár er u.þ.b. 700.000 og mest áherzla er lögð á framleiðslu ullar og kjöts.  Ullin er aðaltekjulind eyjaskeggja og er flutt til Bretlands.  Falklandseyjafélagið fékk einkaleyfi til viðskipta á eyjunum 1851 og hefur átt mikinn þátt í þróun mannlífs þar síðan.  Það er enn þá stærsti framleiðandi ullar og kjöts.


Fiskveiðar eru líka stundaðar umhverfis eyjarnar.

Samgöngur eru í lofti, á láði og legi.  Flugsamgöngur eru ríkisreknar og strandferðaskip halda uppi ferðum milli aðaleyjanna tveggja.  Flugið til Englands liggur um Ascensioneyjar.  Fjarskipti fara um gervihnetti.

Stjórnsýsla.  Æðsta stjón eyjanna er í höndum landstjóra Breta.  Hann er ráðgjafi framkvæmdavaldsins og yfirmaður embættismanna eyjanna, sem eru að ýmist kjönir eða skipaðir af löggjafarþinginu.  Atvinnuleysi er óþekkt á eyjunum, m.a. vegna þess, að húsnæðisskortur er mikill.  Eyjaskeggjar njóta góðs félagslegs kerfis, sem tryggir þeim fría skólagöngu frá sex ára aldri til fimmtán ára aldurs og framhaldsmenntunar í Stanleyskólanum .

Heilgbrigðismál
.  Stanleyspítalinn tryggir öllum fría læknisþjóunustu.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM