Hinn 2. apríl
1982 gerđu Argentínumenn innrás á Falklandseyjum, sem eru
afskekkt nýlenda Breta í Suđur-Atlantshafi. Ţessi
ađgerđ leiddi til stutts en heiftarlegs stríđs.
Argentínska herforingjastjórnin átti í ímyndarvanda
heimafyrir og ákvađ ađ efla álit sitt međal almennings međ
ţví ađ vísa til eignarréttar landsins á Malvinas-eyjum í
samrćmi viđ sjálfstćđisskilmála viđ Spánverja frá árinu 1833
og leggjast í hernađ. Reyndar má einnig kenna Bretum
sjálfum um ţessa ţróun, ţví áriđ 1981 samţykkti brezka
ţingin lög, sem sviptu íbúa Falklandseyja ríkisborgararétti
í Bretlandi. Ţessi ákvörđun leiddi til ţess, ađ
argentínska herforingjastjórnin taldi enga ástćđu til ađ
óttast, ađ Bretar myndu berjast til ađ verja yfirráđ sín.
Leopoldo Galtieri, yfirhershöfđingi og leiđtogi
herforingjastjórnarinnar, tók ákvörđun um innrásina í janúar
1982. Herforingjarnir nefndu ađgerđina „Rosario”.
Í marz sendi brezka sendiráđiđ í Buenos Aires skeyti heim og
skýrđi frá orđrómi um yfirvofandi innrás.
Utanríkisráđuneyti Breta ráđlagđi Margraretu Thatcher,
forsćtisráđherra, frá ţví ađ bregđast viđ.
Thatcher fékk misvísandi ráđgjöf frá sínu fólki, en tók
snarlega af skariđ međ ađ senda herliđ á vettvang og verja
brezka hagsmuni á eyjunum. Ţessi skörungsskapur efldi
vinsćldir stjórnar hennar og hún vann góđan kosningasigur
áriđ eftir.
Ţremur dögum eftir innrásina lögđu 65 skip međ 15.000
hermenn af stađ frá Bretlandi og Gíbraltar í 13.000 km
leiđangur til Falkalandseyja. Alls sendu Bretar 100
skip og 28.000 hermenn til eyjanna. Argentínumenn
sendu ţangađ 12.000 hermenn og 40 skip, en flugher ţeirra
gat lítt athafnađ sig ţar vegna fjarlćgđar.
Argentínsku hermennirnir voru flestir ungir og vanţjálfađir
herskyldumenn. Alls féllu 655 ţeirra og Bretar misstu
255. Ţrír óbreyttir Falklandseyingar féllu einnig.
Ţegar ţessi grein var birt, höfđu Bretar misst fćrri hermenn
í átökunum í Afgaistan og Írak en á Falklandseyjum.
Brezka dagblađiđ Independent fullyrđir einnig i grein, ađ
rúmlega 300 fyrrum hermenn í Falklandseyjastríđinu hafi
svipt sig lífi frá lokum ţess.
Fyrsta meiri háttar mallfalliđ varđ, ţegar brezkur kafbátur
sökkti argentínska beitiskipinu General Belgrano og 368
fórust. Skipstjóri ţess stađfesti í viđtali áriđ 2005,
ađ hann hefđi haft skipun um ađ ráđast á brezk herskip.
Tveimur dögum síđar var brezka tundurspillinum HMS Sheffield
sökkt međ exocet-flugskeyti og 20 skipverjar fórust.
Sjö vikum eftir argentínsku innrásina komu Bretar sér upp
landbćkistöđ í San Carlos-flóa 21. maí. Ţađan voru
gerđar árásir á helztu ţéttbýlisstađina, Goose Green og
Stanley, sem Argentínumenn hersátu. Orrustan um Goose
Green tók hálfan annan sólarhring og var mjög hörđ.
Brezku hermennirnir voru mun fćrri, en höfđu samt fullan
sigur. Ţađan hélt brezki herinn áfram gangandi yfir
mýrar, móa, holt og hćđir, ţvert yfir eystri megineyjuna og
háđi lokaorrustuna viđ Argentinumenn í hćđunum viđ Port
Stanley. Bretar rufu varnarlínu ţeirra og ţeir gáfust
upp. Hinn 14. júní gengu brezku hermennirnir fylktu
liđi inn í Port Stanley viđ mikinn fögnuđ heimamanna.
Tengsl Síle og Bretlands elfdust í ţessu 74 daga stríđi.
Augusto Pinochet leyfđi Bretum ađ njósna um Argentínumenn
frá afskekktum flugvöllum í Síle gegn ţví, ađ Bretar ryfu
alţjóđlegt vopnasölubann gegn Síle. Bretar seldu
herforingjastjórninni 12 orrustuţotur, sem bandarískar
flutningavélar fluttu til Síle í apríl, maí og nóvember.
Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, lýsti stuđningi viđ Breta
26. apríl í trássi viđ mikinn ágreining innan bandarísku
ríkisstjórnarinnar. Bandaríska leyniţjónustand, CIA,
vildi ađ BNA lýstu stuđningi viđ Argentínumenn og bandaríski
sendiherrann ţar var á sama máli. Alexander Haig,
utanríkisráđherra, og Caspar Weinberger, varnarmálaráđherra,
studdu Breta međ forseta sínum, ţannig ađ ađrar raddir
komust ekki ađ.
Mario Menendez, yfirmađur argentínska hersins, játađi ósigur
hers síns 14. júní. Ţremur dögum síđar sagđi Galieri
af sér vegna ţrýstings eigin manna. Hann var síđar
lögsóttur og fangelsađur í ţrjú ár vegna hernađarlegrar
vanhćfni. Hann dó áriđ 2003.
Stjórnmálasamband komst aftur á milli Breta og
Argentínumanna áriđ 1990, ţótt enn ţá séu samskiptin ekki
slétt og felld. Argentínumenn gera enn ţá friđsamlegt
tilkall til Malvinas-eyja en Bretar segja slík mál ekki til
umrćđu. Herafli Breta á Falklandseyjum er í kringum
1000 manns. Ţessir hermenn hjálpa til viđ vegagerđ og
hreinsun jarđsprengjusvćđa.
Eyjaskeggjar eru sjálfum sér nćgir efnahagslega. Ţeir
lifa af sölu veiđiheimilda í fiskveiđilögsögunni,
sauđfjárbúskap og sívaxandi ferđaţjónustu. Eyjarnar
verđa ć vinsćlli viđkomustađur skemmtiferđaskipa.
Fjölskrúđugt dýralíf lađar marga ferđamenn til eyjanna.
Ţar er m.a. geysistórt varpsvćđi mörgćsa.
Heimild: Grein Auđuns Arnórssonar í Mbl 31. marz 2007. |