Höfuðborgin er Salem og aðrar helztu borgir eru Portland,
Eugene, Corvallis og Medford.
Mikil timburvinnsla (50% fylkisins eru skógi vaxin; mesta
timburframl. Í BNA).
Landbúnaður:
Hveiti, hafrar, útsæði, ávextir (einkum ber), grænmeti, kartöflur,
kalkúnar og sauðfé.
Iðnaður:
Timburvinnsla, pappír, matvæli, olíuhreinsun, samgöngutæki,
gerviefni, vefnaður, vélasmíði og málmvinnsla.
Fjöldi uppistöðulóna.
Fiskveiðar:
Lax, túnfiskur, stórlúða o.fl. tegundir.
Jarðefni:
Grjót, títan, vanadíum, nikkel, kalk og vikur.
Ferðaþjónusta:
Skotveiði og stangveiði.
Crater
Lake-þjóðgarðurinn.
Bend
er er meðalbær, samgöngumiðstöð við Deschuteána.
Miðstöð landbúnaðar og skógarhöggs og heilsársskíðasvæði
Mount Bachelor í suðvesturhluta bæjarins.
Skógi vaxin fjalla- og vatnasvæði eru vinsælir ferðamannastaðir
til gönguferða og stangveiði.
Newberry-gígurinn, óvirkur með öskulögum umhverfis, er 65 km
suðaustan bæjarins.
Þar nærri er Austurvatn og Pálínuvatn.
Fjöldi náttúruverndarsvæða, s.s. Lava River Caves State Park
21 km sunnan Bend; hraunhellar.
Hood River er þorp í ávaxtahéraði á suðurbakka Columbiaárinnar
(sögusafn).
Bonnevillestíflan með laxastiga og orkuveri er 35 km vestan þess.
Hoodfjall (3424m) er 40 km sunnar.
Vegurinn upp fjallið er í því norðanverðu og útsýnið af
tindinum á góðum degi er frábært.
Skíðasvæði.
Klamath
Falls er landbúnaðar- og skógarhöggsbær við sunnanvert
Efra-Klamathvatns.
Fjöldi heilsubótarstaða í nágrenninu, bæði sumar og vetur.
Lakeview
er þorp skammt norðan Gæsavatns, sem teygist inn í Kaliforníu.
Goshverir og heitar laugar eru 5 km norðaustan þess og hluti
hverasvæðisins er nýttur til orkuvinnslu.
Warner-Canyon skiðasvæðið er 9½ km norðan þorpsins.
*Oregon
Caves-þjóðarminnismerkið er 32 km suðaustan Cave Junction suðvestast í fylkinu.
Þar fundust fallegir dropasteinahellar árið 1874 (hitastig
inni í þeim er tæplega 9°C) í miðjum Siskiyoufjöllum.
Pendleton
er bær og samgöngumiðstöð í norðausturhlutanum og aðalkúrekabærinn
við Oregon-leiðina.
Austar er Umatilla indíánaverndarsvæðið.
Í Pendleton er haldið mikil, fjögurra daga, villireiðakeppni
(rodoe) og nautgripasmölun um miðjan september ár hvert.
The
Dalles
er bær við Columbiaána, þar sem ferðalangar fortíðarinnar urðu að
ferja hafurtask sitt og vagna yfir ána.
Fort Dalles safnið (vagnar).
Villireiðakeppni (rodeo) í júli.
Dalles-stíflan en 5 km norðaustan bæjarins. |