Sendiráð
Bengalalands erlendis:
Bonner
Str. 48, D5300 Bonn 2 (Bad Godesberg), Þýzkalandi.
Sími: 35 25 25.
Aðalræðisskrifstofa:
65, rue de Lausanne, CH-1203 Genf, Sviss.
Sími: 32 59 40.
FORMSATRIÐI
og SÉRKENNI.
Ferðapappíarar:
Allir
erlendir gestir verða að hafa gilt vegabréf.
Íslendingar þurfa auk þess áritun.
Þeir, sem koma til landsins án áritunar, fá þriggja sólarhringa
dvalarleyfi, en þeir, sem hyggjast dvelja lengur en í tíu daga, verða
að gera vart við sig hjá útlendingaeftirlitinu.
Það þarf að framvísa vottorði um bólusetn-ingu gegn bólusótt,
kóleru og gulu, komi gesturinn frá smitsvæðum.
Krafizt er flugvallarskatts við brottför.
Fari gestir brott frá landinu með skipi, þarf að fá sérstakt
aðgangskort að hafnarsvæðinu hjá útlendingaeftirlitinu.
Þeir, sem hyggjast aka sjálfir í landinu, verða að hafa alþjóðlegt
ökuskírteini. Vinstri
umferð!
Tollur:
Tollfrjáls
innflutningur ferðamanna: 200
vindlingar eða 225 g reyk-tóbak, lítil flaska af ilmvatni, tvær flöskur
af áfengi eða víni og persónulegir hlutir, s.s. myndavélar, ferðaritvélar,
útvörp, segulbönd. Verðmætir
munir eru venjulega skráðir við komuna til landsins, til að tryggja,
að þeir fari aftur úr landi. Komi
fólk akandi í eigin farartæki, þar það að hafa alþjóðlega
landa-mærakortið.
Gjaldmiðill:
1
taka (tk.) = 100 poisha (paisa; ps.).
Seðlar í umferð: 1,
2, 5, 10, 20, 50, 100, 500 og 1000 tk.
Myntir í umferð: 1,
5 (tígullaga eða ferningslaga með ávölum brúnum), 10 (kringlótt
með skörðóttri brún), 25, 50 og 100 ps.
Innflutningur
erlends gjaldeyris er ótakmarkaður, en ekki má flytja meira út en
gefið hefur verið upp við komuna til landsins.
Ekki má flytja hærri upphæð inn í innlendum gjaldmiðli en
100 tk. Við brottför frá
landinu er hægt að skipta allt að 25% innlends gjaldmiðils í
erlendan gjaldeyri eða að hámarki 500 tk.
Kreditkort:
AmericanExpress, Diners Club, MasterCard (Eurocard).
Umferðarreglur:
Vinstri
umferð ! Hámarkshraði
á þjóðvegum er 80 km (50 mílur) og í þéttbýli 48 km (30 mílur).
Tungumál:
Ríkismálið
er bangla (bengali á indversk-devanagari ritmáli).
Enska er töluð víða og skilst yfirleitt alls staðar.
Klukkan:
Tímamunur
milli Íslands og Bengalalands er + 7 klst.
Mál
og vog:
Opinberlega
er metrakerfið í gildi, en enn eru enskar mælieiningar notaðar víða.
Póstur og sími:
220-240
volta riðstraumur, 50 hertz. Innstungur
eru víðast sniðnar að evrópsku kerfi.
Lögbundnir frídagar:21.
febrúar, 26. marz, ca 15. apríl, 1. og ca 20.-22. maí, 1. júlí, ca
27.-29. ágúst, ca 26. sept., 7. og ca 23. nóv., 16., 25. og 31. des.
Viðskiptatími
Opinberar
stofnanir: Ld.-fd. kl.
07:30-14:00.
Fyrirtæki:
Ld.-fd. kl. 09:00-12:30 og 13:00-17:00.
Bankar: Ld.-fd. kl. 09:00-13:00.Lokað alla föd.; alþjóðl. bankar
líka ld.
Pósthús: Ld.-fd. kl. 07:30-14:00.
Aðalsímstöðvar í Dhaka og Chittagong eru opnar allan
sólarhringinn.
Verzlanir:
Sd.-fd. kl. 09:00-20:00, ld. fyrir hádegi, lokað á föd.
Ríkismarkaðurinn
'Nýi markaður' í Dhaka er opinn á föd., lokaður fd.
Veitingahús:
loka kl. 21:00 (nema í stóru hótelunum).
Barir: Ld.-fd. kl. 11:00-15:00 og 18:00-23:00; lokað föd.
Á stóru hótelunum geta gestir alltaf fengið herbergjaafgreiðslu.
Fatnaður:
Frá
apríl til oktober er bezt að klæðast léttum og víðum fatnaði úr
náttúrulegum efnum. Frá
nóvember til marz er gott að hafa hlýrri fatnað við höndina,
einkum eftir dagsetur. |