Næturlífið:
Skemmst
frá að segja er það heldur rýrt.
Verzlanir og veitingahús loka flest kl. 19:00.
Það eru barir á öllum hótelum, þar sem er boðið innlent
og erlent vín og áfengi. Stundum
eru sýndar kynningar- og menningarkvikmyndir um Bútan í hótelunum í
Thimphu.
Þjóðdansar og -söngvar:
Beztu
skemmtanir, sem erlendum gestum eru boðnar, eru gömul þjóðlög og
dansar, sem hafa verið iðkaðir um aldir í landinu.
Þess konar sýningar eru mismunandi milli staða í landinu en
allar skrautlegar.
Stundum stendur 'Hinn
konunglegi dansflokkur' fyrir afbragðssýningum undir beru lofti eða
í sölum einhvers hótelanna. Gestir
í Bútan fá bezta mynd af lífsvenjum Bútana, gleði þeirra, jafnaðargeði
og dálæti á litadýrð með því að ferðast um landið.
Þjóðbúningar:
Hinn
síði fatnaður karlmanna heitir 'kho'.
Honum er vafið um mittið og ofan beltisstaðar er hann tekinn
saman í poka, sem hægt er að geyma í furðu-mikið dót.
Allir fullorðnir embættismenn bera sverð við opinber tækifæri.
Ökklasíður fatnaður kvenna heitir 'kira'.
Honum er haldið uppi með mittis-linda (kera) og tveimur
silfurspennum á öxlunum. Efnið,
sem er notað í 'kho' og 'kira' er ofið í 9 m lengd og 22 sm breidd
og það þarf að nota tvo
slíka dúka í hvorn klæðnað. Hvert
landsvæði hefur sín hefðbundnu munstur, en mörg þeirra sjást víða.
Íþróttir:
Bogfimi
er þjóðaríþrótt og gaman að fylgjast með æfingum á sunnudögum.
Þar að auki stundar fólk knattspyrnu, blak, golf, tennis, körfubolta,
badminton og borðtennis. Konungurinn
er ákafur íþróttamaður og styrkir flestar íþróttagreinar.
Stangaveiði er hægt að stunda í mörgum ám landsins.
HÁTÍÐADAGATAL
Flestir
hátíðisdagar eru tengdir trúnni og fáir snúast um veraldlega hluti
eða atburði. Trúarhátíðir
ber ekki upp á sömu daga samkvæmt okkar dagatali.
Þeir fara eftir bútönsku dagatali, sem er líkt hinum tíbetsku
og kínversku og miðast við gang tunglsins.
Fastar
hátíðir: 2.
maí (fæðingardagur þriðja konungsins), 2. júní (krýningardagur
fjórða konungsins), 21. júlí (dánardagur þriðja konungsins), 11.,
12. og 13. nóvember (afmælisdagur fjórða konungsins), 17. desember (þjóðhátíðard.).
Óreglulegar
hátíðir: Losar (2 dagar i
jan./febr.; nýárshátíð), Buddha Parinirvana (maí/júní; líka fæðingardagur
Padmasambhava trúarleiðtoga (guru)).
Fyrsta ræða Buddha (júní/júlí).
Sumarsólhvörf (júní/júlí).
Thimphu Domchey, heilagi regndagurinn og (þriggja daga hátíð)
Thimphu Tsechhu (sept./okt.). Dussehra (okt./nóv.; suður-bútanska nýárshátíðin).
Dagur hinna níu óhamingjusömu og vetrarsólhvörf (des./jan.).
Í
stærri bæjum eru líka haldnar sérstakar trúarhátíðir, s.s.
Tsechhu ('Tíundi dagurinn'), sem er hin almennasta og skrautlegasta. Hátíðirnar eru oftast haldnar í köstulunum eða
klaustrunum og munkar og leikmenn, oft með grímur, stíga trúarlega
dansa (cham).
Tsechhu-hátíðin
er haldinn til heiðurs trúarleiðtoganum Rimpo frá 11. til 15. dags
annars mánaðar bútanska dagatalsins (marz/apríl).
Hún er einna áhugaverðust í Paro, Talo, Kurje, Thimphu,
Gangtey, Wangdiphodrang, Tongsa, Lhuntshi, Tashigang og Shemgang.
FERÐALEIÐIR
og SAMGÖNGUTÆKI
Fólk,
sem kemur til Bútan í óopinberum erindum, verður að hafa dvalar- og
ferðaleyfi. Einstaklingar
geta stundum fengið leyfi með stuttum fyrirvara til að fara með
skipulögðum ferðahópum um landið.
Langflestir ferðalangar byrja ferðina til Bútan í Indlandi.
Þeir fljúga frá Dheli eða Calkutta til Bagdogra (við
Siliguri í Vestur-Bengal), þar sem fulltrúi Ferðamálaráðs Bútan
tekur á móti þeim. Þaðan er ekið í bílum eða litlum rútum 150 km í
austurátt til Phuntsholing, þar sem er gist..
Daginn eftir er ekið áfram í u.þ.b. 6 klst. til Thimphu. Þótt þessi langa dagleið sé þreytandi, nýtur fólk
margbreytilegrar náttúrunnar í fjöllunum á leiðinni.
Þrisvar
í viku er áætlunarflug með 'Druk Air' milli Calkutta og Paro.
Það eru líka nokkrir þyrluflugvellir víða um landið, s.s.
í mynni Thimphu-dalsins og við Hashimara.
Landamærastöðvar milli Bútan og Indlands eru við Sarbhang og
Gaylegphug og við Samdrup Jongkhar. Vegna ótryggs stjórnmálaástands í indverska ríkinu
Assam, fara fáir ferðamenn um landamærastöðina þar.
Ferðir innanlands, Skipulagðar hópferðirÞjóðfélagsskipulag
landsins gerir það að verkum, að það er næstum ómögulegt fyrir
einstaklinga að ferðast um á eigin vegum.
Ferðamálaráðið gefur erlendum ferðahópum (6-30 manns) kost
á tveimur tegundum ferða:
Pakkaferðir
(innif.: flutningur, gisting, matur án drykkjarfanga og farar-stjórn)
með skoðunarferðum til allra aðalstaða landsins.
Ferðirnar liggja um Phuntsholing, Paro, Thimphu, Tongsa og
Bumthang, um fjallaskörð og til austurhlutans, Kurte (Lhuntshi) og
Mongar.
Gönguferðir
(tvær til fjórar vikur), sem eru miserfiðar, frá Dagala í Mið-Himalaja
eða Samtegang og frá aðalbækistöðinni í Chomolhari eða Phubjikha
í 7316 m hæð. Önnur ferð
liggur um Lunana-svæðið, þar sem er farið um rúmlega 5000 m há
fjallaskörð. Einnig er hægt
að komast í alvöru-fjallgöngur, m.a. á Jitchu Drake (7000m) í
Lingshi-héraði.
Ástand
vega:
Aðalþjóðvegurinn
milli Phuntsholing og Tongsa er að mestu með bundnu slitlagi og það
er verið að ljúka við veginn milli Tongsa og Bumthang.
Millileiðir til Paro, Thimphu og Punakha eru með bundnu
slitlagi, þannig að það er tiltölulega auðvelt að komast til skoðunarverðustu
staða landsins.
Farartæki:
Það
er haldið uppi reglulegum áætlunarferðum milli Phuntsholing og
Thimphu og rúturnar eru oftast troðfullar.
Ferðir milli Thimphu og Bumthang eru óreglulegar (um Mongar og
þaðan til og frá Lhuntshi), milli Tashigang og Samdrup Jongkhar og
milli Tongsa og Gaylephug. Á
aðalleiðum eru óreglu-legar ferðir með fjórhjóladrifnum farartækjum
á malbikuðum vegum. Ferða-málaráðið
leigir erlendum ferðamönnum bíla, sem eigendur þeirra aka, þegar
miklar trúarhátíðir eru haldnar.
Slíkar ferðir geta orðið hinar ævintýralegustu.
Reið-
og burðardýr:
Bútanskir
bændur leigja ferðamönnum oft hesta undir sig á leiðinni upp á við
en ekki niður aftur, t.d. til klaustursins Taktsang.
Bændurnir eiga sér vinsælan málshátt, sem hljóðar svo:
„Hestur, sem getur ekki borið ferðalang upp fjall, er ekki
mikils virði,” og „Maður, sem getur ekki klifið fjall án hests,
er ekki mikils virði.” Uppi
í fjöllunum leigja hirðar jakuxana sína til að fylgja gönguhópum.
Hestar og jakuxar eru burðardýr á þessum slóðum en ekki reið-dýr
eins og menn komast strax að, þegar þeir reyna að ríða þeim og dýrin
skella skolleyrum við boðum reiðmannanna. |