Bangladesh sagan atvinnuvegir samgöngur,
The Flag of Bangladesh

AFÞREYING  og  UPPÁKOMUR HAGNÝTAR  UPPLÝSINGAR    

BANGLADESH
S
AGAN - ATVINNUVEGIR - SAMGÖNGUR
.

.

Utanríkisrnt.

 

Sögulegt ferli bengalska landsvæðisins nær aftur til Gupta-höfðingjaættarinnar (4.öld), sem hafði þá komið sér upp velskipulögðu konungsríki á ós-hólmum Brahmaputra.  Fornleifauppgröftur í hinum fornu borgum Mainamati og Paharpur hefur leitt í ljós athyglisverðar rústir bygginga frá 7. öld.  Frá miðri áttundu öld til miðrar þrettándu aldar var blómaskeið Buddhatrúarinnar á þessu svæði.  Síðan hernámu Tyrkir landið fyrir tilstuðlan keisarans í Delhi, Ghori, og boðuðu islam, sem varð ríkjandi trú undir veldi mógúlanna (1576-1740) og Breta (1757-1947).  Trúabragðadeilur ollu skiptingu Indlands, þannig að múslimar á vatnasvæði Indusfljótsins stofnuðu Pakistanríki, sem náði líka yfir Bengalaland.

Tengslin við Pakistan urðu ekki löng.  Austur-pakistanar töluðu og tala enn þá pundshabi.  Bengalar í Austur-Pakistan, sem töluðu og tala flestir sömu tungu, urðu útundan á mörgum sviðum, einkum í viðskiptum.  Þeir höfðu samt frá upphafi takmarkaða sjálfstjórn.  Þegar forseti landsins, Yahya Khan, stóð fyrir fyrstu lýðræðislegu kosningunum árið 1970, kom til blóðugra átaka við Austur-Pakistana, sem leiddu til mikilla hörmunga fyrir íbúana og skiptingar ríkisins.  Awamifylkingin vann stórsigur í kosningunum í Austur-Pakistan og gat í skjóli hans myndað ríkisstjórn fyrir austurhlutann.  Vestur-Pakistanar voru mjög óánægðir með þessa þróun og Austur-Pakistanar unnu öllum árum að því að verða sem sjálfstæðastir.  Allar samningaleiðir virtust ófærar.  Ástandið versnaði enn, þegar fyrrum forsætisráðherra Pakistans, Zulifikar Ali Chan Bhutto, formaður stærsta flokks Vestur-Pakistans, Þjóðarflokksins, neitaði að vera viðstaddur setningu þingsins í Dhaka 3. marz 1971.

Þegar Ziaur Rahman majór, síðar forseti í Bengalalandi, lýsti yfir sjálf-stæði landsins, greip herstjórn Jahya Khans í Austur-Pakistan í taumana.  Borgarastyrjöldin, sem fylgdi í kjölfarið, olli gífurlegum straumi flóttamanna til nágrannaríkjanna í Indlandi, mest þó til Vestur-Bengal.  Indverjar sáu fram á að þurfa að taka við 10 milljónum flóttamanna.  Þeir sögðu því Pakistan stríð á hendur og tókst með dyggum stuðningi austur-pakistanskra frelsishersins að knýja hina stríðandi Pakistana til uppgjafar 4. desember 1971.

Sjálfstæði Bengalalands dugði ekki til þess að leysa viðskiptaleg vanda-mál landsins.  Flóð herja stöðugt á sjöunda hluta landsins auk fellibylja og þurrka, sem tortíma mannslífum og búsmala.  Þrátt fyrir geysimikla erlenda aðstoð, hefur ekki tekizt enn þá að bæta skaðann, sem varð af borgarastyrjöldinni.

Næstu fjögur árin eftir að sjálfstæði var fengið var stjórnmálalífið fremur stöðugt og afskiptalítið.  Í ágúst varð stjórnarbylting, sem batt enda á völd Awami-fylkingarinnar og Mujibur Rahman, forsætisráðherra, var myrtur.  Enn á ný var þjóðin sett undir herlög.  Chondakar Mushtaq Ahmed, sem var í ríkisstjórn Muhibur Rahmans, tókst að sölsa til sín völdin í sjö vikur, þar til honum var ýtt til hliðar í hallarbyltingu.  Forseti hæstaréttar landsins, Abu Sadat Mohammed Sayem, varð forseti landsins og formaður herráðsins, en þrír æðstu menn hersins stóðu í fararbroddi ríkisstjórnarinnar.  Síðan 1976 var Ziaur Rahman, ráðgjafi Sayems, forsætisráðherra.  Þegar Sayem dró sig í hlé af heilsufarsástæðum, tók Ziaur Rahman lík að sér forsetaembættið og lét staðfesta það í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí 1977.  Í júní árið eftir var Ziaur kosinn forseti til fimm ára í frjálsum kosningum.  Hann fékk rúmlega 75% greiddra atkvæða og gersigraði því aðalandstæðing sinn, a.D. Osmany hershöfðingja, sem var foringi frelsishers Bengalalands árið 1971.  Þegar þingið (300 þingmenn), kom saman eftir kosningarnar í marz 1979, var herlögum aflétt.

Hinn 30. maí 1978 gerði herinn misheppnaða tilraun til hallarbyltingar í Chittagong og Ziaur var myrtur.  Foringi, hliðhollur stjórninni, drap leiðtoga byltingarmannanna.  Varaforsetinn, Abdus Sattar, tók við völdum þar til hann var kjörinn forseti til fimm ára í nóvember 1981.  Hussain Mohammed Ershad hershöfðingi ýtti honum frá völdum í friðsamlegri byltingu 24. marz 1984 og lýsti herlögum í landinu.  Í oktober 1984 var almennum þingkosningum frestað um ótiltekinn tíma og í janúar 1985 dró Ershad úr gildi herlaganna.  Í maí 1985 geisaði gífurlegur fellibylur, sem olli dauða rúmlega 40.000 manna og skildi hundruð þúsunda eftir heimilislaus.


Landbúnaður er undirstöðuatvinnuvegur Bengalalands.  Rúmlega 75% íbúanna lifa af honum og u.þ.b. helmingur brúttóþjóðarframleiðslunnar byggist á honum.  Þrátt fyrir þetta er framfærslan ótrygg.  Landbúnaðarfyrirtækin, sem eru langflest í minni kantinum og lítil, reyna stöðugt að auka framleiðslu sína, en geta ekki haldið í við fólksfjölgunina, þannig að stöðugt verður að flytja inn meira af aðalfæðu þjóðarinnar, hrísgrjónum, hveiti o.þ.h.  Sjálfsþurftarbúskap-ur tengdur kjöti og mjólk er ófullnægjandi vegna þess að ekki er til fóður fyrir kvikfénaðinn.  Monsúnúrkoman og fellibyljir höggva líka stór skörð í bústofninn á hverju ári.  Fiskveiðar í vötunum og ám í þessu vatnalandi eru mjög mikilvægar.

Útflutningur:  Mikilvægasta útflutningsafurð landbúnaðarins er hampur (jute).  Indland og Bengalaland framleiða bróðurpart hamps fyrir heimsmarkaðinn.  Á eftir hampi kemur leður og leðurvörur, fiskur og te frá Sylhet og Chittagong.  Bengalaland er næststærsti útflytjandi froskalappa á eftir Indlandi.  Þrátt fyrir það, að uxafroskurinn (rana tigrina) sé viðurkennt þjóðþrifadýr, sem eyðir óæskilegum skordýrum og plágum, er hann miskunnarlaust veiddur og slátrað.  Stjórn landsins hefur nýlega hafið herferð gegn þessari rányrkju.

Jarðefni:  Bengalaland er fátækt af verðmætum jarðefnum.  Jarðgas er unnið í norðaustanverðu Sylhet-héraði og annars staðar er unnið kaólín (postulínsleir), salt og kalk (í sementsgerð).

Iðnaðurinn er að mestu byggður á innfluttum hráefnum.  Vefnaðarfyrirtæki, sem byggðust á hampvinnslu, flytja in baðmull til vinnslu.

Samgöngukerfi landsins er í uppbyggingu.  Hið 8500 km langa og skipgenga vatnakerfi landsins (5.200 km færir allt árið) hefur um aldir gegnt mikil-vægu hlutverki.  Um það fara óteljandi bátar í einkaeign og áætlanasiglingar innanlands annast ríkisfyrirtækið „Bangladesh Internal Water Transport Corporation”.  Aðalhafnarborgir landsins eru Chittagong og Chalna.

Vegakerfið er u.þ.b. 25.000 km langt og fimmtungur þess er með bundnu slitlagi.  Vegna landshátta er uppbygging og viðhald þess mjög kostaðarsamt.

Járnbrautirnar eru mjög mikilvægar fyrir samgöngur.  Brautarnetið er u.þ.b. 3000 km langt og misbreitt, u.þ.b. 2000 km mjóspor (1000 mm), og 1000 km breiðspor (1676 mm).  Það er nauðsynlegt að stækka þetta kerfi og færa það til nútímans.

Bimanflugfélagið (Bangladesh-Airlines), sem var stofnað árið 1972 á nú ágætis flugflota.  Í landinu eru tveir alþjóðlegir flugvellir, við Dhaka og Chittagong og nokkrir innanlandsvellir.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM