Singapúr meira,
Flag of Singapore

MONSÚN
MISSERISVINDAR

SAGA/EFNAHAGUR SKOÐUNARVERT EFNAHAGUR HAGTÖLUR

SINGAPÚR
MEIRA

Map of Singapore
.

.

Utanríkisrnt.

RÆÐISMENN

Booking.com

Singapúr er í Sa-Asíu, sunnan Malakkaskaga og aðskilin frá honum af sundinu Selat Johor.  Heildarflatarmál er 618,1 km².  Aðaleyjan er 570,4 km²

Auk aðaleyjarinnar tilheyra Singapúr 54 smærri eyjar.  Aðaleyjan er hæðótt inn til landsins.  Suður- og austurhlutarnir eru láglendir.

Þar er hitabeltisloftslag með mikilli úrkomu, sem fylgir na-monsún frá nóvember til janúar.  Meðalúrkoma ársins er u.þ.b. 2400 mm.  Hitabreytingar eru litlar milli dags og nætur.  Ársmeðalhiti er 26,4°C.


Íbúarnir eru u.þ.b. 77% kínversks uppruna, 15% malayar, 6% Indverjar auk minnihlutahópa frá Evrópu og öðrum heimshornum.  Heildarfjöldi íbúa er u.þ.b. 2,5 millj., sem þýðir 4045 manns á km2.  Íbúafjölgun er u.þ.b. 2,5%.  Lífslíkur u.þ.b. 71 ár.  Ólæsi u.þ.b. 17%.  Vinnuafl u.þ.b. 950.000 og þar af vinna 60% í þjónustustörfum en restin í iðnaði (39%).

Aðaltrúarbrögð eru tengd Konfúsíusi, margt er um taoista og búddista eða samtals yfir 50%.  Minnihlutahópar aðhyllast islam, hindi, kristni og gyðingatrú.

Tungumál:  Þjóðartungan er malæ en að auki er töluð enska, kínverska og tamil.

Ríkið, sem er lýðveldi, hefur verið sjálfstætt frá 1. sept. 1963.  Stjórnarfyrirkomulag byggist á þjóðþinginu.  Æðsta valdastaða er forsetaembættið.  Forsætisráðherra stýrir ríkisstjórninni.  Singapúr er aðili að U.N., ASEAN og Colomboáætluninni.  Landinu er skipt í borgina Singapúr og fimm önnur stjórnsýslusvæði.

Atvinnulíf:  Verzlun og fésýsla eu ríkjandi.  Helztu landbúnaðarafurðir eru:  Hrágúmmí, kókoshnetur.  Iðnaður:  Olíuhreinsun, rafmagns- og elektrónísk tæki, vefnaður.  Innflutningur:  Jarðolía, farartæki, matvæli og neyzluvörur.  Útflutningur:  Olíuvörur, vélar, vefnaður.  Brúttóþjóðarframleiðsla 17 milljarðar US$.

Singapúr heitir á malæísku "Singapura", sem þýðir „Ljónaborgin".  Lega aðaleyjarinnar er afbragðsgóð fyrir viðskipti.  Hún er tengd Malaysiu með jarðfyllingu, sem á er þjóðvegur, brautarteinar og vatnslögn.  Hæsti punktur eyjarinnar er í graníthæðunum, 165 m.  Við strendurnar á láglendinu er unnið að landvinningum með jarðvegsfyllingum.  Inni í landi eru nokkur smávötn og miðlunarlón.  Við Singapúrána var byggð fyrsta verzlunarhöfnin á 19. öld.  U.þ.b. helmingur hinna 54 minni eyja eru byggðar.  Frá náttúrunnar hendi eru regnskógar í Singapúr, en þeir hafa að mestu verið ruddir til að stækka land til ræktunar.  Landbúnaðarland er aðeins 17%.

Einkennandi fyrir íbúa Singapúr er hrærigrautur þjóðerna.  Þrátt fyrir ýmis vandamál, sem slík deigla hefur í för með sér, hefur hún fleiri kosti en galla og íbúarnir finna til sterkrar samkenndar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM