Singapúr skoðunarvert,
Flag of Singapore

SAGA/EFNAHAGUR      

SINGAPÚR
SKOÐUNARVERÐIR STAÐIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

RAFFLESHÓTELIÐ.  Sir Stamford Raffles er minnst sem stofnanda hinnar nútíma Singapúr.  Tvær styttur eru af honum í borginni, önnur, sem er frumgerðin, stendur fyrir framan Viktoríuleikhúsið við Empress Place, en hin við North Boat Quay, þar sem talið er að Sir Raffles hafi fyrst stigið á land í Singapúr.

Hótelið var byggt árið 1887 og lýst þjóðarminnismerki 1987.  Því var lokað í marz 1989 vegna viðgerða og breytinga og opnað aftur hinn 16. sept. 1990.  Verkið kostaði S $ 160.000.000.- (5,5 milljarða ikr.).  Hótelið var kallað the grand Old Lady of the East.  Margir frægir gestir hafa gist þar:  Rudyard Kipling, Elizabeth Taylor, Alfred Hitchcock, Charlie Chaplin, Mary Pickford, Douglas Fairbanks, Sommerset Maugham, Noel Coward og fjöldi soldána og þjóðhöfðingja.  Í hótelinu eru 104 svítur.

Eftir endurbætur hótelsins er hægt að kynnast litríkri sögu þess á kvikmyndasýningum í 400 sæta hátíðarsal þess á klukkustundarfresti.  Þar er líka Rafflessafn með merkustu minjum hótelsins.  Samkvæmt þjóðsögunni var tígrisdýr skotið undir ballskákarborði í bar-og billiardsalnum, en í raun og veru var það fellt undir sjálfri byggingunni, undir þessum sal, en þessi hluti hótelsins var á staurum árið 1902.


KÍNAHVERFIÐ.  U.þ.b. 2 km2 með iðandi mannlífi.  Gamall kínverskur lífsstíll. Hof og verzlanaholur, þar sem verzlað er með vörur og náttúrulyf, sem eru okkur framandi.  Hér starfa myndskurðarmenn, skrautritarar og myndlistamenn og hofin óma af bænum hinna trúuðu.  Her eru líka stór verzlanahús og frábær veitingahús fyrir þá, sem kunna að meta kínverskan mat.

ALKAFF-herragarðurinn.  Nýuppgerður (1992).  Var reistur fyrir Alkaff-fjölskylduna á 19. öld og þar voru oft boð inni.  Blanda af hollenzkum, enskum, asískum og arabískum byggingarstílum.  Fjölskyldan auðgaðist af verzlun með krydd og sykur.  Nú er þar vinsælt veitingahús í umhverfi prýddu minjum frá nýlendutímanum, bæði innan húss sem utan, þar sem vel sést yfir fagran garðinn og höfnina í Singapúr.

SENTOSA.  Togbraut eða ferja.  Staður til að slappa af, skemmta sér og skoða frábær söfn o.fl.  Í einu safnanna má sjá sögu brautryðjenda Singapúr, uppgjafarherbergið, þar sem sagt er frá í myndum, vaxmyndum og með tali og tónum.  Sérstaklega athyglisverð er deildin um innrás Japana í s.hst.  Steinasafnið er einstætt safn steina og jarðmyndana, sem ein fjöldkylda hefur safnað kynslóðum saman.  Sjóminjasafnið rekur sögu Singapúr sem mikilvægrara hafnarborgar og sýndar eru ýmsar tegundir báta.  Fiskasafn með 100 m löngum akrylgöngum.  Stígar liggja um alla eyjuna í fögru umhverfi og einnig er hægt að stytta sér leið á milli staða með einteinungsbraut.

Í fiðrildasafninu eru 4000 dauð og 3000 lifandi fiðrildi.  Í kórallasafninu eru 2000 skeljar og kórallar.  Í snertipollum má meðhöndla krossfiska og skjaldbökur.

Á Sentosa eru gullnar strendur, hjólaskautabraut, 2 golfvellir, bátaleiga, brim-og seglbrettaleigur, hjólabátar og sjósleðar.  Þar er líka músíkbrunnur (kl. 10:00-10:30; 16:00-16:30; 20:00-20:30 og 21:00 og síðar á kvöldin um helgar).  Mörg veitingahús, m.a. á gömlum hjólabáti frá Missisippi.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM