Þótt
árið 1819 sé táknrænt fyrir endurfæðingur Singapúr, gegndi eyjan
veigamiklu hlutverki fyrr sem hlið vestrænna þjóða að S-Kínahafi.
Þetta hlutverk olli því, að menn lögðu mikið í sölurnar
fyrir yfirráð í Singapúr og mikið var barizt um eyjuna.
Löngu áður en Spánverjar og Portúgalar gerðu eyjuna að viðskiptamiðstöðvum
sínum og síðar nýlendu, höfðu Kínverjar setzt þar að.
Í
gömlum heimildum frá Java er eyjan skírð "Temasek", sjávarborgin.
Malayískir söguritarar segja frá því, að prins frá
Palembang á Súmötru hafi strandað skipi sínu á eyjunni í miklum
stormi. Á ströndinni sá
hann veru með skínandi rauðan líkama, svart höfuð, hvíta bringu og var stærri en stór geithafur.
Hann komst að því, að þetta var ljón og þar sem hann áleit,
að þetta væri happamerki, stofnaði hann þar borg, sem hann nefndi
Ljónaborgina. Þessi þjóðsaga er líklega af indverskum uppruna, því að
ljón hafa aldrei fundizt á eyjunni.
Síðar
varð Singapúr höfuðborg ríkisins "Sri Vijaya" þar til
majapahitar frá Java lögðu allan Malakkaskagann undir sig og eyddu
borginni, sem varð að veigalitlu fiski-mannaþorpi næstu aldirnar.
Saga
Singapúr nútímans hófst, er Sir Thomas Stamford Raffles, umboðsmaður
Austur-Indíafélagsins kom þangað.
Hann uppgötvaði strax möguleikana, sem borgin veitti til útfærslu
og eflingar viðskipta krúnunnar.
Hinn 6. febr. 1819 gerð hann samning við soldánana Hussein
Mahammed Schah og Temenggong Abdul Rachman um leyfi til reksturs
Austur-Indíafélagsins við mynni Singapúrárinnar.
Fimm árum síðar lét soldáninn brezku krúnunni alla eyna
eftir. Árið 1826 náðu
Bretar undir sig Malakkaskaga
með samningum við Hollendinga og nefndu síðan allt landsvæðið
Sundanýlendu, sem var krúnunýlenda milli 1867 og 1946.
Eftir 1832 var Singapúr stjórnsýslumiðstöð nýlendunnar,
sem varð með tímanum þýðingarmikil fyrir veldi Breta á höfunum.
Árið
1877 var fræjum gúmmítrésins smyglað frá Brasilíu, fyrst til
Singapúr og síðar til Malaysiu.
Græðlingar þrifust vel og innan skamms varð Singapúr miðstöð
útflutnings hrágúmmís. Viðskiptalífið
blómstraði til 1942, er Japanar komu og freiddu því bana-högg um
stundarsakir. Við uppgjöf
Japana 5. sept. 1945 varð Singapúr aftur brezk.
Hinn 3. júní 1959 var Lee Kuan Yew, lögfræðingur, sem var
menntaður í Bretlandi, kjörinn fyrsti forsætisráðherra í fyrstu
frjálsu kosningunum í ríkinu, sem hafði þá fengið leyfi til
heimastjórnar. Flokkur
hans, PAP (People's Action Party) hlaut algeran meirihluta, sem haldizt
hefur lítt breyttur til okkar daga.
Árið 1963 stóð Lee Kuan Yew meðal annarra að stofnun malayíska
ríkjabandalagsins, sem Singapúr varð aðili að.
Frá 1967 hefur Singapúr verið aðili að ASEAN.
Árið 1965 gekk Singapúr úr Malaysiusambandinu og varð sjálfstætt
ríki. Síðan þá hefur
landið verið í Brezka samveldinu.
PA-flokkurinn fylgir strangri pólitík í innanríkismálum.
Lífskjör
í Singapúr eru miklu betri en í nágrannalöndunum.
Landbúnaður
gegnir ekki veigamiklu hlutverki. Hluti
hans af þjóðarframleiðslu er undir 2% og nær aðeins til að anna
helmingi eftirspurnar á innanlandsmarkaði.
U.þ.b. 75% ræktaðs lands eru plantekrur, kókospálmar og gúmmítré.
Nýverið hefur ræktun orkidea orðið að arðbærri grein.
Nytjaskógrækt er í raun ekki til, því að skógarleifarnar
eru á mýrlendum svæðum, sem eru að hluta til innan verndarsvæða
linda, hvaðan neyzluvatn er tekið.
Fiskveiðar
eru litlar, enda takmarkaðar við litla fiskveiðilögsögu landsins án
mögu-leika til veiða annars staðar.
Fiskneyzla er mikil í landinu og verður því að flytja inn
talsvert magn fisks.
Þungamiðja
viðskiptalífsins í Singapúr er útflutningsiðnaður. Helztu iðnaðarvörurnar, sem fluttar eru út, eru unnar olíuvörur
(þriðja stærsta olíuhreinsunarland jarðar), efna-vörur, rafmagnsvörur
og elektrónískar vörur (tölvur og fjarskiptatæki).
Byggingariðnaður
og skipasmíðar voru mikilvægar atvinnugreinar, en eru nú í lægð.
Verzlun
og viðskipti skipa ekki lægri sess en iðnaðurinn. Utanríkisverzlunin nemur u.þ.b. 50% brúttóþjóðarframleiðslu.
Í 140 ár var Singapúr mikilvægasta verzlunar-höfn Breta á
sjóleiðinni milli Kanton og Kalkútta.
Nú er Singapúr heimsverzlunar-höfn, hin önnur stærsta í
heimi, auk þess að vera fjármálamiðstöð fyrir aðildarríki ASEAN
og hlið þeirra að heimsmarkaðnum.
Sem
verzlunar- og viðskiptamiðstöð hefur Singapúr aðdráttarafl fyrir
ferðamenn, líkt og Hong Kong, þótt Singapúr sé ekki eins aðlaðandi
fyrir þá, sem leita að menningu. |