Singapúr efnahagslífið,
Flag of Singapore


SINGAPÚR
EFNAHAGSLÍFIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Alþjóðabankinn flokkar Singapúr sem miðlungstekjuland.  Verg þjóðarframleiðsla á mann var 7420.- US$ árið 1985, sem teljast næsthæstu tekjurnar í Suðaustur-Asíu á eftir Brunei.  Singapúr er meðal hinna nýiðnvæddu landa í þessum heimshluta (Hongkong, Taiwan og Suður-Kórea).  Stefnt er að fjölbreyttari framleiðslu og tæknivæðingu eldri iðnfyrirtækja auk þess, að efla stöðu landsins á alþjóðlegum fjármálamarkaði.  Hvatt er til stofnunar hátæknifyritækja á sviðum rannsókna og þróunar.  Efnahagsleg uppsveifla hófst á sjöunda áratugnum, þegar stjórn landsins ákvað að draga úr áherzlu á umskipunarhlutverkið og beina kröftunum að iðnvæðingu.

Iðnframleiðsla stendur undir 25% af vergri þjóðarframleiðslu.  Á árunum 1965-1980 óx þessi geiri atvinnulífsins hratt (13,3% á ári). 

Veigamestu þættir hans eru olíuhreinsun og framleiðsla vélbúnaðar og tækja, málmsmíði og nákvæmnisiðnaður.  Þungaiðnaðurinn fer að mestu fram í Jurong á vesturhluta eyjarinnar, þar sem hann hófst árið 1968.  Uppbygging og rekstur slíkra fyrirtækja nýtur skattafríðinda og íbúarnir eru hvattir til að leggja fyrir sig iðnnám og/eða fagþjálfun til að laða að fjárfesta í nýjum iðnaði.

Landbúnaður nýtir tæplega 1% af vinnuafli landsins og stendur undir 1% þjóðarframleiðslunnar.  Ræktarland er lítið og það er nýtt til hins ítrasta.  Landsmenn eru ekki sjálfum sér nægir með matvæli.  Hrísgrjón, grænmeti, kjöt o.fl. verður að flytja inn.  Helztu útflutningsafurðir landbúnaðarins eru orkideur og skrautfiskar.  Kjúklingarækt er stærst í sniðum til eigin þarfa.

Innflutningur orku (rafmagns) nemur 40% heildarinnflutnings, enda eru engin kol í jörðu og olíuhreinsunarstöðvar vinna úr u.þ.b. 1,1 miljón tunna hráolíu á dag.

Aðrar helztu innflutingsvörur eru hráolía, matvæli og efnavörur.  Helztu útflutningsvörurnar eru olíuvörur, velar og neyzluvörur.  Aðalútflutningslönd eru Japan, BNA, Malasía og Kína og aðalkaupendur vöru landsmanna eru BNA, Malasía, Japan og Hongkong.  Umskipun nemur u.þ.b. 40% af athafnalífinu.

Vegna legu sinnar hefur Singapúr löngum verið miðstöð flutningar á sjó og í lofti.  Þar er ein stærsta höfn heims.  Flugfélag Singapúr hefur margoft fengið viðurkenningar fyrir þjónustu og öryggi.  Millilandaflugvöllurin heitir Changi.  Hann er einhver nútímalegasti flugvöllur þessa heimshluta og um hann fara milli 10 og 20 miljónir farþega á ári.

Almenningssamgöngur á landi eru góðar, strætisvagnar, leigubílar og hraðflutningakerfi (MRT = mass-rapid-transport), sem tekið var upp 1987.  Þetta MRT-kerfi tengir mörg íbúðasvæði við iðnaðarsvæði og fjármálahverfið.

Ferðaþjónustan hefur eflzt og verður æ mikilvægari tekjulind.  Meðal áhugaverðra staða eru Grasa- og dýragarðarnir, Jurong-fuglagarðurinn og afþreyingarmiðstöðin á Sentosa-eyju.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM