Argentína sagan 1,
Flag of Argentina

SAGAN 2 SAGAN 3 SAGAN 4 .

ARGENTÍNA
SAGAN
eftir landnám Evrópumanna

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Áætlað er, að u.þ.b. 300 þúsund indíánar hafi búið á því svæði, sem núverandi Argentína nær yfir, þegar fyrstu evrópsku landkönnuðirnir og landnemarnir komu til landsins.  Sumir ættflokkar indíána voru hirðingjar, sem lifðu á dýra- og fiskveiðum, s.s. Chaco og Tehuelche í Patagóníu og Querandí og Puelche (Guennakin) á Pampas-sléttunum, en diaguitas í norðausturhlutanum o.fl. höfðu fasta búsetu og stunduðu landbúnað.  Hálendið í norðvesturhlutanum var yfirráðasvæði Inka.

Landafundir og landnám.
Meginhluti Atlantshafsstrandar landsins var kunn evrópskum landkönnuðum snemma á 16. öld.  Óshólmar Plata-árinnar voru kannaðir áður en Ferdinand Magallan fór um Magellansund árið 1520.  Sagnfræðingum ber ekki saman um könnun þessa svæðis.  Þeir deila um það, hvort Amerigo Vexpucci hafi verið þar á ferð á árunum 1501-02 eða Juan Díaz de Solís í örlagaríkri ferð sinni árið 1516.  Hann og menn hans sigldu upp eftir Plata-ánni, sem hann kallaði Mar Dulce, og gengu á land, þar sem indíánar réðust á þá og drápu Solís og flesta menn hans.  Hinir fáu, sem sluppu lifandi, sigldu heim til Spánar.  Árið 1520 kíkti Magellan á þetta landsvæði og sex árum síðar gerði Cabot hið sama og fann Paraná- og Paragvæárnar.  Hann byggði virkið Sancti Spíritus á Platasvæðinu, sem var fyrsta spænska byggðin á þeim slóðum.  Cabot varð líka fyrstur til að senda boð heim til Spánar um silfurfundi.

Árið 1528 hittust leidðangrar Cabots og Diego Garcia frá Spáni.  Diego var skipstjóri skips úr Solis leiðangrinum og áætlun hans og Capots var að sigla til Molukkaeyja.  Þeir breyttu henni vegna frásagna af hinni töfrandi keisaraborg, sem heillaði marga síðari leiðangra í Argentínu.  Þegar Cabot var að undirbúa förina þangað, gerðu indíánar skyndiárás á Sancti Spíritus og lögðu virkið í rúst.

Spánverjar flýttu sér að senda Pedro de Mendoza út af örkinni árið 1535 vegna vaxandi áhrifa Portúgala í Brasilíu og velgengni við landnám í Perú.  Pedro fjármagnaði sjálfur för sína og stofnaði Santa María del Buen Aire (Buenos Aires) árið 1536.  Matarskortur og stöðugar árásir indíána hröktu hann brott og hann dó úr veikindum á leiðinni heim árið 1537.

Sama ár komst leiðanur undir stjórn Juan de Avolas og Domingo Martínez de Irala, liðsforingja Pedros, nokkur þúsund kílómetra upp Plata- og Paragvæárnar.  Ekkert spurðist frekar til leiðangurs Juans en Domingo stofnaði Asunción (Paragvæ) á slóðum Guaraní-indíána, sem stunduðu að mestu landbúnað.  Árið 1541 fluttust allflestir hinna fáu, sem bjuggu enn þá í Buenos Aires, til Asunción.  Næstu hálfu öldina var Asunción hlið leiðangra til og landnáms í Norður-Argentínu.  Þar var Íbúafjöldinn mestur fram á síðari hluta 18. aldar.  Juan de Garay var forgöngumaður nýs landnáms í Buenos Aires árið 1580, einkum vegna mikils fjölda spænskra innflytjenda, sem komu frá nýlendunum í Síle, Perú og Paragvæ, en byggðin þar var einangruð frá norðurhlutanum á þeim tíma.  Fáir landnemar komu beint frá Spáni, líklega vegna skorts á landi í Mexíkó, Perú og öðrum nýlendum Spánverja og vegna skorts á námuréttindum, vinnuafli og verzlunarréttindum við heimalandið.  Engu að síður þróaðist þjóðfélag á grunni fyrstu landnemabyggðanna, þar sem var stunduð kvikfjárrækt og ræktun lands (maís, kartöflur o.fl.) og indíána skorti ekki í nauðungarvinnu.  Sumir þeirra voru í rauninni þrælar og þéttbyggðar trúboðsstöðvar katólikka voru veigamikill hlekkur í nýlendustefnunni.  Evrópskir karlmenn tóku sér oft indíánakonur vegna skorts á evrópskum konum.


Nýlendumiðstöðvar.
Argentína var að hluta undir yfirráðum varakonungsins í Perú til 1776.  Áhrif borganna San Miguel de Tucumán, Córdoba og Buenos Aires uxu smám saman og urðu uppsprettur þjóðernisvitundar Argentínumanna.  Áhrif San Miguel de Tucumán voru áþreifanlegust frá síðari hluta 16. aldar fram að aldamótunum 1700.  Andleg og veraldleg áhrif hennar náðu yfir mestan hluta norðurhlutans og Córdoba.  Hún var miðstöð verzlunar, sem var mikilvægasta atvinnugreinin.  Borgarbúar sáum um sölu matvæla og kvikfjár á fæti til hinna auðugu silfurnámuhéraða í Efra-Perú (Bólivía) og fengu í staðinn iðnvarning frá Evrópu, sem var fluttur út frá Spáni.  Efnahagsþróunin leiddi til uppgangs Cordóba á 17. og 18. öld, einkum vegna stofnunar háskólans árið 1613, sem leiddi til mikillar fjölgunar íbúa. 

Síðla á 18. öldinni varð Buenos Aires smám saman að miðstöö efnahagslífsins, þegar hún varð að miðstöð menntunar og stjórnmála.  Áhrif Perú dvínuðu á viðskiptasviðinu vegna þess að skemmri vegur var til og frá Evrópu um Atlantshafið en Kyrrahafið.  Upplýsingarstefnan í Evrópu skaut djúpum rótum í borginni og árið 1776 stofnuðu Spánverjar varakonungsdæmið Rio de la Plata (Argentína, Úrúgvæ, Paragvæ og Suður-Bólivía).  Buenos Aires varð höfuðborg þess.  Spánverjar lögðu hluta varakonungsdæmisins Perú til hins nýja og stefndu að eflingu varna á austurströnd Suður-Ameríku.  Þeim stóð mest ógn af Brasilíu, sem óx hratt að fólksfjölda, auði og hernaðarmætti.  Höfnin í Buenos Aires opnaðist fyrir Atlantshafssiglingum og löglegir flutningar og smygl jukust.


Sjálfstæði.
Sjálfstæðisbrölt Argentínumanna hófst á árunum 1806-07, þegar þeir hurndu tveimur árásum Breta á Buenos Aires (Reconquista og Defensa).  Áhrifa Napóleonsstyrjaldanna gætti líka í Suður-Ameríku.  Napóleon gerði bróður sinn, Jósef, að konungi á Spáni og þjóðernissinnar mynduðu stjórn í nafni útlagakonungsins Ferdinands VII með stuðningi Breta og blóðug borgarastyrjöld brauzt út upp úr 1808.  Flestir íbúar Suður-Ameríku voru hlynntir konungssinnum en höfnuðu afskiptum Spánverja af málefnum sínum á grundvelli spænskra laga, sem kváðu á um sjálfstjórn nýlendanna þar til löglegur konungur kæmist til valda á ný.

Kreólar (afkomendur Evrópumanna í Argentínu) studdu þessa tilhögun í andstöðu við nýinnflutta Spánverja og borgarráðið í Buenos Aires staðfesti þessa niðurstöðu.  Þessi lög um nýlendurnar höfðu verið í gildi frá 16. öld og gefið landnemunum tilfinningu fyrir sjálfstjórn, þótt þau lægju ónotuð fram að mestu.  Þeim hafði verið beitt í neyðartilfellum og þá voru mektarmenn samfélagsins kallaðir saman til ráðagerða.  Hinn 25. maí 1810 (Byltingardagurinn) var slíkt þing kallað saman í Buenos Aires til að stjórna varakonungsdæminu Rio de la Plata í nafni Ferdinands VII þar til hann tæki aftur við völdum á Spáni.  Árið 1814 settist hann aftur á konungsstól en var hann að mestu valdalaus vegna áhrifa Frakka.  Þing flestra fulltrúa varakonungsdæmisins kom saman 9. júlí 1816 og lýsti yfir sjálfstæði landsins, sem var kallað Sameinuð héruð Río de la Plata.

Það tók nokkur ár að berja niður andstöðu konungssinna í norðurhlutanum en þeir héldu árásum sínum áfram frá stöðvum í Perú þar til Simón Bolívar frelsaði landið á árunum 1820-24.  Stjórnin í Buenos Aires reyndi að halda landinu saman en átti í erfiðleikum með fjarlægustu héruðin, sem lýstu síðar yfir sjálfstæði, Paragvæ 1814, Bólivía 1825 og Úrúgvæ 1828.  Héruð núverandi Argentínu greindi á um margt fram til 1860.  Valdabaráttunni milli Buenos Aires og annarra landshluta lauk í rauninni ekki fyrr en í kringum 1880 og sumir álíta, að enn þá eimi eftir af henni.

SAGAN 2

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM