Úganda
er landlukt ríki í Austur-Afríku, 241.038 km² að flatarmáli.
Á nýlendutíma Breta var það lítið eitt stærra.
Súdan er norðan Úganda, Kenja í austri, Tanzanía og Rwanda í
suðri og Kongó (Kinhasa) í vestri. Höfuðborgin
Kampala stendur á sjö hæðum nærri Viktoríuvatni, sem myndar hluta
landamæranna við Kenja og Tanzaníu.
Landið fékk sjálfstæði 9. október 1962.
Landamæri ríkisins voru dregin gerræðislega síðla á 19.
öldinni umhverfis mjög ólik þjóðfélög Bantu konungsríkisins
í suðri og lausbeizlaðri Nílarþjóðflokka og Súdana í norðri. |